Að vita laun manna.

Einhvers staðar las ég að laun væru okkar viðkvæmustu persónuupplýsingar.

Það er áhugavert. Ef laun eru svona viðkvæmar upplýsingar hjá sumum. Kannski er eitthvað að á þeim bæ. Skammast menn sín virkilega fyrir launin sín? Eru þau kannski ekki eins mikil og auglýsingabrask-iðnaðurinn gerir kröfur um? Eru væntingarnar aðrar en raunveruleikinn? Eru peningar mikilvægari en manneskjan? Hvernig í ósköpunum er hægt að skammast sín fyrir eigin laun? Er verið að fela tekjur, stelast undan skattgreiðslum?

Ég veit að stórir hópar gefa ekki allt upp til skatts, s.s. iðnaðarmenn ýmsir ofl. og það er fátt betra en reyna að innlima þessa hópa inn í kerfið á sem eðlilegastann máta. Til þess þarf kerfið að vera opið.

Það er skiljanlegt að sjúkdómar ýmsir eru eitthvað sem tengjast persónu manns, aðstæður í fjölskyldu ofl getur verið afar viðkvæmt. En að peningar og tekjur skuli vera svona stór þáttur í sjálfsímynd fólks er að mínu mati vottur um að eitthvað mikið er að. Eitthvað sem er ekki endilega heilbrigt. Sjálfsímynd fólks þarf að byggjast á öðrum hlutum en peningum, ekki að peningar séu ekki nauðsynlegur hluti af miklu stærri mynd, heldur er það svo að peningar virðast vera orðnir það eina sem máli skiptir. Lítum á forsíður blaðanna og þær eru uppfullar af peningafréttum. Ef fréttir má kalla. Og þær eru birtar athugasemdalaust eins og ekkert sé sjálfsagðara og að ekkert annað sé eins mikilvægt eins og að einhver kall sé að selja og kaupa peninga. Þetta er eitthvað sem ég lít á sem krabbamein í hugarfari og á sér langa sögu hér í USA. En byrjaði ekki af alvöru á Íslandi fyrr en fyrir um áratug.

Það virðist einmitt frekar vanta að fjallað sé um mannlegu þættina. Þessa viðkvæmari þætti, s.s. hvernig fólk virkilega hefur það á elliheimilum. Hvernig það er að vera einstæð móðir og hvaða þarfir eru óuppfylltar til að einstaklingar geti verið sem mest gefandi Það virðist einmitt vera að umræða um fólksins viðkvæmustu mál að lífið getur batnað. Allavega veit ég að það batnar ekki með nýjustu tölvunni eða stærsta bílnum eins og verið er að lofa í gegnum auglýsinga-lyga iðnaðinn. Helgarfrí, sumarfrí, viðunnandi laun ofl ofl hefur nefnilega fengist smátt og smátt, með því að taka fyrir viðkvæmari málin af festu í gegnum margar kynslóðir.

Það er því ekki í gegnum það að fela launin sem lífið batnar fyrir almenning, heldur það öfuga, að hafa opið kerfi þar sem menn skilja um hvað verið er að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já...agalegt hversu peningar eru stór hluti sjálfsmyndar íslendingsins. OG sorglegra en táum taki að fólk er oft ekki að gera það sem það elskar að gera í l´fifinu af því að það er ekki nægilega vel borgað. Maður heyrir meira aðsegja að fólk sér lífsstarf eingöngu eftir tekjumöguleikum..jafnvel þó þeir hafi engan áhuga á viðkomandi fagi eða vinnu...! En auðvitað fara fjölmiðlarnir þarna hamförum og blása upp allt sem er peninganna virði..sem er samt varla nokkuð..er það??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1924

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband