Gott fyrsta skref

Maður sér litla kalla í risatórum F250 og hugsar með sér hvað sé nú að þessum. Kannski hefði verið betra að fjárfesta í sálfræðiráðgjöf frekar en svona typpa-framlengingu.

Næst er að láta stærri bílana borga sérstaka háa skatta og þá minnstu enga. Það er líka plássið sem bílar taka á götunum.

Í verstu tilfellunum eru það SUV sem maður mætir á vegum úti á landi þar sem bílstjórinn er með vinstra dekkið á miðlínunni. Eða í mörgum tilvikim MEÐ vinstra dekkið yfir línuna.

Sumir þessara bílstjóra segjast vera ánægðir með að vera öruggari gegn árekstrum og yppa öxlum þegar spurt er með hvort þeir séu lífshætta fyrir fólk á smærri bílum. Sannarlega eru þeir aukin hætta í umferðinni. Spurning hvort ekki sé hægt að kolefnisjafna (limlestingajafna?) þeim í gegnum tryggingarnar.

Þetta er gott sem fyrsta skref, þetta með ókeypis bílastæðagjöld. Hvernig fylgir hné svo kviði?


mbl.is Ókeypis í stæði fyrir visthæfa bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Þessir litlu kallar hafa greinilega ekki prófað Enzyte - the natural male enhancement!   

Hvernig er það annars á Manhattan...stendur ekki til að koma á einhverjum svaka umferðar og vegatollum inná eyjunna?  Væri tilvalið að gefa Príus eigendum afslátt og láta Hummer-limmana borga þrefallt.

Róbert Björnsson, 2.8.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband