Mr. Watson og þjóðarskútan

Meikar sens að leyfa einstaklingum að komast að við stjórn skips sem vilja sigla því í strand? Koma því í niðurrif því þeir eru með "önnur og betri skip"? Er það ekki eins og að leyfa Mr. Watson "hvalavini" að fá afnot af hvalveiðiskipunum eins og honum þóknast?

    Hef á sl. áratug oft heyrt menn á Íslandi segja að nú þurfi að einkavæða, kúpla ríkið út úr lutverkum. Þessi klysja hefur viðgengist miklu lengur í Ameríku og hefur verið standard frasaumræða a.m.k. síðan ég kom hingað fyrst, á Reagan árunum. Þá var ég af fjölskylduvana tryggur Sjálfstæðismaður en breytti fljótlega um skoðun eftir að hafa kynnst göllum "góða" einkavædda kerfisins. Hann er fyndinn þessi dellufrasi frá viskýsvampnum honum Churchill; að menn verði vitanlega meira hægrisinnaðir með aldrinum.

    Já og að það þurfi að einkavæða, jafvnel þó það sé allt í lagi. Að einhver kall úti í bæ geti haft betri stjórn á sameiginlegum eignum landsmanna. Svona eins og ef fjölskylda á fínann bíl og sonurinn gefur vini sínum hann því "vinurinn" muni bóna hann betur. Brooklyn-brúin hefur oft verið seld, en hvernig kemst þá fjölskyldufaðirinn í vinnuna.

    Aðalvandamálið hjá mér er þetta: Hvers vegna treysta mönnum til að reka ríkið, sem segja að ríkið sé óvinur okkar? Bændur vita vel að ekki geyma hænur og refi í sama búri, svo hvers vegna velja menn til starfa, sem hafa sem takmark að koma starfsumhverfinu/fyrirtækinu fyrir kattarnef?

    Er fólk búið að missa vitið? Kannski.

    Meikar sens að leyfa einstaklingum að komast að við stjórn skips sem vilja sigla því í strand? Koma því í niðurrif því þeir eru með "önnur og betri skip"? Er það ekki eins og að leyfa Mr. Watson "hvalavini" að fá afnot af hvalveiðiskipunum eins og honum þóknast?

    Er margföldun á íbúðarhúsnæði virkilega "framfarir"? Meira að segja markaðstrúarnött skilur að hærra verð á undirstöðuhlutum eru ekki framfarir, heldur afturfarir. Verðlækkunin á matvörum var bara ryk í augu almennings fyrir því sem hann raunverulega þarf að punga út. Hefur einkavæðing banka þá tekist vel? Er betra að börnin þín basli í húsnæðiskaupum, meðan eldri kynslóðin keypti bara og pældi lítið í stífum afborgunum til braskaranna? Er betra að komandi kynslóð eigi erfiðara með að koma upp þaki yfir höfuðið?

    Eins og skáldið Bukowski sagði: "First there is honey. Then the knife." Og bankarnir veita ekki 100% lán lengur, því þeir þurfa ekki lengur að afhenda nammi. Nýjabrumið farið af. Búið að heilaþvo fjöldann með loforðaflaumi og henda smotteríi í hungraða listaelítuna sem bregst hlutverki sínu sem þjóðfélagsgagnrýnir. Sorrý kids. Upp með veskið.

     Nýjir og betri valdhafar tekið yfir með miklu betra frel$i.

    Annað er með þetta her-brölt. Hvers vegna fá öfgamenn að gagnrýnislaust kynna þverstæðukenndar hugmyndir talandi út úr hægra munnviki að vilja skera niður ríkisútgjöld, lækka skatta etc. og vinstra megin að vilja stofna her, sem er Nota Bene rándýr andskoti? Verður auðveldara að finna opinbert fjármagn fyrir skriðdrekum og loftvarnarbyssum en þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna? Verður frábært að fá stríðsbrask og stríðsmangara inn í markaðskerfið? Gera það fjölbreyttara og auka samkeppni á víðari grundvelli? Er það efnileg framtíð fyrir Íslenskt ungviði að fá að vera tindátar í höndum misvitra stjórnmálamanna?

    Nú síðast fyrir um 2. árum ef ég man rétt, lýsti Geir Haarde yfir að nú þyrfti að einkavæða orkukerfið. Nú er þessi umræða á fullu og alvara í refunum. Mikið vill meira og meira verður aldrei nóg. Gullgæsin heitir Landsvirkjun. Nú verð ég að segja að mér vitandi er orkuverð ekkert það hátt á Íslandi. Af hverju "laga" eitthvað sem ekki er bilað? Af hverju þarf að einkavæða ef enginn kvartar yfir rafmagnsreikningum? Ég bý í New York þar sem rafmagnið var einkavætt og ég borga síhækkandi rafmagnsreikninga, allt upp í $400- á mánuði og það bara fyrir 160 fm íbúð. Nei einkavæðingin er ekki "lausnin" heldur er lausnin þegar komin í höfn. Saman stöndum við, sundruð föllum við.

    Fólk veit ekki hvað það hefur það gott -fyrr en það er búið að missa það sem það hafði.

Ástarkveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Þú sérð þetta svo vel af því að þú ert í USA og hefur samanburðinn. Ég skil ekki afhverju menn eru alltaf að sækjast eftir því að breyta Íslandi ? Þetta eru orð í tíma töluð.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 17.4.2007 kl. 18:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann virðist ennþá ganga í fólk þessi stóri draumur um eitthvað fjarlægt. Fjöldi stjórnmálamanna trúir því að þeir eigi að koma einhverri guðsvolaðri þjóð inn í nýja veröld tækni og velsældar. Ég er orðinn svo gamall að ég man næstum alla þessa lífskjarabreytingu og tæknivæðingu. Ég er löngu búinn að sjá það líka að við höfum ekki eftir neinu að sækjast lengur nema þá helst einfaldara lífi og ef til væri einhver svona "meðferð" við græðgi, líkt og meðferð við alkaholisma.

Árni Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Tækniframfarir og markaðsbreytingar hafa komið símtalakostnaði niður. Einokandi risar eru þeir sem viðhalda kerfinu í sama gamla, hvort sem um er að ræða ríkissíma eða Amerísku auðhringasímfyrirtækin. Veistu að hér í USA var Bell skipt upp 1984 vegna einkokunar. Fyrst var voða gaman. Núna er ástandið bara ekkert betra. Símfyrirtækin pottþétt í samráði og mínútan til Íslands kostar 50-60 kall. Já það er 2007. Ef ekki væri fyrir netið og netsíma (vonage ofl.)  þá væru öll símtöl til Íslands stutt. Þetta eru jú EINKAfyrirtæki.

Og hvað er þá að?

Reyndar lít ég eki á þessi fyrirtæki sem einkafyrirtæki. Afi var með einkafyrirtæki. Auðhringar á borð við símfyrirtækin hér eru í raun KLÍKUfyrirtæki. Sem hafa ekkert með þjónustuna að gera heldur bara með gróðann að gera.

Þannig að lausnin er ekki annað hvort ríki EÐA einka, heldur hæfilegt sambland af hvorutveggja. Þeir sem segja ríkið eigi að gera allt eru einfaldlega öfgamenn. Sammála. En þeir sem segja EINKA eigi að gera allt eru líka öfgamenn. Því í stærri verkum ertu kominn í klíkurekstur og einkareksturinn hjá afa hefði ekkert haft í samkeppni við BÓNUS heldur.

Annars er áhugavert að einkaútvarpsstöðvarnar, sem eiga fullann tilverurétt, eru drasl á meðan ég hlusta oft á RÚV.

Póstur í Ameríku er tvískiptur, ríkispóstur og einkapóstur. Ríkispóstur á bréf til Nebraska kostar 0.39 USD (25kr) en hjá póstþjónustu rekinni af einkaaðila kostar sama 5.00-10.00 USD (350-650kr). Það er mat í hverju tilviki hvað er betri þjónusta, en ef markaðslögmálið ræður, þá vinnur ríkispósturinn.

Svo máttu, minn kæri Örn, lesa betur í auglýsingafárið og spá í hvað orðið forræðishyggja merkir. Hún er ekki eitthvað sem er vont eða slæmt. Enda notarðu hana á börnin þín með ágætum árangri og fylgir henni eftir í umferðarreglum etc. En auglýsingar eru sannarlega forræðishyggja sem sést vel á hvernig fólk fer eftir þeim. Fjölmiðlar einungis byggðir á þessari tegund forræðishyggju leiðir fljótt í hugarfar sem í dag er einn krabbinn í Amerísku þjóðfélagi. Og Ameríka er sannarlega fyrirmynd Íslands.

Ekki að ég hafi neitt á móti auglýsingum, þannig séð.

30 daga afgreiðsla á síma, sjónvarp 6 daga, gjaldeyrisskömmtun etc eru bara börn síns tíma rétt eins og bjór ofl. og hafa auðvitað ekkert með einkavæðingu Landsvirkjunar að gera. Rafmagnsverð til þín er ekki hátt og ekki vandamál í þínu "frelsi".

Ólafur Þórðarson, 19.4.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Frekar staðlaðir frasar með ívafi á símakostnaðarlækkunum. Hjá mér hefur símakostnaður fyrst lækkað einungis með tilkomu netsins og net-síma. Það er tækniframför hvað viðkemur kúnna enda. En auðvitað er símakostnaður bara smáatriði í stærri mynd. 

Enginn er að ræða að hafa annað hvort ríki EÐA fyrirtæki í einkaeign.

Trúarbrögðin í dag snúast um að rugla saman hagræðingu almennt og einkavæðingu, og að rugla saman frjálsum markaði og lýðræði, etc. Stikk orð og frasar sem eiga sér oft litla stoð í raunveruleikanum, eins og þessi hlutar trúnnar um að samkeppni sé bara af hinu góða. Það fer nefnilega eftir aðstæðum hvort samkeppni sem slík sé góð eða slæm, því samkeppni sem slík er bara allt annar hlutur.

Hitt með hvort "USA fór út af brautinni", þá er það deginum ljósara að það er vegna einkavinavæðingar, sölumennsku og fyrirtækjabrasks í beinum tengslum við hið opinbera. Það má draga allar línur úr vandamálunum í skorti á aðhaldi frá hinu opinbera, þ.e. að tól lýðræðisins hefur verið skemmt af bröskurum. Svo haltu í þér andanum kæri Örn og bíddu í áratug eða tvo og þá muntu sjá samhliða vandamál dúkka upp á Íslandi, ef þau eru ekki þegar byrjuð að klóra í bakkann. Þú skalt ekki halda að fyrirtækin séu eitthvað aðskilin frá stjórnmálamönnunum, það er afar villandi að halda slíku fram.

Ólafur Þórðarson, 24.4.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband