Rugl er þetta!

Þó að markaðurinn fari úr 12,3 í 12,1 þá er mér nú bara persónulega slétt skítsama. Þetta eru ekki-fréttir, nema fyrir bilaða braskara með hland fyrir hjarta ef "markaðurinn", að því er virðist aðal vinur þeirra, hækkar eða lækkar.

Eiga þeir sem halda að þetta bylti lífi þeirra við einhver persónuleg vandamál að stríða, s.s. að vera heilaþvegnir í að halda að peningar séu það eina sem máli skiptir? Ég hef þekkt marga sem eru yfir sig stressaðir með bípper ef verðbréfin þeirra kingcrims-courthækka eða lækka. Svo eru þeir allann daginn að kippast til við að heyra bíppið og hringja sveittir og kexruglaðir í sölukallinn. Þetta truflar vinnu þeirra og er klárt dæmi um siðferðilega hnignun í þjóðfélaginu. Rétt eins og dópið fór illa með marga á hippaárunum. Þá er heilbrigðara fyrir svona flest fólk að bara vinna sína vinnu með gufuna í bakgrunni, standa uppi á stól og syngja, reyna að minnka svoldið þessa óheilbrigðu samkeppni við alla vini sína og frekar vilja fólki vel.

Vandamál Bandaríkjanna eru margþætt, m.a. að þó hlutabréfamarkaðir fari upp eins og 1995-2000, þá hefur fátækt samt aukist. Bara lesa sig til um þessi mál. Þeir á botninum þéna minna en fyrir "uppsveifluna." Millistétt er smátt og smátt að færast á botninn. Þá vaknar sú spurning hvaða máli markaðsspilavítið skiptir, þegar það svo augljóslega þjónar einungis ákveðnum valdatoppi.

Vandamálið er ekki bara að Íslendingar upp til hópa geta misst húsið til bankanna í einhverjum öldudal, það er einkenni á sjálfu vandamálinu. Vandamálið sjálft er hvers vegna kerfinu var breytt svo beisikk hlutur eins og húsnæði er orðið að fjárhættuspili á uppsprengdu verði fyrir venjulegt fólk. Hvers vegna var verið að breyta kerfi sem virkaði, bara í nafni asnalegra peningatrúarbragða frá Texas? Kerfi sem breytir 10 milljóna íbúð í 50 milljóna íbúð er AUGLJÓSLEGA ekki að virka. Nema fyrir kexruglaða braskara. Því launin hækka ekki nema smá brot af þessu og þ.a.l. hefur fólk það ekkert betra.

Það er nefnilega mun skemmtilegra að vera til ef maður þarf ekki að hafa áhyggjur af svona stjúpid hlutum eins og ef markaðurinn fer upp um eitt prósent einhvers staðar úti í löndum að geta misst einföldustu eigurnar sínar bara ef braskaratölur fara upp eða niður.

Jæja, nú ætla ég að fá mér eitthvað róandi og fara að vinna. Tounge


mbl.is Óróleiki á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum hefur víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband