100% hús-eigendunum að kenna, þetta með mannlausu ógeðs-húsin.

Las í Fréttablaðinu 10/5 um daginn að "HÚSIÐ [hafi verið] TIL MIKILLA VANDRÆÐA."

Ekki fer heilvita maður að segja að "Hamarinn hafi verið til mikilla vandræða" er það nokkuð? Er það ekki frekar smiðnum að kenna? Hamar er bara verkfæri og brúklegur til þess gagns sem menn hafa hugvit til að nýta. Ef handfangið er laust, þá kann góður smiður að festa það aftur á.

Í flestum tilvikum er það illur ræðari sem kennir um árinni. 

Hvað með skáp "með fullt af kakkalökkum" er það skápnum sem slíkum að kenna? Það er einfaldlega sóðaskap skápseiganda um að kenna. Og það er þannig sóðaskapur sem fylgir húseigendunum. Það á að opna þessi hús og leigja út eða selja. Húseigendur eru greinilega óhæfir til að sýna samfélagslega ábyrgð því þeir eyðileggja borgargöturnar og leggja þær í rust með sínum "slæmu eplum."

Þetta stagl og rugl um að "Húsið sé til vandræða" er furðulegt froðusnakk, enda er hús bara hús. Það er algerlega á ábyrgð eiganda hvernig til tekst með húsið. Og fólks að benda á það sem miður fer. 

Ekki er svo sem að undra að húseigendur geri betur en til hefur tekist, enda ætla þeir sér í sínum andlegu vanefnum að tortíma þessum gömlu húsum, sem eru eldri en þeir sjálfir. Þau eru óbætanleg þegar búið er að rífa þau. Það er kannski lítið öðruvísi en bókabrenna, enda felst í flestum þessum húsum saga Íslands, sem tilheyrir miðbænum og byggingarsögu landsins frekar en þetta oft ljóta drasl sem verið hefur sett upp við Laugaveginn. Hvað þá þessi stórkarlalegi hryllingur í Skuggahverfinu sem er algerlega út úr kú við borgarskipulagið og hefur þverbrotið grundvallarreglur þess sem við köllum gott borgarskipulag. 

Nei það eru eigendurnir sem eru húsa-níðingar. Ef húsið er í niðurníðslu. Svo er þessu slegið upp sem áróðri fyrir því að rífa húsin! Maður á ekki orð yfir hvað er að ske í jafn vel-upplýstu þjóðfélagi. Gömul hús eu gersemar. Þarf lítið annað en dusta rykið af þeim. Ef eigendur eru ekki færir um að eiga þau þá á að skikka þá til að SELJA svo hægt sé að koma húsunum í gagnið. Það má ekkert vera að bíða með þetta.

Lifið heil. 


mbl.is Enn hústaka í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Víða hér í Ameríku eru húseigendur beittir mjög háum dagsektum ef hús þeirra standast ekki "city ordinance" varðandi útlit og hreinlæti.  Hér í St. Cloud eru t.d. að ég held reglur um það að þú verðir að mála húsið þitt á a.m.k. 5 ára fresti, svona til að forða hverfinu frá the broken window syndrome.

Það ætti að koma á ströngum kvöðum á húseigendur í miðbæ Reykjavíkur með nógu sterkum viðurlögum gegn brotum sem þessum svo þessir verktaka-andskotar sem kaupa allt til að rífa það og byggja nýtt hætti að komast upp með þennan leik.

Róbert Björnsson, 17.5.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hljómalind var lifandi staður, flott innput í götulíf Laugavegar. Auðvitað best að loka því og setja krossvið fyrir glugana. Voða skynsamlegt. Geta menn ekki byggt á þessum lóðum og leyft starfseminni að halda sér að stóru leyti? Það er hægt aðbyggja við, ofaná, undir, við hliðina... Gallinn er að sumir vilja byggja sem stærst til að fá mega-gróða úr smá reitum.

Broken window syndrome er einmitt einföld lýsing á vandamáli miðbæjarins. Sumt bara síjast hægt inn.

Og Ólafur nafni, þú ert kannski kominn á sporið með þetta forræðismál. "Never bite the and that feeds you." Skoðum svo hverjir tala hæst um "lóðaverðið í Vatnsmýrinni."

Ólafur Þórðarson, 19.5.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband