Af verkunum skuluð þér dæma þá!

Fráfarandi forseti Búskur II sannar enn að hann er stórkostlegt furðuverk, alveg hugsanlega frá annari plánetu en við hin. Hann segist iðra orða sem maður sér að hefur svoldið slæmt auglýsingagildi (fyrir hann). Ekki er  minnist á ósannindi hans með efna- pg gjöreyðingavopnin í Írak. Og þáttöku fjölmiðla í ódæðinu. Að hefja innrás byggða á lygum er mikilvægara mál en feiluð áróðursherferð eða klaufaskapur í orðavali. Nokkrar bækur strax frá 2003 (t.d. Vidal, Chomsky og Hedges) benda á að samskonar glæpur var það sem Nasistarnir voru hengdir fyrir: Stríði hrundið af stað með brotavilja. 

Nú liggja á fimmta þúsund innrásarmenn í valnum, tugir þúsunda Íraskra hermanna og hundruðir þúsunda almennra borgara. Og fréttamiðlar eru að velta sér upp úr misheppnuðum áróðri.

MBL-FOrs1

Það er til marks um hvað fréttamiðlar á vesturlöndum eru orðnir ónýtir að það telst frétt að Búskur II iðrist orða tengdum auglýsinga/kosningastíls-skrumi, en minnast lítið á þær þjáningar sem þessi mann-djöfull hefur skapað.  Kannski er það vegna þess að fréttamiðlar hafa einmitt meðvitað eða ekki verið að taka þátt í ódæðinu? Fréttir koma jú ekki frá Guði, heldur þeim sem flytja þær. Töluvert af þeim hefur víst verið kokkaður í kjallaraeldhúsinu á 1600 Pennsylvania Avenue. Og í  eldhúsum braskara á borð við Murdoch. Við innrásina í Írak hætti ég alveg að horfa á CNN og gafst endanlega upp á að nokkuð mark sé takandi á Bandarísku sjónvarpi. Enda er það auglýsingasjónvarp. En áróðurinn fer um heimsbyggðina og fann ég þessa skemmtilegu frétt úr einu af mínum uppáhaldsblöðum, Mogganum, þar sem áhrif Búsk lygaáróðurs hefur komist á forsíðuna og á innsta kopp á Íslandi.

En það er sannarlega til umhugsunar þegar mannorð eins manns virðist meira virði en mannslíf hundruðir þúsunda og aðstandenda. Milljónir flóttamanna hafa komið til vegna innrásarinnar og eyðileggingar á heilu landi. Það endurspeglar einn sjúkleika okkar tíðaranda, þegar upphafning á manns eigin persónu virðist fá forgang yfir allt annað í lífinu. Jafnvel limlest og deyjandi börn fá ekki forgang yfir umræðu á aulalegt orðaval forsetans, eða hvort hann hafi eða hafi ekki hengt upp einhverja fánaveifu á einhvern dall.

Nú er að sjá hvaða gloríur Obama gerir. Allir ráðamenn virðast vera eintaklega hæfir í að bulla, sérstaklega þessir sem eru mest auglýstir.


mbl.is Bush iðrast orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1964

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband