No shit, Sherlock!

"Íslendingar þurfa að skipta um stefnu."

Já það er ekkert annað. Auðvitað þarf að skipta um stefnu. Það þarf að skipta út toppstykkinu sem hefur verið að bulla sl. áratug.

Svo er annað sem þarf að gera; hætta að hlusta á þessa útlensku málpípur auðhringa, sem þykjast vita hvað þeir eru að fara. Reynslan af Chicago-skólanum hefur verið vægast sagt hörmuleg fyrir ísland og fullt af fólki talið trú um að frjálshyggjudellan sé eðlileg mannlegu þjóðlífi. Sem hún er augljóslega ekki.

Við skulum vona að skilyrði frekari lána-klyfja séu ekki að selja virkjanirnar bröskurum eða frekari einkavæðing!

Aðalatriði næstu ára er að byggja upp félagslegar og atvinnustoðir og vinna að því að íslendingar vinni saman á sjálfs-gagnrýninn máta í staðinn fyrir að vinna hver gegn öðrum með trúarbragðadellum í nafni markaðshyggjudrauga. Þð þarf að gera skúrk í að leiða lýðræðislegri stefnur í fiskveiðimálum og losna við braskarana úr kvótakerfinu.  Það þarf nýtt óháð gagnrýnið dagblað sem er ekki hægri vinstri neitt, heldur bara gagnrýnið á allt opinbert og einkavæðingabrall og almenna þjónustu. Það þarf að koma fólki úr þessu fótboltaliðs-mentaliteti og flokkadrættingi, menn þurfa að gagnrýna heimskulegar stefnugreinar í dagblöðunum, t.d. þessar sem koma frá Garðari Hólmstein. 

Lykilorðið er Íslensk SJÁLFBÆRNI á öllum sviðum, að við borgum fyrir hlutina utanfrá fyrirfram, ekki eftirá. Besta stefnubreytingin væri að vera ekki að taka lán nema brýn þörf sé á og undantekningum vegna augljósra uppbygginga.

Er ekki best að bara fá ráð hjá almennilegri íslenskri ömmu frekar en einhverjum vafasömum köllum í oflaunuðum stöðum hjá vafasömum alþjóðlegum stofnunum

No shit, Sherlock Strauss-Khan! 

 


mbl.is IMF: Íslendingar verða að breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband