Ræða eða AÐ ræða?

Maður myndi ætla að í  háskóla þar sem einhver grein birtist, þá sé auðfarið yfir hana með akademískri smásjá, með tilheyrandi tilvitnunum í heimildir og þar fram eftir götum. 

Málið snýst s.s. ekki um að fjarlægja ræðuna, heldur að svara henni. Það er auðvelt fyrir þenkjandi fólk að svara því sem það er ósammála; með rökum. Það líka skilst í góðum skólum að slík aðferð (rök+heimildir) eru einn grundvöllurinn í faglegri umræðu.

Ef hópur fólks innan HR þætti ástæða til að ræða þetta efnislega, þ.e. á faglegum forsendum, ekki í gegnum eitthvað facebook-bla bla, þá er bara að læra að gagnrýna eitthvað á faglegum nótum og koma því á blað/vef.

Spurning hvort það gangi eftir. 


mbl.is Óánægð með ræðu á heimasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Ég hvet þig til að lesa grein á bls. 28 í Morgunblaðinu í dag. Þar er ræðu Katrínar svarað á faglegum nótum.

Kv.

Steinar Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll félagi.

Ágætt framtak hjá ykkur fjórmenningum að skrifa grein í moggann í dag. Öll umræða er til góðs. Ég er þeirrar skoðunar að mikið af þessum rökum séu túlkunaratriði, fara eftir því hvar þið standið í pólitík eða hvernig þið sjáið heiminn. Ykkur lögfræðinemum hættir til að sjá heiminn innan þess lagaramma sem þið meðtakið á skólabekk. En heimurinn er nú töluvert öðruvísi og orð Katrínar má vissulega túlka á ýmsa vegu. Ég myndi t.a.m. ekki áætla, að seta almennings inni á þingsölum eða stofnunum væru valdarán heldur eitthvað skref í mótmælum. Eiga sér margar fosendur. Líka er fólki oft heitt í hamsi og segir út fyrir rammann sem það ætlar sér, orð eru bara orð nema þau séu sett í ákveðið (annað?) samhengi, orð sögð undir eið eru ekki jafngild orðum í ritgerð eða á bloggi.

Gagnrýni laganema þarf að aðskilja það sem hún segir í thesis í skóla og það sem hún segir úti í bæ sem ræðuhaldari á skiljanlega örvæntingarfullum samkomum. Hún er þó samt ósköp venjulegur laganemi í hvoru tilvikinu fyrir sig, rétt eins og ef hún væri saumakona eða ræktaði býflugur, þá er hún bara það sem hún er. Og ef hún er laganemi, þá er langt því frá að hún viti allt um lögin, ekki satt?

Svo er líka spurning að hve miklu leyti grein í Mbl sé nóg, er ekki betra að fá að setja upp chat-vefsíðu í Lagadeild HR þar sem allir lögfræðimenntaðir geta einir skrifað og gestir lesið?  Þá getið þið fagmenn deilt um útskýringar ykkar lagatúlkana. Held það myndu allir læra mikið af því og ræða Katrínar þannig orðið uppspretta logandi umræðu öllum til gagns.

Vonandi svara einhverjir framsetningu atriðanna í greininni ykkar.

Kv. Ólafur

Ólafur Þórðarson, 27.11.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Nú setti ég smá komment á þessa könnunarvefsíðu hjá ykkur á facebook. Ég pósta sáralitlu á facebook!

En á innan við 30 mínútum fékk ég blokkeringu þar sem mér var meinað að pósta á facebook af því ég væri SPAMMER. Ég set 2 og 2 saman og geri ráð fyrir því að þú eða einn af þínum vinum hafi tilkynnt mig sem spammer þegar ég einfaldlega setti inn eina skoðun!

Ef þetta eru vinnubrögðin hjá ykkur, þá gef ég ekki mikið fyrir ykkur sem framtíðarlögfræðinga.  Best væri ef maður sendi rektor bréf þar sem ég rek þennan dónaskap í ykkur. 

Ef þið viljið ekki skoðanir annara, þá segir það allt sem segja þarf um ykkur sem nemendur: Hroki og yfirgangur. Þykist vita allt um lögfræði en eruð ekki einu sinni útskrifaðir. Ekki gæfulegt í umhverfi þar sem skynsamar umræður eiga að fara fram.

Og vonandi farið þið að læra og lesa bækurnar ykkar í staðinn fyrir að vera með þennan fíflagang sem er deildinni alls ekki til framdráttar.

Ólafur Þórðarson, 28.11.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband