WORLD economy in biggest financial crisis since the 1930s.

"The world economy is entering a major downturn in the biggest financial crisis since the 1930s, said the International Monetary Fund (IMF). In a hard-hitting report, the IMF warned the global economy was facing its most dangerous crisis for 70 years. World economic growth will slow substantially this year, and only pick up modestly later in 2009, it said." BBC frétt

Svo þessi mál eru öll í stærra samhengi.

Ég vann fyrir mörgum árum á gríðarstórri arkitektastofu í New York. Kona sem sá um helstu fjármálahliðar fyrirtækisins var persónulega á kafi í verðbréfunum og öll á iði yfir hækkunum og lækkunum. En þegar ég fór að tala betur við hana kom í ljós að hún notaði bara AUKApeninga í verðbréfin. Hún leit á þau eins og spilavíti, hennar orð, maður tapar stundum og vinnur stundum. Henni datt ekki í hug að setja meginfé sitt í verðbréfin eða taka neina áhættu, sagði slíkt fólk ekki vita hvað það væri að gera."It´s like Las Vegas, only certain types gamble all they have on stocks. If you´re sensible you use your spare change." En henni fannst þetta óskaplega spennandi.

Mér koma alltaf orð þessarar konu til hugar þegar ég heyri að menn tapi gildi verðbréfa sinna. Það er jú áhætta í þessu, ekki gulltrygging. Það er áfall að missa peningana sína, fer nú líka svolítið eftir því hvar þú hefur verið að setja þá sl. árin. Það getur þrátt fyrir allt verið betra að fá bara 5% vexti á sparireikning.


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála !

Ég á enga vorkunn handa þeim sem tapa fjármagni á hlutabréfum.

Þetta er lottomiði og engin trygging um vinning.

Þetta er ekki fjárfesting, frekar fjárbinding með möguleika á einhverrri ávöxtun !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Heyrði um frægan mann sem tók milljóna lán til að kaupa verðbréf. Þau eru auðvitað öll verðlaus í dag, en lánið stendur. Veit ekki hvort hún sé sönn, að hann hafi tekið lán, en það er augljóst að bankarnir hafa verið að leggja allt undir og meira.

Villi Asgeirsson, 8.10.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég held að ástæða sé að hafa áhyggjur af þeim sem voru að festa í verðbréfum. En þeir hafa forgang sem eru að sjá húsnæpislán margfaldast í höfuðstól, afborganir af þeim að hækka mikið. Einnig hafa þeir forgang sem hafa geymt fé sitt á bankabókum og eðlilegum reikningum. Það á ekki að vera áhætta að leggja fé in á sparireikning, en verðbréfakaup hafa þessa áhættu. Við skulum eki gera lítið úr þeim sem hafa tapað stórum fúlgum, hvort sem þeir gerðu stórar villur eða bara áttu svona fjárfestingu í fyrirtækjum.

En ég hefði haldið að deCode dellan fyrir um áratug hefði kennt mönnum lexíu með verðbréfin. Svo virðist ekki vera.

Ólafur Þórðarson, 8.10.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband