Atvinnumótmælendur?

Ég mótmæli harðlega öllum tillögum um að fela opinberar upplýsingar, því að það er í krafti feluleiksins sem menn byrja svindla.

Það liggur í hlutarins eðli að tekjuliðir hins opinbera eru ekki prívat upplýsingar. Laun geta verið prívat mál, en allar upplýsingar hjá hinu opinbera eiga að vera eins gagnsæjar og hægt er.

Þetta er eitt af því góða við hið opinbera, að þar höfum við rétt á að nálgast upplýsingar um okkar hagi. Enn ein ástæðan fyrir því af hverju ríkið á Íslandi hefur í raun verið gríðarlegt sökksess í gegnum áratugina eftir seinni heimsstyrjöld. Hagsældin á Íslandi byrjaði sannarlega ekki með brask-æðinu sem fór yfir á stig sturlunar fyrir um áratug.

Að fela þessar tölur bætir ekkert líf fólksins í landinu, en það myndi bæta hag örfárra einstaklinga.

"Follow the money."

Ansi fyndið hjá þessum Heimdellingum að setja upp svona gestabók. Vonandi eru þeir ekki eins ágengir við gesti og aðrir mótmælendur. mér þykir það amk dónaskapur að halda fram að þeir sem skoða bókina eigi "að skammast sín."  En nú spyr ég bara hreint út: Eru einhverjir að borga þeim fyrir að vera með svona uppákomur? Miðað við atburði sl. vikna í Kringlunni ofl stöðum spyr maður svona eðlilegra spurninga.


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn lögðu fram gestabók hjá tollstjóraembættinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha,sjálfstæðismenn hljóta að borga sínum til að mótmæla.....?

steinn (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband