Hagnast á kransæðinni?

Fyrir einhverjum árum var ég að kenna í háskóla í Rhode Island og keyrði þangað tvisvar i viku. McDonalds og örfáir aðrir skyndibitastaðir einoka hraðbrautirnar í Bandaríkjunum (í nafni frjáls markaðar) og ekki kostur á neinu öðru en svona rusl mat. Á þessum tíma fann ég fyrir líkamlegri afturför og efast ekki um aðþað sé maturinn. Þetta var á árunum fyrir Supersize me og Fast Food Nation. Eftir reynslu mína hætti ég alveg að eta á stóra Mmm-inu. Tek með mér ávexti og hnetur ef farið er í svona ferðalög.

Að McDonalds sé að græða í kreppunni er í sjálfu sér í lagi, en það mun skila sér heilsufarslega fyrir þá sem þar eru að eta.  Rotvarnarefnin, íbætt-bragðefnin, litaerefnin, gæði kjöts, brauðs, sósa og reyndar alls matarins er alger vibbi. Þó það geti virst ágætt í undantekningum og sjálfsagt í lagi þrisvar á ári. Efast ekki um að þetta safnast varanlega fyrir í líkamanum.

Étið epli frekar en McDonalds rusl! Eplið er líka ódýrara.


mbl.is McDonald's hagnast í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband