...og ef ekkert lán er svo tekið?

Ekki sögðu Íslendingar það "erfitt að styðja Bretana" í innrás þeirra í Írak, þar sem yfir milljón manns hafa látið lífið vegna rangra ákvarðanatöku. Sko ekki í fyrsta skipti í sögunni sem Bretar bera ábyrgð á dauða milljóna!Þeir eru ekki beint rökréttir í sínum ákvörðunum heldur, allavega drápu íslenskir braskarar engann Breta svo vitað sé.

Eigum við að hlusta á svona lið sem reyndi hvað það gat til að arðræna okkur í gegnum þorskastríðin? Kannski getum við sett okkar úrvals bankalið í sérstakri skútu sem send er til Bretlands >>ONE WAY<< og þeir geta tekið við kjarna vandamálsins með ICE Save reikningana? Vessgú!

Svo taka upp ítarlegra stjórnmálasamband við þjóðir sem eiga það skilið, eins og Venezuela, Kúbu, Rússland, Asíulöndin, Mexíkó, Kanada... Fullt af þjóðum sem gætu reynst betri vinir.

Ekkert smá "leiðrétting" sem blasir við í þjóðfélaginu.

Manni er spurn hvað skeður ef ekkert lán er tekið. Eða ef lán er tekið:

- Ef ekkert lán er tekið verður að koma til að einungis vinna sig upp úr þessu. Fiskirí er undirstaðan og þá verður að fjarlægja alla þessa millimenn sem eru að mergsjúga kerfið. Almenningi verður að bjarga fyrir horn með reglugerðar- og lagabreytingum, afnema verðtryggingu lána og tryggja matarforða að stóru leyti með lækkuðu fiskverði innanlands, aukna grænmetis- og kjötframleiðslu o.s.frv. Einn lykillinn er að fá gjaldeyri inn í landið og eyða sem minnstum. Það þarf meiriháttar leiðréttingu í debit/kredit dálkum landsins!

- Ef lán eru tekin, þá er hægt að dempa "leiðréttinguna" til skamms tíma litið, en til langs tíma litið munu erlend öfl fá að krukka í innanlandsmálum í gegnum skilyrði lánanna. Erlendir auðjöfrar sem nota sér IMF munu sækja eftir auðlindum hér; fiski, ódýrri raforku, olíuleit og að nýta sér hnattræna stöðu landsins. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram á sl. árum, þá er lítið til sem heitir "Íslenskt hugvit" enda mest af því lært að utan og innflutt. Erlendir peningamenn líta á að virkjun sé fýsilegur eignakostur fyrir þá. Leyfin til fiskirís, möguleg olía á landgrunni o.s.frv. Eignir landsmanna eru spil eða peð í augum mega-braskara. Leysa lánin eitthvað til lengri tíma litið?

Já hvað ef ekkert lán er tekið?  Einhver?


mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband