21.3.2008 | 14:21
Auð hús við Laugaveginn skemma miðbæinn.
Nú virðast einhverjir fjárfestar hafa keypt upp helling af húsum sem standa nú auð á svæðinu við Hverfisgötu og Laugaveg. Það er auðvitað ömurlegt að horfa upp á að hús sem hafa verið í gagni síðustu öld, með búðum, þjónustu og íbúum sé leyft að standa auðum og grotna niður, drepa niður þær götur sem þau standa við. Við vitum vel hvaða leikur er hér í gangi, hann þekkist um heim allann: Eigandi vill rífa og byggja nýtt eða selja á uppsprengdu verði, jafnvel eftir að sitja með lokað hús á lóðinni í áratugaraðir.
Svo er manni sagt að þetta séu "kofaræksni í niðurníðslu." Menn kenna um húsunum, þau séu ljót, fúin, draga að rottur eða verða að klósettum og hvorki til augnayndis né gagns fyrir borgina. Lýsingin er að hluta til rétt, en sannarlega er það ekki húsunum sjálfum að kenna ef þeim er ekki sinnt, það er auðvitað eigendum að kenna. Einstaka hafa hreinlega ekki efni á að laga húsið og þurfa styrk. Aðrir kunna ekki að fara með hlutina. Eiga þá af ástæðum sem ekki er til agns fyrir aðra. Hús hafa eingöngu þá sál sem eigandi og notendur og nágrannar gefa þeim. Samt er eins og sumir einblíni á húsið sjálft og reyni að kenna því um hvernig komið er. Þetta er vandamál með eigendurna.
Hér í New York hefur þetta verið stórvandamál líka, hús standa auð í áraraðir eða áratugum saman. Lóðirnar hækka í verði og eru ekkert nema "fjárfestingar" misvitra manna sem hafa engann áhuga eða skilning á því flókna mannlega umhverfi sem húsin eru hluti af. Hvað þá um þá sögu sem leynist í gömlum húsum. Heilu hverfin hafa verið gereyðilögð með svona braski. Veit til dæmis einhver hvar Armenahverfið var á Manhattan? Þessir einstaklingar/fjárfestar sem leyfa húsum að grotna niður eru sem sagt ábyrgir fyrir auknum rottugangi, niðurníðslu götu og hverfisins í heild, minnkaðri verslun við götuna og eyðileggingu á sögulegri menningu þjóðarinnar. Hús í niðurníðslu er eins og skemmt epli í eplakassa, smitar út frá sér. Svo til að kóróna allt, þá fá þessir einstaklingar, eða þeir sem kaupa af þeim, að rífa hverfið "af því það er í niðurníðslu" og byggja upp eitthvað sem aldrei virðist hafa þá sál sem gömlu húsin höfðu, er kaldranalegt og fráhrindandi. Eins og nýja skuggahverfið ljóta eða stjörnubíóreitshúsið.
Strategían hjá Napóleon var "Divide and Conquer." Eitthvað svipað er kannski í gangi hjá þessum eigendum og það eru langtíma takmörk fjárfesta sem eru vandamálið. Strategían passar ekki við borgina, hvað þá lýðræðið. Takmörk fjárfesta þurfa að laga sig að því sem fyrir er.
Mér finnst tími til kominn að Reykjavíkurborg setji einhver lög um þetta, að ef hús er tómt og í niðurníðslu í ákveðinn tíma beri að sekta eigendur ríflega fyrir að vera ábyrgir fyrir lýti og skemmd á miðbænum. Menn eru að fárast yfir veggjakroti en auð hús sem eru að grotna niður eru mörgþúsundfalt verra mál, reyndar það alversta sem miðbær getur fengið. Autt niðurgrotnandi hús er eins og sýking í miðborginni þar sem líkami er að missa útlimi eða innyfli að eyðileggjast. Menn fá sektir fyrir að kasta af sér vatni, fyrir veggjakrot, fyrir að aka of hratt eða leggja bíl þar sem hann á ekki heima... en að einhver leyfir húsi að grotna niður með neikvæðum áhrifum á umhverfið er ekki sektað?? Þetta meikar ekki sens. Þeir sem leyfa húsum að grotna svona niður eru ekki þessum húsum hæfir og eru ófærir um að valda þeim forréttindum sem það eru að eiga hús í miðbænum. Þeir eru eins og menn sem pissa í drykkjarvatnið eða brjóta rúður. Það á að sekta svona, stigvaxandi, og á endanum með dagsektum sem hækka upp úr öllu valdi. Skikka þá til að selja húsin sem þeir eru ekki færir um að viðhalda og óhæfir til að eiga, enda er það borgin í heild sinni sem líður fyrir aumingjaskap fámenns hóps. Það er enginn skortur á fólki sem vill kaupa gömul hús í miðbænum á sanngjörnu verði. Þeir eigendur sem ekki hafa efni á að gera upp hús sín og búa þó í þeim þurfa að geta fengið styrki eða lán til viðgerða.
Rotin epli þarf að fjarlægja úr eplakassanum og rotnu eplin eru ekki sjálf húsin. Krabbamein þarf að fjarlægja með lyfjagjöf og uppskurði og krabbameinið eru ekki húsin sjálf. Gömu húsin eru þau sem móta miðbæjarumhverfið hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þetta nýja sem kemur í staðinn er nefnilega ekki endilega framför. Sérstaklega þegar það er byggt á sameinuðum lóðum og of stórt í fíngert umhverfið.
Og segið mér, hverjir eiga svo eiginlega öll þessi hús sem verið er að leyfa að grotna niður og eru um miðbæinn þverann og endilangann?
Að lokum vil ég benda á þessa vefsíðu með húsum við Laugaveginn, sem má rífa.
Kveðjur heim, úr stórborginni.
Meginflokkur: Skipulagsmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt 22.3.2008 kl. 20:57 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- arh
- robertb
- nimbus
- hehau
- soley
- gmaria
- tulugaq
- andreaolafs
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- skodunmin
- varmarsamtokin
- joiragnars
- lextalionis
- gbo
- malacai
- floyde
- skarfur
- reykur
- fsfi
- gudmunduroli
- hallgrimurg
- veravakandi
- drum
- hlekkur
- haddih
- prakkarinn
- kreppukallinn
- krilli
- liljabolla
- magnusthor
- manisvans
- sgj
- huldumenn
- svarthamar
- palmig
- pjetur
- pjeturstefans
- ransu
- raudurvettvangur
- robertthorh
- runarsv
- lovelikeblood
- sivvaeysteinsa
- fia
- stefans
- stjornuskodun
- midborg
- sveinnolafsson
- torfusamtokin
- vest1
- steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world
Athugasemdir
Mér var bent á þessa grein, takk fyrir, hér er komið kjarna skipulagsvandamáls miðbæjarins. Miðbærinn er í heljargreipum braskara sem farið er ótrúlega mildum höndum um - og svo hins vegar hafa borgaryfirvöld verið slöpp og stefnulaus - R-listinn bilaði alvarlega í þessum efnum og enn virðist allt vera í einhverjum ógöngum. Maður spyr sig: hvernig gat Skuggahverfisóskapnaðurinn orðið að veruleika? Og megum við búast við öðrum eins óskapnaði á Laugavegi og Hverfisgötu af því að borgaryfirvöld brestur kjark eða úrræði til að standa gegn ódönnuðum bröskurum?
Húsfriðun ekki vinsæl? Þegar horft er á gamalt hús í niðurníðslu þykir flestum nærtækara að rífa það en gera upp - en eru ánægðir þegar búið er að gera húsið upp. Þess vegna flýta lóða- og húsabraskararnir fyrir niðurníðslunni. Og stjórnmálamennirnir þurfa að bregðast við því.
Einar Ólafsson, 22.3.2008 kl. 14:16
Takk fyrir innlitið, Guðjón og Einar.
Skuggahverfisóskapnaðurinn, eins og þú réttilega kallar hann, Einar, er að fikra sig upp holtið. Þetta má líka kalla Slow-motion innrás. Mín rýni í þetta er að kjarni vandamálsins er að leyft er að sameina lóðir. Það eitt er ávísun á eyðileggingu miðbæjarins, og þannig sé ég þetta mál í einfaldaðri mynd. Ef bannað væri að sameina lóðir, þá væri aðal vandamálið leyst. Helst þarf að brjóta upp lóðir sem eru yfir ákveðinni stærð.
Svo eru fleiri greinar sem ég hef skrifað um þesi mál ef þið hafið áhuga og smellið á "skipulagsmál" í færsluflokkum hér til vinstri.
B.Kv.
Ólafur Þórðarson, 22.3.2008 kl. 15:24
Takk fyrir þennan pistil - ég gæti varla verið meira sammála. Mér finnst að R-listinn skuldi okkur útskýringu á þeirri hryggðarmynd sem samþykkt var á þeirra langa stjórnartíma. Núverandi meirihluti (D+F) hefur vissulega ákveðnar hugmyndir um að varðveita svokallaða 19. aldar götumynd Laugavegsins en sú leið að kaupa upp 2 gömul hús og brunarústir á uppsprengdu verði er vægast sagt umdeilanleg. Þá væri nær að fara þá leið sem þú sjálfur leggur til og skylda eigendur húsanna til að sjá sómasamlega um eigur sínar. Miðbærinn hefur aldrei verið verr útlítandi en nú, þrátt fyrir að peningarnir hafi nánast vaxið á trjánum.
Sigurður Hrellir, 22.3.2008 kl. 16:50
Laugavegurinn er gatan mín. Þar ólst ég upp (reyndar á Skúlagötunni) og þar var miðpunturinn. Að vísu er ég fæddur um miðja síðustu öld. Góðir vinir mínir bjuggu við Laugaveginn. Hvað um það er hægt að þroskast og alast upp í Kringlunni.
Að öðru leiti er ég sammála félaga Einari.
Rúnar Sveinbjörnsson, 22.3.2008 kl. 19:03
Þetta er mjög athyglisverð atriði sem þú bendir á.
Það er ömulegt að fjárbraskarar geti leikið sér að örlögum Laugavegar alveg skeytingalausir um framtíð hans. Enn eitt dæmið um græðgisvæðinguna. Það hlýtur að vera í valdi borgarstjórnar að gera eitthvað í þessum málum. Þetta er vítahringur sem verður að brjóta.
Spurning hvað við fólkið getum gert, gerast hústökufólk til að halda húsunum lifandi? Það gæti hreyft við einhverju.
Það er þó eitt sem við getum gert til að auka veg og vanda Laugavegarins, að nota hann--USE IT OR LOOSE iT!!
Sjáumst á Laugaveginum
samson B. Harðarson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:00
Þetta er ótrúleg grein hjá þér, þú ert að vaða yfir fínustu auðmenn Íslands á skítugum skónum, menn sem vilja hreinsa til í borginni og byggja stórt í hjarta Reykjavíkur. Þetta eru mennirnir sem arkitektar slást um að vinna fyrir, þeir eru ráðgjafar hjá þessum mönnum, allar fínustu teiknistofur taka þátt í samkeppnum sem þessir ofur ríku menn standa fyrir. Það mundi ekki kvarlla að nokkrum arkitekt á Íslandi að skrifa svona, hér gera menn það sem þeim er sagt og seiga það sem þeir eru beðnir um.
Nýjasta samkeppnin:
Sturla Snorrason, 24.3.2008 kl. 11:53
Takk fyrir frábæra grein veffari - Akureyringar eru í svolítið svipuðum sporum þó einu og einu húsi sé bjargað. Hinsvegar ganga bæjaryfirvöld á Akureyrir fyrir gasi frá byggingverktökum og þó aðallega einum sem hefur þá stefnu að drita niður blokkum hvar sem því verður við komið, skítt veri með umhverfi, íbúa og skipulag. Um þetta má lesa á heimasíðu nýstofnaðra samtaka á Akureyri www.olllifsinsgaedi.blog.is
Pálmi Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 13:10
Takk fyrir þessa grein. Þetta er hárrétt hjá þér og ég tek undir hvert orð. Ég bý sjálfur í gömlu húsi við Vatnsstíg og horfi uppá Skuggahörmungina á hverjum degi. Það er ekki heil brú í neinu af því sem að þessir menn eru að gera. Þeir blanda saman "high class" blokkum og stúdenta íbúðum.??
Ég hef heyrt um að þessari sektaraðferð er beitt einhvers staðar úti á landi og þetta hljómar sem það eina rétta.
Það kom hér erlendur ferðamaður um daginn, hann spurði mig hvort að hér ætti sér einhvers konar uppbygging eftir stríð. Ég er ekki hissa á að fólk haldi það...Þetta er lítur út eins og eftir árás
Sindri Páll Kjartansson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 15:37
Ég tek heilshugar undir pistilinn hér að ofan og það er kominn tími til að eftirfarandi áskorun verði að veruleika: "Mér finnst tími til kominn að Reykjavíkurborg setji einhver lög um þetta, að ef hús er tómt og í niðurníðslu í ákveðinn tíma beri að sekta eigendur ríflega fyrir að vera ábyrgir fyrir lýti og skemmd á miðbænum".
Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:03
Mér finnst þetta vera algerlega augljós sönnun gegn því sem sjálfstæðismenn og kapitalistarnir halda alltaf fram "að það sé alltaf farið mun betur með hluti í einkaeign heldur en almenningseign". Það er auðvitað algert bull hjá þeim, nóg er um dæmin til að afsanna þessa kenningu þeirra. Eins má halda því fram á móti að með almenningseigur sé eins vel farið og ríkið og sveitarfélög ákveða, svo þá er það stjórnvöldum að kenna ef svo er ekki.
En þetta sem þú segir hér: "Mér finnst tími til kominn að Reykjavíkurborg setji einhver lög um þetta, að ef hús er tómt og í niðurníðslu í ákveðinn tíma beri að sekta eigendur ríflega fyrir að vera ábyrgir fyrir lýti og skemmd á miðbænum." er svo sannarlega eitthvað sem þarf að skoða. Ég hef einmitt oft velt því fyrir mér hvort ekki séu til nein lög um fasteignir og að um þær þurfi að hirða... ég sá einmitt eitt svona dæmi um gamalt hótel hér í Ljubljana sem er í niðurníðslu og búið að vera í marga áratugi. Það má vel sjá að húsið sjálft hefur verið ofboðslega flott og fallegt á sínum tíma. Ég spurðist fyrir um það vegna þess að húsið stendur inn í almenningsgarði eða við jaðar hans og er mikið lýti á honum. þá var mér sagt af safnverði í garðinum að einhver hefði keypt hótelið fyrir löngu síðan og látið það grotna niður ... en alltaf í von um að fasteignaverð hækkaði og ætlaði bara að græða á þessu. Hann mun sennilega græða lítið því húsið er núna algerlega ónýtt. En þarna á þessum stað fyndist mér algerlega réttlætanlegt að borgaryfirvöld gerðu húsið einfaldlega að almenningseign og notuðu það í þágu almennings, eða gerðu það upp á sinn kostnað og kæmu því í gagnið.
Andrea J. Ólafsdóttir, 27.3.2008 kl. 07:26
Þakka þér þessa grein.
Því má bæta við að eigendur húsanna bera enga virðingu fyrir þeim og þvi er ekki við því að búast en að veggjakrotararnir beri frekari virðingu fyrir þeim.
Þetta er ekki sagt hér til að réttlæta veggjakrotarana. Þeir eru sóðar sem ætti að setja bak við lás og slá. En eigendur húsanna eru enn meiri sóðar sem þyrfti að setja um lög þannig að þeir gætu ekki hagað sér svona.
Annað sem ég vil nefna er að ég þekki til þess að fjáraflamenn hafi keypt íbúð í húsi og leigt óreglufólki í þeim tilgangi að lækka verð þeirra íbúða sem eftir eru og kaupa svo seinna á niðursettu verði.
Nei það á að friða alla byggð innan Hringbrautar.
Hilmar Þór Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 11:26
Takk fyrir innlitið.
Andrea, við erum sennilega sammála um að þessi frasi með "alltaf betra í einkarekstri" sem kominn er frá Amerískum bröskurum, er lítið annað en auglýsingafrasi notaður til að komast yfir ríkiseignir. Það er svo furðulegt að ef ríkið stendur í einhverju sem tekjur eru af, þá á umsvifalaust að einkavæða það. Svo er bent á ríkið og sagt að það sé ófært að koma neinu til leiðar. Þó það hafi gert vegina og hafnirnar á Íslandi og virkjanirnar og flugvellina og allt hitt. Sem er grundvöllurinn að velferðarþjóðfélaginu. Í Ameríku var það ríkið sem kom mönnum til tungslins og byggði vegakerfið og allt hitt.
Svo er líka áhugaverð spurning hvað við köllum einkarekstur. Er það einn maður með góða hugmynd og rekstur sinn af henni? Eða eru það fjárfestaklíkur sem haga sér eins og úlfahjörð? Ég myndi halda að það sé ekki nein svart-hvít regla með þessa hluti, húsum er best borgið í höndum þeira sem sýna umönnun.
Lagagerðir þarf að snitta til og væri flott ef torfusamtökin eru með lögfræðing sem getur sett slíku ferli af stað.
Annars er ég alveg hlynntur því að byggja! Það er bara ekki sama hvað byggt er, og enn og einu sinni: Sameining lóða er stærsta skemmdin á miðbænum.
Ólafur Þórðarson, 27.3.2008 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.