Verjum RÚV frá nauðhyggju gróðafíkla.

Já mér fannst þessi undirskriftasöfnun frekar ágeng á vefsíðu Skjás1, satt að segja. Í stíl við ýmislegt af þessu efni þarna, idol-model-famous-lookatmyass eða hvað þetta allt heitir. Horfi þeir á sem vilja.

En að kenna RÚV um ófarir einkastöðva er svakalega leim, menn hafa alltaf verið að segja að einka- sé alltaf svo miklu betra. Ef það er betra, þá hlýtur það bara að standa sig betur! En er það að gera það? Mér sýnist ekki. Að vilja banna auglýsingar í RÚV er út í Hróa og ég held að stöðin færi á haus eða bæri sig alveg burtséð frá hvort RÚV gerir þetta eða hitt.

Rúv er að mínu mati lítið annað en með mikilvægi á við ríkisbókasafn. Ómetanlegar hljóðupptökur úr þjóðlífinu langt aftur í tímann, mannamál og tónlist. Rík blanda af efni yfir daginn. Útvarpið er í raun hljóðr(v)æn hliðargrein á bókaflokknum Öldinni okkar. Auglýsingar þar eru ekki í skrum-stíl athyglissjúklinga, heldur einfaldlega lesnar upp. Gufan er hljóðrænt stofudjásn á stórum hluta heimila landsins, sérstaklega úti á landi.

Einkavæðing RÚV myndi vera tóm mistök, þarf bara að líta til okkar ágætu BNA til að sjá að erfitt er að finna heilbrigt "eðlilegt" sjónvarp. Nær er að tala um auglýsingamengað rusl þar sem innihaldið er í besta falli grátt kítti á milli asnalegra og sálrænt truflandi auglýsingafleka.

Hvað þá útvarp, ef þú keyrir yfir þver Bandaríkin og skal ég gefa þér 500 kall (íslenskar) sem rekst á meira en 5 góðar útvarpsstöðvar á leiðinni! 99% af þessu er bara auglýsingaskrum, fyrirmynd Bylgjunnar. Ég er löngu búinn að gefast upp á þessu “einka-” drasli hér í Bandaríkjunum og engin spurning að stóri pólitíski feillinn í fjölmiðlum er að það vantar ríkisAÐHALD til að vega upp á móti þeim sem þurfa KISS og háværar auglýsingar til að tala um -og fylla upp í sínar andlegar eyður. Ekki eru þessar amerísku auglýsingastöðvar að standa sig þrátt fyrir að enginn ríkismiðill sé til staðar.

Það þarf að sýna RÚV innbyrðis aðhald og kannski best að byrja á að klippa út pólitíska embættismenn og flokksdrættinga. Ríkissjónvarpið er ekki alveg að sinna sínu hlutverki og má vel laga til muna með vandaðra þáttavali og góðu úrvali á bíómyndum. Barnaefnið líður fyrir fótboltabullur. “Dallas” og síðari tíma sápurusl hefði aldrei átt að komast í ríkissjónvarpið, bara mín skoðun sko og mætti slaka á hár-pjatti og meikuppi á þeim sem kynna fréttir og þætti. Ég vill líka sjá "ófullkomið fólk."


mbl.is 12 þúsund hafa skrifað undir áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Skorrdal. Áhugaverðir punktar hjá þér.

Það er nú svo að mín skoðun er aðeins öðruvísi. Ekki það sama, auglýsing og auglýsing. Tökum sem dæmi auglýsingu frá einkabanka þar sem falleg manneskja með straujað hár, hvíttar tennur og gasalega fullkominn rass beinir frasakenndri áskorun til áhorfanda um að kaupa verðbréf eða vera lúser með tilheyrandi sálfræðitrixum í formi hljóða og myndvinkla og leikræns hávaða.  Eða þá upplesinni auglýsingu frá listasafni þar sem tilkynnt er um frumsýningu kvikmyndar eða ferðir sem hægt er að fara í með ferðafélaginu, eða auglýsing frá skólum um símenntunarnámskeið o.þ.h. Já eða bara almennar vörur sem gagnast neytendum.

Það er sem sagt til eitthvað sem heitir smekkur í auglýsingum og auglýsingar eru sannarlega innsýn í þann kúltúr sem er í gangi hverju sinni. Þetta er staðreynd hvort sem þú fílar Kafka, Sartre eða ABBA. Kúltúrinn í dag er gegnumsýrður af innflutningi, töluvert af því bara rusl, innbyrtur án hugsunar. En svo eru auglýsingar sem eru bara nauðsynlegar samfélaginu hvað sem okkur finnst um allar hinar, þessar fyrirferðarmiklu ábúðamiklu auglýsingarnar. Hávaðann.

Ég held nefnilega að RÚV eigi ekki að "keppast" eitt eða neitt, heldur bara vera með gott efni, og setja fólk í samband við vítt horn menningar og raunveruleikans. Leyfum þeim að keppast sem hafa áhuga á að keppast, "metnaður" er flóknara fyrirbæri en það að vera fyrstur í mark. Smekklega uppsettar auglýsingar eru eðlilegur hlutur og trufla ekki efnið. 

Ólafur Þórðarson, 9.11.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það fer nú líka eftir því hvort þú sérð hlutverk fjölmiðla sem upplýsingamiðla fyrst og fremst eða búktalara fyrir business. Ég sé hlutverk fjölmiðla það að þjóna hlustendum/áhorfendum/lesendum fyrst og fremst með sem samfélagslega og þjóðfélagslega uppbyggilegasta efni. Mjög teygjanlegt allt saman.

Í Ameríku eru auglýsingar kallaðar commercial stations. Og það ekki að ástæðulausu. Þær snúast um hagnað fjárs fyrst og fremst. Þessir fjölmiðlar snúast um "fjárfestana." Þær snúast ekki áhorfendurna nema að því marki að áhorfandinn er einhver tala sem auglýsendur miða við sem áhorfendahóp. Áhorfandi er blekktur til að horfa á meira með brellum eins og "þú veist svarið eftir örfáar sekúndur" og svo kemur 3 mínútna auglýsingabatterí með tómri þvælu. Svarið góða reynist svo tóm þvæla líka. Ég er síðasti maðurinn til að verja svona, þeir sem standa fyrir því að reka "auglýsingastöðvar" eiga að verja sig sjálfir. Áhorfandinn er nefnilega heilaþveginn í að halda að hann sé fyrst og fremst bara neytandi vara, þetta kerfi rekur stoðir undir ofneyslu í öllu formi og er alls ekki til neinnar fyrirmyndar. Gerir fólk heimskt og ýtir undir þunglyndi og afvegaleiðir fólk andlega. Það geturðu heimfært upp á FOX en ekki RÚV, svo samanburðurinn myndi leiða í ljós gerólíka hluti.

Gallinn er auðvitað í hvort fjölmiðlarnir eru í þessu sem annað-hvort-eða. Eða hæfileg blanda af hlutunum.  Menn eru að halda fram að auglýsingatekjur til RÚV skerði samkeppnishæfni einkastöðvana. En ég held því fram að ef einkastöðvarnar eru þetta góðar (eins og þeir sjálfir halda fram), þá munu auglýsendur alveg endilega auglýsa þar af því stöðin er svo frábær og dregur að áhorfendahóp. Þetta eru markaðsfræði 101. Ef markaður eru fræði. M.ö.o. þá er RÚV ekkert endilega að skemma eitt eða neitt, það er bara ekki alltaf grundvöllur fyrir auglýsingastöðvum vegna fámennis eða annara þátta, kannski vill fólk eins og ég ekki vera að horfa á svona mikið af auglýsingum. Eða vill ekki að það sé að horfa á prógrömm síbrotnum upp af einhverri þreytu um sápulög, skallameðul eða fótanuddtæki.

Spurningin er nefnilega hvort einkastöðin færi ekki bara á hausinn hvort eð er og þetta ríkisrekna að venju bara gert að blóraböggli í nafni einkavæðingar og markaðsfrelsis, þegar við eigum í raun að ræða HITT frelsið sem hefur ekkert með markað-eitt-eða-neitt að gera.

Ólafur Þórðarson, 10.11.2008 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband