19.2.2008 | 17:41
Til er einfaldari lausn: Millilandaflug (farþega) í Vatnsmýrina.
Snjómokstur á Reykjavíkurvelli, svo Keflavíkurvelli, snjómokstur tvöfaldaður á tvöfaldaðri Reykjanesbraut, nú snjómokstur á lestarteinum. Já viðhald, halló. Á mamma að borga þetta? Hvers vegna vera að þessu öllu saman þegar hægt á að vera að fljúga millilandaflug beint í Vatnsmýrina og nota Keflavíkurvöll fyrir fraktflug, einkaþotur og varaflugvöll? Og Leifsstöð sem birgðargeymslu.
Ég veit það er hallærislegt að stinga upp á svona, en það er þjóðráð að reyna að hagræða svoldið með samþjöppun í þessu þjóðfélagi. Millilandaflugið í Vatnsmýri myndi spara þjóðfélaginu gríðarlegar upphæðir, fáir flugvellir eru eins langt í burtu í heiminum og Keflavíkurvöllur er frá Reykjavík. Og spara manni þessa leiðinda keyrslu sem Reykjanesbrautin er. Millilandaflug farþega í Vatnsmýrina myndi líka styrkja miðbæinn og ýta undir möguleika með samheldni í samgöngukerfum innan borgarinnar.
Nú held ég sé betra að setja fé í að rannsaka hagkvæmni þess að stækka Vatnsmýrarflugvöllinn rétt nægilega, og hvað þarf til að gera almennilega flugstöð sem annar innanlands og millilandaflugi -í Vatnsmýrinni. Þá er hægt að læra af öllum mistökunum gerðum í Leifsstöð.
Ég sé fyrir mér flotta flugstöð í Vatnsmýrinni sem annar innanlandsflugi, millilandaflugi, rútuferðum um landið, strætóstoppistöð og jafnvel einn stoppipunktur framtíðar lestar sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu.
Takk fyrir.
Logan flugvöllur að neðan, rétt hjá háhýsamiðborg Boston borgar. Þeir eru heppnir í Boston að hafa flugvöll svona í miðri borg. Enda einstaklega hagkvæmt fyrir farþega og alla flutninga. Ekki dytti neinum í hug að flytja Logan flugvöll til Kentucky! Já eða Krísuvíkur. Já eða...skyldi ég þora að segja það..: K---------??
Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Skipulagsmál | Breytt 21.4.2015 kl. 22:47 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- arh
- robertb
- nimbus
- hehau
- soley
- gmaria
- tulugaq
- andreaolafs
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- skodunmin
- varmarsamtokin
- joiragnars
- lextalionis
- gbo
- malacai
- floyde
- skarfur
- reykur
- fsfi
- gudmunduroli
- hallgrimurg
- veravakandi
- drum
- hlekkur
- haddih
- prakkarinn
- kreppukallinn
- krilli
- liljabolla
- magnusthor
- manisvans
- sgj
- huldumenn
- svarthamar
- palmig
- pjetur
- pjeturstefans
- ransu
- raudurvettvangur
- robertthorh
- runarsv
- lovelikeblood
- sivvaeysteinsa
- fia
- stefans
- stjornuskodun
- midborg
- sveinnolafsson
- torfusamtokin
- vest1
- steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world
Athugasemdir
Þetta er bara nokkuð snjöll hugmynd en sennilega of snjöll til að einhverjir vilji nota hana.
Jakob Falur Kristinsson, 19.2.2008 kl. 17:52
Það ganga lestir í Norður-Noregi, Finnlandi og í Síberíu. Þar snjóar meira en hér.
Við eigum líka svo mikið rafmagn og heitt vatn. Vel gerlegt.
Það stenst ekki alþjóðalög að hafa millilandaflugvöll svona nálægt byggð. Völlurinn er nú þegar á undanþágu. Ekki nema þú viljir færa 101 og 107 Reykjavík.
Hvað ertu annars lengi frá Manhattan til JFK?
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:26
JFK er mun nær Manhattan en Keflavík er Reykjavík. En ekki hafa Nefjork búar enn lagt í sérstaka járnbrautarlest þó öllu heitara sé hér en í Síberíu.
Svo er heldur minna pláss á sjálfri Manhattan fyrir flugbraut en í Vatnsmýrinni.
Boston búar er næstum því eins heppnir og Reykvíkingar! Þeir hafa sinn Logan flugvöll í miðri borg, varla meira en 1-2km frá skýjakljúfabyggð miðborgar Boston. Bætti því við loftmynd af Boston í bloggið að ofan, lesendum til hughreystingar og andlegrar hressingar. Flott að fljúga til Boston, ef þú átt heima í þeirri borg.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2008 kl. 18:59
Er alveg sammála þér þarna, þetta er gerlegt og ætti að vera hægt að stækka BIRK ( reykjavíkurflugvöll ) út til suðvestur ca með landfyllingu. Við þurfum hann þar sem hann er og lítið sem ekkert ónæði af honum með tilkomu nýrra véla á borð við Dash vélarnar. Fokker vélarnar eru löngu komnar til feðra sinna og alltof hávaðasamar. Þetta væri örugglega lítið mál að stækka landssvæðið mundi ég halda.
Kv
Sigurður
nei (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:54
Og ég verð að finna eitthvað um hann Robert Moses Einhverjar uppástungur, fann bara á Wilkipedia.
nei (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:56
Robert Moses er svona tvítóla kvekendi sem var duglegur að koma hraðbrautarkerfi á í kringum og í gegnum stórborgir BNA. Hann stórbætti samgöngur, þ.e. púkkaði undir efnhag BNA með bílvæðingu og lét ryðja niður allskyns hverfum uppfullum af fólki til að koma sínu í framkvæmd. Napóleón gerði svipað og lét ryðja hverfi fyrir boulevards svo hægt væri að komast leiðar sinnar. Efnið um Moses er svo mikið en töluvert mikil gagnrýni á hann, enda ekki vinsælt að ryðja hraðbraut í gegnum hvað sem er. Kannski ef hann hefði verið fínstilltari væri hann snilldar-sögu persóna. Hér smá grein um nýafstaðna sýningu: http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2007/03/09/AR2007030900449.html
Ólafur Þórðarson, 19.2.2008 kl. 20:17
Hann Moses karlinn var kannski aðeins grófari en ég, eða fullgrófari.
En til að ryðja íbúðarhúsum á Miklubraut, þá þarf að sýna sanngirni gagnvart íbúum, nú eða setja í stokk eins og talað hefur verið um. En ég vona að ráðamenn muni passa sig að misgera engum til að framkvæmd geti komið vel út fyrir fjárlögin, líf fólksins gengur fyrir.
Skemmtilegast væri að koma sem mestri umferð undir yfirborðið á aðalbrautum en hafa þær öflugar án þess að stífla myndist, og létta á umferð í minni götum. Væri snilld að geta lagt bíl á einum stað og nýtt aðra fararkosti á stóru svæði til verslunar og þjónustu, en Reykjavík er fulllítil í dag fyrir slíkt.
nei (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:47
Snilldin væri að geta sleppt bílnum svona að mestu leyti. Það gæti verið of seint að reyna það.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2008 kl. 23:05
Já og meðan ég man, þá er flugvöllur í Keflavík til þess gerður að snarauka bílismann. Mig grunar að flestir keyri þennan kafla, hvort sem lest eða rúta er fyrir hendi. Best er auðvitað að geta flogið til Keflavíkur úr Vatnsmýrinni. Lang fljótlegast.
Ólafur Þórðarson, 19.2.2008 kl. 23:07
Frábært hjá þér að koma þessu að. Ég hef verið talsmaður þessa lengi að hefja millilandaflug til hávegs frá Reykjavíkurflugvelli. Það þarf ekki einu sinni að breyta merkingunum alþjóðlega. Þegar maður flýgur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Sandgerði þá stendur REK á miðanum sem brottfarastaður.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.2.2008 kl. 23:41
Það eru millilandaflug úr Vatnsmýrinni, en bara fyrir braskarakónga og bankastjóra í einkaþotum sem þykjast vera að vinna. Eðlilegt að gera kröfu um jafnrétti í þessu máli.
Ólafur Þórðarson, 20.2.2008 kl. 01:31
Já þú segir nokkuð. Ætli nokkur stjórnmálamaður þori að minnast á þessa hugmynd. Sjálfstæðismenn eru svo áfjáðir í þetta byggingarland að það er engu lagi líkt... en auðvitað er þetta líka liður í að þétta byggð að vilja völlinn í burtu.
En ég verð að segja að mér lýst ekkert illa á þessa hugmynd þína svo lengi sem millilandaflugið valdi ekki of miklu raski. Þá væri t.d. ekki hægt að fljúga fyrr en um kl. 8 á morgnana vegna þess að flug fyrr veldur of miklu raski fyrir íbúa í grennd. Eins mætti ekki fljúga eftir kl. 22. á kvöldin. En það er ekki vitlaust að skipta einhvern veginn á milli þessara tveggja flugvalla álaginu og halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. Ég hef aldrei verið sérstakur talsmaður þess að það ÞURFI að færa hann - en ég vil að þær lausnir sem eiga að koma í staðinn EF á að færa hann séu vel athugaðar. Það fer mikið eftir kostnaði við lest til Keflavíkur hvort það er skynsamari kostur en að byggja alveg nýjan flugvöll EF á að færa hann úr Vatnsmýrinni.
Tek það fram að ég bý sjálf stutt frá flugvellinum og þótt heyrist þar í flugvélum þá veldur það ekki miklu raski fyrir mig, maður venst því og þetta er ekki það mikið. En svo má vera að ef ætti að færa allt flug þangað að það yrði einfaldlega of mikið og ég verð að segja að ég heyri muninn á því þegar einkaþoturnar fara í loftið á við aðrar vélar, því það er einfaldlega miklu meiri hávaði.
Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2008 kl. 14:09
vá, ég vona að þetta sé tröllafærsla. Einn flugvöll. Í Keflavík, takk! Andrea, stóru þoturnar hafa talsvert meiri hávaða en þær litlu.
Endurnýti hér komment mitt hjá hamstrinum fyrir nokkrum vikum (með smábreytingum, reyndar)
Eina afsökunin fyrir flugvelli í Vatnsmýri sem ég tek mögulega gilda, er nálægð við sjúkrahús. En er ekki verið að byggja hátæknisjúkrahús. Er ekki hægt að byggja það í samhengi við flugvöll? Fyrir sunnan Hafnarfjörð? Er það ekki álíka sentral og okkar elskulega miðborg. Hvers vegna þarf endilega að hafa það milli Hringbrauta?
Egilsstaðabúinn bróðir minn bíður eftir vondaveðursflugi í Garðabæ hjá mömmu og pabba; hann er sirka 10 mínútum lengur til Keflavíkur en á Reykjavíkurflugvöll. Þeir sem eru í Hafnarfirði, Árbæ, Grafarvogi, ofl. eru lengur. Talsvert oftar hægt að fljúga á Keflavík en Reykjavík, þannig að sú röksemd bara heldur ekki.
Mér finnst afskaplega þægilegt að hafa flugvöllinn 5 mínútur frá mér. Já og spítalann. En ég er alveg til í að fórna því fyrir að hafa ekki rellurnar fljúgandi yfir Austurbæjarskóla með börnin mín inni. Núna. og (2 mín seinna) núna, og (aftur 2-3 mín seinna) Og núna! Mér þykir líka mjög þægilegt að hafa spítalann í göngufæri. Líka vel til í að fórna því. Líka til þess að það þurfi ekki að halda áfram að byggja fyrir ofan snjólínu eins og stefnan hefur verið ansi hreint lengi.
Áætlunarvélarnar eru hættar að fara hér yfir, það eru bara tvær brautir sem eru í notkun þar. Norður-suður brautin, aðalbrautin, sem liggur yfir alla stjórnsýslu landsins. Bendið mér á aðflug sem liggur yfir þinghús lands og ráðhús höfuðborgar. Austur-vesturbrautin er miklu minna notuð - en samt mun hættuminni. Brautin sem liggur hér yfir er varabraut en greinilega notuð fyrir rellur samt, fyrir utan að þær virðast fljúga að vild hér yfir, sbr þessa fyrir örfáum árum, sem var nærri farin utan í Hallgrímskirkju.
Ég vil skoða út í æsar að byggja einteinung (mögulega yfirbyggðan) til Sunny Kef. Var skoðað og slegið út af kortinu fyrir nokkrum árum, hefur ekki byggðamynstur breyst ansi mikið síðan þá? Hve margir búa í Vogum eða Reykjanesbæ og vinna í Reykjavík, sem myndu nota sér slíkt, og voru ekki í samhenginu þegar þetta var skoðað síðast? (styð semsagt tillöguna í greininni)
Siðast en ekki síst: Hefur 300 þúsund manna þjóð virkilega efni á því að reka tvo flugvelli í fimmtíu kílómetra fjarlægð hvorn frá öðrum, núna þegar Kaninn er steinhættur að borga fyrir Kef? Ekki hefur nú ástandið á hinum holufyllta Reykjavíkurflugvelli bent til þess hingað til.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 10:56
Ég er svona nokkurn vegin sammála Hildigunni hér að ofan. Einn flugvöll takk fyrir. Í Keflavík!
Byggðin á stór höfuðborgarsvæðinu er sífellt að teygja sig í áttina til Keflavíkur og það þarf að taka það til skoðunar þegar verið er að ákveða hvað skuli gera í þessu. Eftir 50 til 100 ár er næsta víst að það verði samfelld byggð á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Á þessu landsvæði er kjör byggingarland. Norðan við Reykjavík fer fjalllendi að stoppa af þróun byggðar og sömu sögu er að segja austan og suðaustan við, þar sem friðlendi og fjöll hamlar byggð. Það ætti því öllum að vera ljóst að þungamiðjan mun færast í áttina til Keflavíkur á komandi árum eða áratugum.
Hafi menn áhyggjur af samgöngum til og frá flugvallar, hvernig telja þeir að það verði að koma þúsundum farþega í flug og úr flugi á Reykjavíkurflugvelli fjórum sinnum á dag. Með því að byggja upp öflugan flugvöll í Keflavík er hægt að hugsa fyrir þessu. Það er verið að meta lestarsamgöngur á nýjan leik. Yfirbyggð hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar gæti verið lausnin. Hvað svo sem verður er ljóst að það verður ekki til að bæta samgöngumál borgarinnar að fá þessa auknu umferð inn í miðbæinn.
Eins og staðan er í dag er einstaklingur sem býr í Norðlingaholti fljótari að fara heiman frá sér til Keflavíkur heldur en niður á Hótel Loftleiði á háannatíma. Þetta veit ég sjálfur og hefur oft verið sannreint.
Mitt ljós í þessu er það að við erum að ræða um samgöngumiðstöð. Að staðsetja slíka miðstöð á svæði þar sem ekki er unnt að taka við umferðinni til og frá miðstöðinni er algjör fásinna. Öll logistic sem snýr að umferð og samgönguvandamálum segir manni að fara með flugvöllinn til Keflavíkur, vegna þess að þar eru meiri möguleikar fyrir hendi að byggja upp skilvirka samgöngumiðstöð.
kristinn (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:38
Hildigunnur mín, af hverju í ósköpunum ætti þetta að vera tröllafærsla? Það tók mig 1,5 klst dyr-í-dyr að fara frá Leifsstöð með rútunni og svo taxa í Háaleitishverfið. Og svo 1,5 klst að fara úr Háaleitishverfinu á BSÍ og með rútu til Keflavíkur. Það eru 3 (ÞRJÁR!!) klukkustundir fram og til baka. Náðu nu í reiknivélina og reiknaðu tapið sem fylgir þessari vitleysu.
Auðvitað er tómt rugl að hafa flugvöllinn í Keflavík nema fyrir fraktflug og sem varavöll.
Ólafur Þórðarson, 19.3.2008 kl. 14:14
"Hafi menn áhyggjur af samgöngum til og frá flugvallar, hvernig telja þeir að það verði að koma þúsundum farþega í flug og úr flugi á Reykjavíkurflugvelli fjórum sinnum á dag. Með því að byggja upp öflugan flugvöll í Keflavík er hægt að hugsa fyrir þessu."
Já þú meinar að keyra þúsundir farþega með farangur auka-100 km og þannig "leysa samgöngumálið"?? Ok, ég hef heyrt alls kyns rök um ævina, en þessi eru ansi skondin, vægast sagt. Það tekur mig lengri tíma að fara úr húsi í Háaleitishverfi til Keflavíkur en það tekur mig að fara úr húsi á Manhattan og út á flugvöll. Halló?
Byggðin er svo heldur ekkert að teygja sig til Keflavíkur. Leiðin til Keflavíkur hefur lengi verið og er enn aðallega hraun og berangursleg leið þar sem ekki er einu sinni sjoppa milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Annað eru ofsjónir. Hitt er annað mál að á sama tíma og menn tala um að þétta byggð í Vatnsmýri eru menn að ræða að teygja hana til Keflavíkur, þetta eru ekki nýjar þverstæður í röksemdafærslu í skipulagsmálum og hugarfar þurfa að breytast til muna og þá erum við komin í mun ítarlegri umræðu en það sem er rætt hér.
Ég bý á Manhattan og bara skil eiginlega ekki hvaða voða umferð menn eru að tala um í Reykjavík. Það eru einhverjir umferðarhnútar á mestu annatímum og utan þeirra er umferðin frekar lítil.
Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 01:07
Andrea, takk fyrir innlitið. Þú segir að það sé liður í að þétta byggð að vilja Vatnsmýrina undir byggð. Reyndar er "þétting byggðar" umræðuefni sem hefur verið á miklum villigötum undanfarin ár. Þétting byggðar er allt annar handleggur en að byggja á svæðum með engum byggingum fyrir, þétting byggðar er eiginlega sér fag sem tekur langann tíma að útskýra en hefur lítið með Vatnsmýrina að gera. Það er hægt að segja að byggð í Vatnsmýri geti hjálpað við að tengja nærliggjandi byggðarhluta, en það er annað viðfangsefni. Tek þetta fyrir seinna. Bestu kv.
Ólafur Þórðarson, 10.4.2008 kl. 02:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning