Bláa gullið-hvað?

Vatnið Íslenska er alltaf í dýrari kantinum hér í USA, ég kaupi það ekki lengur, hef reyndar óbeit á öllu þessu plast-átappaða drasli sem oft er af viðbjóðslegt plastefnabragð eftir langvarandi geymslur í hitum. Það má s.s. benda á að New York borg er með prýðisgott vatn til neyslu og klár brandari að bera sig yfir lækinn, hvað þá heilt haf, til að fá vatnssopa. Það er nú ekki eins og þessi gosdrykkja-substitute vara sé stíluð á "fátæka manninn" í Afríku, heldur höfðar mest af henni til hégóma neyslusýkinnar í gegnum auglýsingaskrum og fátæklega klætt vel vaxið fólk að þamba úr vatnsflösku sullandi niður á nafla í stað þess bara að fá sér vatn á almenningsfontum.

Var einhver bjáni að hrópa skattgreiðendabruðl?

Vandamálið í flestum vatns-skorts löndum er einmitt að fá rennandi vatn, ekki bara átappað annars staðar frá í fansí umbúðum frá Vífilfelli. Líklegast er góður bor besta lausnin og heiðarlegir píparar, sendir sem hluti af hjálparstarfsemi. Mig grunar nefnilega að bláa æðið sé umfjöllun um eitthvað annað en olíuævintýri, nema verið sé að ræða olíuafurðina sem finnst á plastbragðinu og fer þ.a.l. í líkamann. Hér er afar ólíku saman að jafna og plastflaskan er sjálf olíuafurð. Skál fyrir því, ertu að drekka eitthvað úr plastflösku núna? (smá hint)

Það er s.s. eðlilegt að fyrirtæki fari út í að selja vatn til útlanda. En aðgangur að vatninu verður að vera í almenningseigu til að tryggja eðlilega samkeppni og fyrirbyggja þessa kommúnísku einokun sem myndast eftir skyndiuppáferð við hið útópíska markaðsfrelsi sem ýmsir skrímsla-öfgamenn eru að hamra inn í heilann á almenningi.

Það þykir mér heldur seinfarið að vera að bera saman vatnið og olíuna og gullið. Má ekki bara nota þau orð sem menn meina:  STRÁKAR, ÞAÐ ER HÆGT AÐ GRÆÐA Á ÞESSU LÍKA!!!


mbl.is Öld bláa gullsins runnin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kaptein ÍSLAND

verður það ekki agalegt af of langri geymslu í plast flöskum ,plastið hlítur að skemma vatnið og ekki bætir hitinn það

kaptein ÍSLAND, 29.7.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband