Rannsókn á INTRUM á Íslandi. Annað væri óábyrgt.

Ef Norska fjármálaeftirlitið hefur rift starfsleyfi Intrum í Noregi, þá er það klárlega ábending á að full ástæða sé til að hefja rannsókn á starfsemi Intrum á Íslandi. Að það sé afar líklegt að hið sama sé upp á teningnum á Íslandi, -sem myndi staðfestast með viðeigandi rannsókn.

John D RockefellerÉg bý nú ekki á landinu, en hef heyrt fullt af sögum af innheimtum og vöxtum út úr kú við alla sanngirni. Hef einu sinni fengið bréf frá þeim út af einhverri smáupphæð. Ég svaraði þeim um hæl og bað um frekari upplýsingar og nákvæmari upphæð. Þeir svöruðu mér ekkert og ég þekki svona vinnubrögð héðan úr USA, draga á langinn til að láta dagvexti hækka. Svo ég sendi þeim skammarbréf sem þeir svöruðu ekki einu sinni. Hæðnin var að titillinn á bréfinu hjá þeim var "ekki gera ekkert" já þetta er svoldið asnalegt. 

Einu sinni, fyrir um 15 árum síðan, komst ég í skuld vegna fjárhagskreppu, þegar ég var skuldugri en ég réð við vegna skilnaðar, atvinnuleysi í mínu fagi ofl. hér í Ameríku. Það lærðist mikið á þeim árum. Eitt sem ég lærði er að maður er fljótur að fara í mínus. Þarf alls ekki mikið út af að bera.

Annað sem ég lærði og komst á sterka skoðun með er að svona "collection agencies" eru upp til hópa aðilar sem ýtir fólki í fjárhagsneyð ennþá lengra niður. Bera oft litla sem enga virðingu fyrir fólki í fjárhagskröggum og  er afar forsdómafullt gagnvart því. Ég hef heyrt íslenskann rukkara segja mér persónulega að "mest af þessum skuldurum eru helvítis aumingjar." Svo tók ég mikið eftir hér í BNA að sumir rukkarar misnota stöðu sína til valdníðslu. Það er að senda hótunarbréf og hringir með yfirskyni lítilmagnans sem loksins fær vald til að hræða fólk, skamma, nuða í, hrekkja og láta svipusmelli heyrast. Sálfræðingur á kannski betri skýringu á hvað býr að baki svona hugarfari. Er á þeirri skoðun að svona "collections agencies" eigi stórann þátt í að viðhalda skuldugum í skuld. Auðvitað eru sumar stofnanir eðlilegar og auðvitað eru sumir skuldara komnir í fen skulda vegna persónulegs bruðls. En hvert einasta keis er ólíkt hinum.

 

Mín skoðun er í stuttu máli:

A. Ef þetta fyrirtæki er að svindla í Noregi, af hverju eru þeir þá ekki að svindla á Íslandi? Það er full ástæða á opinberri rannsókn sem myndi leiða í ljós hvort þeir séu að fara eftir reglum.

B. Kannski er mikilvægara í þessu að rannsókn myndi hugsanlega líka leiða í ljós SKORT á reglum því svona "business", er frekar nýr af nálinni af þessum kaliber.

C. Svo er þetta er kannski enn mikilvægara mál þegar við erum að horfa upp á snaraukna stéttaskiptingu í landinu og svo líklegann samdrátt á landinu, -sem þýðir mögulega fjárhagserfiðleika hjá fjölda fólks á næstu misserum. Fyrst og fremst þarf fólk í fjárhagskröggum vernd frá okurstarfsemi sem græðir á óförum annara.


mbl.is Intrum Justitia berst fyrir starfsleyfi sínu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta eru svona Vampírur sem leggjast á þann veikburða og halda honum við, til að geta sogið meira.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2008 kl. 16:23

2 identicon

Intrum er líkast til að horfa á gósentíð framundan
Ég hef þurft að díla við þetta fyrirtæki og óliðlegra lið hef ég vart fyrirhitt

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: SeeingRed

Já, framundan er vertíð hjá hrægammafyrirtækjum ef heldur fram sem horfir.

SeeingRed, 17.3.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband