Rifist við styttu?

Bílstjórar fara með líkistur til ráðherra til að mótmæla háu eldsneytisverði.

Það var þó þannig að um daginn var erlendur súperbraskari að segja okkur að margfaldað olíuverð væri fyrst og fremst vegna braskara. Einhvern veginn finnst mér þá undarlegt að beina spjótum að hinu opinbera á Íslandi, þegar sökin á háu eldsneytisverði liggur í óheiðarlegum viðskiptaaðferðum. Af hverju eru líkkisturnar og rauðu rósirnar ekki sendar til forstjóra olíufyrirtækjanna? Eða þeirra sem eru að persónulega að hagnast á þessu háu olíuverði.

Jafnvel ef skattarnir yrðu lækkaðir eru allar líkur á að verðið yrði komið í það sama innan við ákveðinn tíma, ef fram fer sem horfir. Olían er að hækka og hækka "vegna hræðslu" (áróðurs) sem eru stikkorð fyrir það að erlendir braskarar komast upp með hækkunina. Það er stór spurning með peak-oil og ákveðinn hópur heldur fram að hækkunin sé varanleg. Ef peak-oil er staðreynd, er þá ekki skynsamlegra að leita strax annara leiða í flutningsmálum? Kaup á dýrari og dýrari olíu er einfaldlega meiri og meiri peningur að fara úr landi.

Svo er annar vinkill, að flutningabílar eiga endilega að keyra hægar á vegunum vegna slysahættu. Er ekki hægt að fá þá til að aka á 60km/klst? Þar fyrir utan sparast svo mikið eldsneyti þannig.

Kveðja.  


mbl.is Ríkisstjórnin „jörðuð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband