Hugmynd: Alþingi leyfi mótmælendum að nota fánastöngina og svalirnar.

Bónusfáninn var gott framtak, áhrifamikið og snjallt uppátæki. Þó það bjargi varla Íslandi. En maður undrast að maður skuli handtekinn fyrir að hengja upp fána. Þó gefnar tæknilegar ástæður séu aðrar, er flestum ljóst samhengið hér á milli.

thordarson-2003-blaesurvestriz_722735.jpgEr ekki best að leyfa mótmælendum að hengja upp fána á stönginni eftir því sem þeir óska? Svo er hann tekinn niður í lok mótmælanna.

Mér þætti líka eðlkilegt að ræðuhaldarar fengju að nota svalirnar. Til þess eru þær, að leyfa mönnum að tala fyrir framan fólkið.

Nauðsynlegt er að sýna skynsemi og koma til móts við mótmælendur. Sem eru friðsamlegir og málefnalegir. 

Þá er sem sagt hægt að byrja Laugardaginn með því að draga einhvern fána að hún og setja mótmælin formlega af svölunum og hengja gjallarhorn utan á húsið og á svalirnar.

Svo er hægt að skipta um fána og setja nokkra upp eftir því sem líður á mótmælin.

Alþingishúsið er jú "forum" fyrir raddir fólksins, eða er einhver ósammála því?

 

(Að ofan, mynd mín Blæs úr vestri frá 2003, m.a. birt í Gegnumgangi í fyrra)

 


mbl.is Fráleitt ólögmæt handtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Eigum við þá ekki bara að leyfa þeim að nota allt húsið. Og úr því að við erum byrjaðir á þessu á annað borð, leyfum mótmælafundunum bara að fara fram í þingsalnum.

Ég get skilið mótmælendur sem að koma saman og tjá hug sinn. Mér finnst það hins vegar hvorki snjallt né sniðugt að brjóta lög til þess að koma skoðunum sínum á fram færi. Fólk þarf ekkert að kasta eggjum eða príla upp á þak Alþingishússins í leyfisleysi. Fólk nefnilega getur komið boðskap sínum á framfæri með friðsömum hætti. Þess vegna finnst mér að lögreglan eigi að bregðast við mótmælendum sem að geta ekki haldið sér á mottunni, bara eins og um hvert annað lögbrot sé að ræða

Jóhann Pétur Pétursson, 23.11.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já svona eins og landráðamennirnir og stjórnvöld sem eru trekk í trekk búnir að ljúga að almenningi? við hverju býst fólk eigilega? að við látum allt yfir okkur gangi og treystum á handónýta ráðamenn þessarar þjóðar?

Davíð S. Sigurðsson, 23.11.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mér líst illa á þessa hugmynd að leyfa "þeim" að nota allt húsið.

En svalirnar eru prýðisgóðar og til þess gerðar að nota þær og ekkert virkar betur á hitann í fólki en leyfa því að notast við þau tól sem eru fyrir hendi á Austurvelli. Austurvöllur er gerður til þess að mannfjöldi komi saman í sambandi við ástandið í þjóðfélaginu.

Get líka lofað því að ef svalirnar eru notaðar af ræðumönnum, þá verður húsið ekki útatað í eggjum.

Ólafur Þórðarson, 23.11.2008 kl. 16:24

4 Smámynd: Sigmar Ægir Björgvinsson

glæsileg mynd

Sigmar Ægir Björgvinsson, 23.11.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Ingibjörg SoS

Svo margir viti bornir sem tala af viti

Svo, - eitt lítiðvitiborið

Plúmp, - bara sí svona

Þá bara get ég stundum ekki setið á mér

Get ekki verið alvarleg eina sekúndu lengur

Einu sinni var Alþingishús. Það var ósköp dapurt frá Sunnudegi til Laugardags.......

SVONA NÚ, SAGAN ER RÉTT AÐ BYRJA - TAKIÐ ÞÁTT Í FRAMHALDINU

Ingibjörg SoS, 24.11.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband