Macintosh tölvur -gullið sem glóir- upphæpað drasl?

Maður er engin undantekning sem fórnarlamb í yfirhæpuðu auglýsingaskrumi og branding-fylgni. Eftir tæpa hálfs árs reynslu á Macintosh er ég kominn á þá skoðun að Macintosh er í raun upphæpað stöff sem er eins og hvaða annað tölvuskran.

"Vá hvað þetta er flott maður" er það fyrsta sem ég sagði eftir að plögga inn og kveikja á tölvunni.

En Macintosh er uppfullt af böggum og leiðindum. Listinn er svo langur núna að ég er eiginlega gáttaður. Svo ef maður spyr makka-mann þá er það stundum eins og að tala við trúarsannfærðann. "Það getur ekki verið" eða "það ert þú sem ert að gera eitthvað vitlaust" eða "það ert þú sjálfur sem ert vitlaus." Alkunnir frasar. Afneitun eða að skella sökinni á notandann.

Ég hefði betur notað peninginn í að kaupa góða PC vél. Og þú færð góða PC vél fyrir sama pening. Og 15 kassa af rauðvíni í kaupbæti. Og ámóta flóð af böggum. Kannski meira, veit ekki.

Minn 4. ára gamli desktop pési er mun hraðskreiðari en þetta MacBook Pro dót sem ég slysaðist til að kaupa.

Svona örfá atriði:

-HD browsing og myndir. PC er til muna þægilegri í að skoða myndir. Browserinn í makkanum er tóm þreyta ef þú ert með 300 myndir. PC gefur þér kost á að skoða allt í einu sem preview/thumbnails. Makka browserinn er með eina mynd í einu. Sjálfsagt er einhver leið en hún er ekki intuitive eða þá í gegnum eitthvað auka-prógramm.

-Unplugging ext drives, maður þarf að fara inn í browserinn í Mac og ýta á EJECT. Eitthvað sem var hætt í WXP en var tóm þreyta í Windows 2000. Tóm vinnutruflun.

-Hægagangur. Prógrömm eru ótrúlega seinvirk í Makkanum. Mæli opnun prógramma allt að 5x hraðari í gamla pésanum. Hefur verið svona frá day-1 og ekkert með uppfyllingu efnis að gera.

-Copypaste virkar, vá. En um leið og búið er að gera control C þá frýs tölvan í ca 1/2-eina sekúndu. Virkilega truflandi þegar verið er að einbeita sér að því að skrifa texta. Fáránlegt á þessu herrans ári 2007.

-Lyklaborðið á MacBookPro er alger hryllingur. Þ.e. takkarnir sjálfir. Álíka vont og lyklaborðið á gamla IBM lappanum. Innsláttarvillur hafa aukist til muna því það þarf að vera með sérstaka athygli á að ýta nægilega vel á takkana, t.d. við tvíslátt á sama staf. Lyklaborðið á MacBook er hins vegar til fyrirmyndar og mun notendavænna.

-Útþurrkun myndefnis á diskum, Makkinn á til að eyða ekki heldur setja í þar til gerða ruslafötu á ext disknum. Neyðist til að nota pésann til að þurrka almennilega út svo diskurinn sé tómur, hef t.a.m. lent í að ljósmynda og kortið fullt. Þurrkaði út á makkanum og fór aftur á staðinn til að ljósmynda, berandi allsk drasl og fyrirhöfn og kortið ennþá fullt. Er kominn í vana að taka kortið úr vélinni og reformattera diskinn á Pésanum til öryggis, því þetta Mac dæmi er ekki að virka með svona einfaldann hlut.

-Browser vandamál. Internet Explorer er ekki gerður lengur fyrir Makka. Þá er Mozilla eftir, sem er tóm þreyta vegna bögga, Ísl. letur rugl ofl. Svo þá er maður með Safari og sá einfaldlega hefur ekki sömu getu til að lesa vefsíður og IE á PC. Alls kyns fídusar koma bara ekki fram. Til dæmis á þessu Moggabloggi eru ekki einu sinni broskallar og ógerningur að setja inn myndir með textunum. Þá þarf að fara í Pésann(!)

-iTunes spilarinn spilar ekki ýmis lög sem maður fær lánuð frá vinum. Til að spila viðkomandi lag þarf að setja inn notendanafn og leyninúmer þess sem keypti lagið. Fyrirtækjaeigandavænt en ekki notendavænt. Það er svona eins og að gefa upp nafnnúmerið til að kaupa skrúfjárn í BYKO. Verið er að höndla persónuupplýsingar og stjórna.

Þetta eru svona örfá atriði sem fara í taugarnar á mér. Að öðru leyti er vélin voða falleg, þori ekki einu sinni að þrífa skerminn af ótta við að rispa hann, þrátt fyrir allsk kyns munnvatnssýnishorn, mjólkur- og rauðvínsslettur. Eitt er þó betra, sem er að pop-ups truflanirnar eru mun færri. Pop-ups er auðvitað pjúra vinnutruflun og kannski jafnast þetta alltsaman út í að tölvur eru leiðindaapparöt sem þurfa allt of mikið viðhald, tjah, kannski svona álíka og líkamlegt kynlífs-viðhald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég skipti yfir í pc fyrir 3 árum en fékk í staðinn vírusa og hef krassað vélinni þrisvar. Með að kaupa góðar varnir, losnar maður undan því og líka við popupin.  Dell vélin mín er miklu sterkari og robust vél og flest forrit, sem ég nota virka betur á þessari vegna þess að þau eru fyrst og fremst gerð fyrir pc. T.d. er leikur einn að vinna á hið skemmtilega teikniforrit Sketchup. Nú og svo er það leikjaúrvalið, fyrir þá sem vilja.

Eftir smá byrjunarörðugleika, þá er ég mjög sáttur við skiptin.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.8.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta eru skynsamleg innlegg. Ætli maður sé ekki að gera óraunhæfar væntingar.

Jóna summar þetta vel: Hvora gallana getur maður lifað við.

Nú er ég t.d. með Adobe pakkann og það neitar að uppfærast út af who knows why. Lítil myndavél tekur kvikmyndir en Maccinn neitar að spila þær.

Kannski er málið líka það að tölvur virka vel fyrst en fyllast svo af kerfisgöllum. Allavega hefur 4.ára Windows yfirhöndina, en ég hef líka passað að fara ekki á dónasíður og soleis.. ;-)

Ólafur Þórðarson, 6.8.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband