Ökuþórarnir hjá strætó meira vandamál en nafnagjöf.

Skil ekki af hverju stöðvarnar eru ekki fyrir löngu merktar með nafni eða hvers vegna þetta er svona merkilegt mál. Mér þykir nauðsynlegra að skikka til þessa örfáu ökuníðinga sem eru að vinna hjá strætó. Fyrir tæpri viku tók ég sexuna niður í bæ og strætisvagnsstjórinn keyrði eins og hann væri snargeggjaður.

Ég kom inn í strætóinn og bauð góðann daginn. Vagnstjórinn leit á mig eins og ég væri bjáni og sagði "já já, góðann daginn" með tón sem gaf í skyn að þeta væri góður dagur eða hitt þó heldur.

Maður með hækjur komst með herkjum í sætið því rykkt var af stað og greinilega gefið allt í botn, ég var næstum dottinn. Skömmu seinna fleygðist grey maðurinn úr sætinu þegar strætisvagnastjórinn negldi á bremsurnar og hamaðist á flautinni og bölvaði og ragnaði. Þessi með hækjurnar lá á gólfinu hálf ringlaður og hækjurnar sit hvorum megin fyrir framan hann. Ég rétti honum hjálparhönd til að komast aftur í sætið. Það var ekki létt því strætóstjóri keyrði áfram eins og alger bavíani.

En þegar maðurinn lá í gólfinu gerði strætisvagnastjórinn akkúrat ekkert, kom ekki einu sinni til að athuga hvort væri í lagi.

Það var eins og hans skapbrestir gerðu allt í kring ómerkilegt.

Síðan hef ég lært að það er eins gott að halda sér mjög fast því einhver hluti þessara vagnsstjóra eru óumgengnishæfir hvað bremsur og bensíngjöf varðar. Kannski væru þeir góðir í eithvað annað en að keyra strætó.

-Og auðvitað eru líka strætisvagnastjórar sem keyra mjög vel. En sumir eru agalegir ökufantar og margir keyra einfaldlega of hratt. Það liggur ekki svona mikið á. Mín vegna má setja upp stórt símanúmer í strætóana og leyfa kúnnum að hringja og kvarta þegar svona kemur upp á.


mbl.is Fyrsta strætóstöðin nefnd „Verzló"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakaleg lýsing hjá þér.

Léstu ekki Strætó sjálfan vita?

Heimir L. Fjeldsted (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Heimir og takk fyrir að pósta hér.

Það er nú þannig að flestir nota strætó til að komast frá punkti A til B og menn eru að reyna að komast eitthvað annað en eitthvað til að kvarta eða skoða línurit. Seinna þegar ég hafði tíma til sendi ég tölvupóst á strætó en fékk ekkert svar.

Ég tek fram að vagnstjórinn er staurblindur ef hann sá ekki manninn með hækjurnar liggjandi á gólfinu, það voru fáir farþegar í vagninum. Fyrir vagnstjóranum var það bíll sem vogaði að svína fyrir hann, fyrir mér var það spurning um þolinmæði. Sá á þessum 5-10 farþegum sem voru í strætónum að þeir voru of skelkaðir til að þora að yrða á vagnstjórann. Ég fór úr á Lækjargötu. Þar sveigði hann í stórri beygju beint á kant sem er fyrir framan strætóskýlið og ég heyrði brothljóð í einhverju neðarlega að framan og einfaldlega forðaði mér út. Fannst þessi vera í eyðileggingarstuði.

Ég var heima allann Júlí og tók strætó ca 25 sinnum og finnst strætó þrælfínn. En fannst einnig ca 5 sinnum að eitthvað væri mikið bogið við keyrslu, yfirleitt keyrt of hratt miðað við aðstæður, bremsað of snögglega eða tekið of skarpt af stað.

Fallmeiðsli geta auðvitað verið áratugavandamál hjá fólki.

Aðrir vagnstjórar voru til fyrirmyndar. Aðalatriðið er fyrir mér að það þarf að fá fólk til að vilja taka strætó. Hér spila vagnstjórar stórt hlutverk í að gera ferðina ánægjulega og þægilega, vera jafn vingjarnlegir og hjálpsamir og þeir sem eru bestir í því.

Ólafur Þórðarson, 26.10.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband