Flugvöllinn í Keflavík sem fyrst!

Mér dettur fyrst í hug þessi samlíking: Ef á Íslandi væri lestarkerfi sem tengdi saman landsbyggðina og að endastöðin væri í Reykjavík... Hverjir myndu staðsetja aðal lestarstöð Reykjavíkur í Grindavík?

Af hverju hafa bílastæðið sitt við einbýlishúsið í Grafarvogi þegar hægt er að leggja bílnum í Hafnarfirði!

Flugvöllurinn í Reykjavík er samgöngumiðstöð, hún gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum innanlands.  Með flugvelli í Reykjavík er hægt að komast út á land á örskömmum tíma og með miklum þægindum. Ég hef oft bloggað um þetta áður á mínum fyrri bloggsíðum og líka á nokkrum kjaftasíðum.

Hér eru nokkrir punktar endurteknir með smá viðbót:

1. Borgarkipulagið og það sem hefur verið byggt á sl. áratugum hefur sýnt og margsannað að á Íslandi fæst ekki byggð almennileg borg. Í staðinn hefur frá seinni heimsstyrjöld verið staglast á erlendum hugmyndum um að borg sé eitthvað fyrir bíl, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélagið. Og mikið rýrnuðum gæðum á borg og samfélagi sem myndast og mótar borgina. Reyndar er mikill meirihluti íslendinga alsendis ókunnur því hvað það er að búa í borg. Með öðrum orðum, þrátt fyrir að skemmtilegar hugmyndir komi fram, þá eru yfirgnæfandi líkur á að þær verði súrsaðar, sneiddar niður og settar í pastavél borgarskipulagsins sem breytir því í færibandahönnun hins dæmigerða úthverfis. 

2. Flugvöllur í Vatnsmýrinni gegnir margþættu hlutverki, m.a. sem sjúkra- og varaflugvöllur. Til að mynda nú um daginn lentu Flugleiðaþoturnar í Vatsmýrinni því ófært var í Keflavík eða ekki var talið ráðlegt aðreyna lendingar í Keflavík. Ef byggt verður í Vatnsmýrinni verður að rífa dýrann flugvöll og byggja dýrann varaflugvöll annars staðar. Mér skilst að það sé erfiðleikum háð að finna jafn góðann stað og í Vatnsmýrinni.

3. Flughættur. Staðreyndin er að farþegaflug er hættulítið í dag. Auknar kröfur um flugöryggi og eftirlit með vélum, veðuraðstæðum og þar fram eftir götum, hafa fyrir löngu gert flugið að mjög öruggum samgöngumáta. Að því gefnu að mörgþúsund farþegaþotur eru í loftinu á hverju einasta augnabliki er hreint merkilegt að minna en þúsund manns létust í farþegaflugi í heiminum á öllu síðasta ári. Til samanburðar má nefna að í Bandaríkjunum einum saman látast um 40,000 manns í bílaumferðarslysum. Ætli það sé ekki gagnlegra að kenna íslendingum að keyra af tillitssemi en að hrópa úlfur með hættur af völdum flugvéla? Kannski er flug"hættan" ámóta fóbía og þær fóbíur sem verið er að mata ofan í fólk í gegnum misgóða fjölmiðla um allskonar dellu og rugl. 

4. Ef menn vilja líta á vatnsmýrarsvæðið sem plássfrekt og að það sé með "dýrum lóðum" sem nýtast illa undir "bara flugvöll", þá eru menn enn einu sinni að horfa framhjá sjálfu megin-vandamálinu. Helmingur borgarinnar fer undir blikkbeljur og menn virðast úrræðalausir gagnvart því vegna þess að borgarskipulagið er fast í löngu úreltum skipulagsforsendum. Sú staðreynd að helmingur skipulagsins fer í úrlausnarverkefni tengdum bílum er nægilegt til að benda á þá fásinnu að Vatnsmýrarsvæðið sé eitthvað sérstakt hvað viðkemur bráðnauðsynlega góða nýtingu, hvað þá uppbyggingu á því landi. Lóðagróði er kannski sérfag braskara en fyrir fljúgandi fólk skiptir það litlu. Hagkvæmnireikningarnir eru afar afstæðir.

5. "Vatnsmýrin mun styrkja miðbæinn." Þetta er fullyrðng sem mikið er hampað. Staðreyndin er þó að miðbærinn byggist í kringum kvosina og Laugaveginn og götur þar út frá. Ef íbúar í Þingholtum ganga í Vatnsmýrina frekar en á Laugaveginn, þá mun vatnsmýraruppbygging draga úr styrkingu Laugavegs og núverandi miðbæjar.  Þar fyrir utan er Vatnsmýrin kílómeter fyrir sunnan miðbæjarsvæðið, aðskilið með bröttu Skólavörðuholti, íbúðarhverfi, tjörn og hraðbrautarvitleysu og mun því hafa svipuð áhrif á núverandi miðbæ eins og að setja shopping mall í Vatnsmýrina. 

6. "Innanlandsflugið í Keflavík!" Það eru 40 mínútur til Keflavíkur frá Kringlumýrabraut/Miklubraut. Aðra leið.  Það bætir við einum og hálfum tíma við flug sem tekur einn tíma frá Vatnsmýrinni. Gríðarlegur kostnaður reiknast árlega af ferðum til Keflavíkur og með innanlandsfluginu fært þangað er í raun verið að reka líkkistunagla á innanlandsflugið utan fluga á afskekktustu staðanna. Ísafjörð að vetri til... Útreikningar með lestarteina benda á mikinn kostnað, nógu mikið vesen hefur verið að fá tvöföldun Keflavíkurvegar, með tilheyrandi auknum snjómokstri etc. Keflavíkurvegur hefur reynst dýrkeyptur í dauðaslysum. 

Enn einu sinni eru menn að reyna að leysa uppbyggingu miðbæjar með rökum um að byggja annars staðar. Þetta er fallít hugsun því miðbær byggist ekki upp nema með innri uppbyggingu. Flestir eru svo gegnum sósa í úthverfadraslskipulagi að jafnvel vilja ekki sjá að þessar blokkir við Skúlagötu eru forljótur andskoti sem á ekki heima í miðbænum, með sínu úthverfaskipulags-fyrirkomulagi og áherslu á bílastæði eins og við eitthvað shopping mall. Þau hýsi eru anti-borg rétt eins og það sem yrði byggt í Vatnsmýrini, ef grænt ljós væri gefið á byggingu flugvallasvæðisins.

Og kjarni málsins er líklegast sá að það er þröngur hópur fjárfesta sem er að slefa yfir hvað hægt sé að græða mikið á Vatnsmýrarbyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað viltu gera í staðinn ?

Örn (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Áttu við fyrir utan það að lenda flugvélum?

Ólafur Þórðarson, 18.2.2008 kl. 03:52

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Innilega sammála! Þoli ekki þessa flugvallarandúð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.2.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband