24.3.2007 | 04:10
Macintosh eða Windows tölvur. Epli eða appelsínur?
Fyrst þegar ég fór á fast með tölvu, ca 1994, þá var ég með Macintosh en færði mig yfir á Windows nokkrum árum seinna þar til um daginn að ég skellti mér á svona MacBook Pro sem aukatölvu.
Á þessum árum hefur maður gert sér smá grein fyrir því að fólk skipar sér í flokka eftir því hvaða stýrikerfi eru á tölvunum þeirra. Undalegt nokk. Macintosh notendur hata Windows og Windows notendur hata Macintosh. Fólk skipar sér svo í fylkingar og með vinahópum eftir þessu. Það má því segja að stýrikerfin komist alveg inná heila í ansi mörgum. Kannski er hægt að bera þetta fyrirbæri saman við ráðningar ef menn spila Golf eins og hinir, þá eru betri líkur á ráðningu. Ef menn skipa sér með samsk, PC fólki, þá eru kannski betri líkur á að fá lánuð forrit eða ráðleggingar með tæknivandamál.
Hef verið með annan fótinn á skrifstofu hér í NY, og þar tek ég eftir að menn eru sífellt að reka sig á einhver "stillingavandamál." Þessir skrifstofumenn hata Macintosh, svo þegar eithvað vandamálið kemur upp læt ég það vaða: "why don´t you just get a Mac?" Er litinn hornauga en það er samt eins og eitthvað sannleikskorn sé að laumast inn þrátt fyrir augnaráðið sem ég fæ fyrir skotið. Og ég hlæ. Samt vantar nú smælíkalla og myndaoptions á bloggið hér í gegnum Opera vafrarann. Hvernig hlæ ég hér?
Fór í dag í APPLE búðina á 5. Avenue. Þar var þvílíkt æði í gangi að mætti vel rugla saman við Star-Trek ráðstefnu, allt "svo ógeðslega kúl" og allskyns 70´s retróstílar í gangi á tækjadótinu. Hvítt harðplast með rúnuðum hornum og voða sjabbí tónlistarkúl eithvað í gangi og allir voða rokkandi og svo voða kúl eitthvað og uppteknir við að skoða og slefa á tölvurnar sem virtust vera að verða eins og risa-LCD skjáir úr geimstöðinni hjá Dr Spak. Sem er í sömu fötum og afgreiðslufólkið. Eða var hann dauður? Sko ég náði þessu ekki alveg. Inngangurinn var eins og maður væri lítill kall að labba ofan í einn tölvukassann. Ferköntuð útgáfa af IMPei glerpýramídanum í Louvre frá því fyrir eitthvað 20+ árum síðan, og með málm-epli hangandi í miðjunni. Hefði mátt vera hologram epli if you ask me.
Allavega var ætlunin að blogga smá um skoðunina þessar fyrstu 2 stuttu vikur, af Macintoshinum. Vægast sagt undarlega góð. Macintosh kerfið er til mun viðmótsþýðra og hingað til hefur tölvan farið fram úr öllum vonum. Til að mynda þegar ég tengdi þráðlausu músina, þá bara var það ekkert mál. Sömu mús tók 30 mínútur að koma inn á Pésann, með 1-1/2 bls leiðbeiningum, þrátt fyrir að stýrikerfið er með öllum síðustu uppfærslum. Þráðlaus netenging? Gluggi birtist og ég bara smellti á OK. Auðvitað eiga svona hlutir bara að virka og maður á ekkert að þurfa að stilla neitt.
Það sem mig grunar að sé helsti munurinn er að Macintoshinn gefi manni meiri frið til að vinna og einbeita sér. Það eru engar aðvaranir, engar blaðurbólur sem vara mann við vírusvarnir og allt hitt. Mac kerfið er bara hljótt og skýrt og vel hannað viðmót, svipmót og notendavænt kerfi. Að vísu kann ég illa við IBM-legt lyklaborðið á MacBook Pro en voða vel við takkana á MacBook, þessum hvítu.
Annað er að multimedia virkar mun þjálla. Til að mynda ef þú stingur DVD í Windows tölvu og vilt spila, þá uppgötvarðu að fyrst þarftu að fara á netið til að finna þér spilaraforrit. Svo eftir alls kyns hundakúnstir er hægt að byrja að spila DVD myndir.
Í Macintoshinum stingurðu disknum bara inn og þá kemur upp skjár sem þú getur spilað og stillt með lítilli fjarstýringu eða lyklaborðinu. Þannig að notandinn þarf ekki að hafa aukalega fyrir einföldustu hlutum, Macintoshinn bara virkar og ekkert maus. Það er auðvelt að búa til tónlist og kvikmyndir fyrst og fremst vegna þess að þetta bara liggur fyrir sem hluti af tölvunni sem þú kaupir.
Ég er því farinn að halda að fólkið sem skiptir sér í flokka sé annars vegar Windows notendur, sem sparar peninga með sínu kerfi en fá í staðinn fleiri smærri hausverki. Það er vel hægt að venjast mígreni ef það er ekki alveg bilað sárt. Macintosh notendur eru frekar svona fólk sem er með "góðann smekk" og velur sér apparat eins og það velur sér þægilegann, fallegann einfaldann stól. Windows notendur eru alveg eins með bara einhvern plast draslstól og lætur eins og því sé alveg sama hvernig útlit er á öllu. Ég hef ekki enn notað límmiðana sem fylgdu Mac tölvunni, mynd af sætu hvítu eppli. Á maður að líma þá á Windows tölvuna gömlu? Hugmyndir óskast fyrir þetta framtíðarverkefni.
Þá má spyrja hvort hægt sé að finna pólitíska fylgni meðal Mac notenda á móts við Windows? Er áberandi t.d. hvort Windows notendur séu hlutfallslega frekar áhangendur markaðsnauðhyggju og Bush, hvort sem þeir búa í útteipuðum trailer eða ósmekklegum ríkramannahöllum. Eða hvort Mac notendur séu meira svona intellectual listatýpur sem kann ekki á tölvur? Fólk getur verið voða viðkvæmt fyrir svona hlutum. Mér finnst mikil framför á Makkinum, eins og að komast í geimskip eftir að hafa verið að skransa um á ryðguðum kagga í öll þessi ár. Þetta er tölva númer 7 ef ég tel rétt. Ritvélar ekki taldar með.
En 2 vikur segja ekki allt, verð ábyggilega farinn að væla yfir einhverju sem kemur upp um hvað vitlaus ég raunverulega er með tölvur, hafandi alið upp manninn á svarta manual stálritvél 4 Christs sake. Sem minnir mig á þessa áhugaverðu síðu með total sögu tölvunnar:
http://www.computermuseum.li/Testpage/01HISTORYCD-Chrono1.htm
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:16 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- arh
- robertb
- nimbus
- hehau
- soley
- gmaria
- tulugaq
- andreaolafs
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- skodunmin
- varmarsamtokin
- joiragnars
- lextalionis
- gbo
- malacai
- floyde
- skarfur
- reykur
- fsfi
- gudmunduroli
- hallgrimurg
- veravakandi
- drum
- hlekkur
- haddih
- prakkarinn
- kreppukallinn
- krilli
- liljabolla
- magnusthor
- manisvans
- sgj
- huldumenn
- svarthamar
- palmig
- pjetur
- pjeturstefans
- ransu
- raudurvettvangur
- robertthorh
- runarsv
- lovelikeblood
- sivvaeysteinsa
- fia
- stefans
- stjornuskodun
- midborg
- sveinnolafsson
- torfusamtokin
- vest1
- steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world
Athugasemdir
Hef aldrei almennilega skilið þennan ríg. Þetta minnir nánast á trúarbragðastríð. Tölva er tölva...meira að segja eru Apple tölvur í dag komnar með Intel örgjörva og Microsoft á orðið stóran hlut í Apple. Manni hefur sýnst að makkafólkið geri nú heldur meira úr þessum ríg...keyra um með Apple lógó bumpersticker svona nánast sem statust symbol...hálfgert snobb fynnst mér.
"Why can´t we all just...get along?"
Annars hef ég ekkert á móti Apple tölvum...örugglega alveg ágætar til síns brúks...og til hamingju með nýja MacBookið! Vona að hún þjóni þér vel. Sjálfur er ég mjög sáttur við mína ágætu Windows Vista maskínu. Allir glaðir! Peace!
Róbert Björnsson, 24.3.2007 kl. 04:51
gott hjá þér ... ég meina Veffari að fá þér Mac aftur. Ég vona að þú getir núna sett upp mic og peaker og komist í gang aftur á Skype. Það er rétt þetta með Windows kerfið að alltof mikill tími fer í að halda kerfinu gangandi í stað þess að vera "pródúktífur". Eg hef nú ekki notað mackintosh síðan 1985 og nú keyrir Mac á Unix grunni sem er stýrikerfi frá 197X. Eina ástæðan fyrir því að ég er með Windows er af því að hinir eru með það, þá er líklegra að ég lendi ekki í skráarskiptavandmálum.
Apple er hins vegar ofmetið að mörgu leiti. Hér er mín reynsla af þeim í hnotskurn
- Keypti Apple Airport þráðlausan sendi og þráðlaus tónlistarbrú. Þessi ágæta hugmynd virka rmeð iTunes þannig að þú átt að geta spilað þráðlaust úr tölvu í græjurnar. Þetta gekk alltaf illa í meginatriðum og ég nota þetta eingöngu sem sendi. Sem dæmi um takmörkun græjunnar að ég gat ekki spilað netdrifi tónlist. M.ö.o. hafir þú netþjón með tónlist og mappar það drif á iTunes tölvuna þá spilast bara AAC skrár. Tækið átti það síðan til að hverfa af stjórnborði.
- eignaðist Apple Shuffle. Eftir mikið stimabrak tóks að formattera græjuna þannig að eitthvað spilaðist en það varaði ekki lengi. Komið í ruslið.
- iPod Nano 2Gb. Hef mikið þurft að reformattera og resetta þessa græju til að losna við ýmsar villumeldingar. Nú er undarlega lítið minni eftir miða við fjölda laga. Flókin samskipti við iTunes gera það líka að verkum að ég hreinlega nenni ekki að standa í rekstri á þessu. 'Eg vill einfaldan MP3 spilara sem mappast sem harður diskur. Ekkiert iTunes millilag.
- iPod nano 4Gb var keyptur handa heimasætunni. Hann sýndi stöðugar error meldingar og var ívið verri en sá ofangreindi. Skilað og dæmdur ónýtur, von er á nýjum frá Apple umboði. Bíð spenntur eftir að skap dóttur minnar batni við það.
Niðurstaða mín af eigin reynslu: Apple er gjörsamlega ofmetið í tónlistarspilageiranum. Þeir eru Microsoft MP3 spilaramarkaðarins.
nyrkill (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 10:43
Áhugavert þetta með ipoddarana. Hef aldrei átt slíkt, reyndar aldrei átt góðann mp3 spilara. Hef át 3 svona lausa mp3 spilara og 2 ónothæfir og sá síðastiu rétt brúkanlegur. Ég held það þurfi að setja lög yfir þesi fyrirtæki sem eru að selja okkur ónothæft drasl á uppsprengdu verði.
Winamp spilarinn fyrir Windows kerfið er fjandi góður, en þungur í vöfum oft.
En ef maður grípur í Macintosh og opnar forritin Garageband, iMovie, þá er ekkert sambærilegt á Windows sem er auðvelt í notkun og kemur bara með tölvunni. Menn eins og ég eyða meiri tíma í að laa stillingar á Windows en að prófa að skpa nýja hluti, hvort sem þeir eru gagnlegir fyrir mig eða bara eitthvað annað, þá er tímanum betur eytt í að búa til frekar en að stilla gallaðar vörur.
Ólafur Þórðarson, 24.3.2007 kl. 17:11
Takk fyrir skemmtilegan pistil! Er búin að eiga mína Mac Book Pro í heilt ár og elska hana enn, lyklaborð og allt. Átti Power book G4 áður (sem ég elskaði líka) en hún varð fyrir kaffislysi sem heimilistryggingin bætti með fjárútlátum fyrir þessari. Langar ekkert í windows-viðmót. Díla við það í vinnunni, sem er alveg nóg. Ætli þetta sé ekki málið: ONCE YOU GO MAC, YOU NEVER GO BACK Annars finnst mér ekki mikið mál að svissa. Er ekki mjög anal með hefðir og vana.
Ps. Fáðu þér firefox fyrir broskallana. Maður verður að geta hlegið!
Laufey Ólafsdóttir, 28.3.2007 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.