Banana-hugsanaháttur hjá ráðherra?

"Árni Mathiesen segir það hinsvegar vonbrigði að veitingahúsin séu ekki að skila virðisaukaskattslækkuninni inn í verðlag á veitingum. "


Mig grunar að menn séu að rugla bananasölum annars vegar, og matþjónustu hins vegar. Matarinnkaup á veitingahúsi er ekki nema takmarkaður hluti af kostnaði við rekstur veitingahúss. Það er ekki eins og banani fari á diskinn eins og hann var keyptur inn, í hýðinu og alles. "Sjöprósent afslátt, þjófur!!" hrópar maðurinn með opna munninn.

arnimattMat þarf að elda, stilla upp á disk, bera fram og þjóna til borðs, bíða eftir að mathákarnir hámi draslið í sig og svo í lokin taka diskana og þvo þá upp og stilla upp fyrir næsta sett. Ekki gleyma að þrífa líka borðið og allt sem tilheyrir matreiðslunni.

Þessi samanburður við matvörubúðir er því út í hött. Veitingahús lækka varla verðið sem þessu nemur, nema kannski 2% plús mínus þegar upp er staðið, enda mun meiri kostnaður í launum og fíniríheitum tengdum þjónustunni. Matvörubúð þarf varla meira en pláss fyrir stálhillur, búðarkerrur og búðarkassa, þar sem kúnninn hjálpar sér algerlega sjálfur.

Sko mister fjármálaráðherra á nú að geta sett upp svona einfaldar forsendur sjálfur áður en hann fer að lýsa vonbrigðum.

Hef tvær alvarlegri athugasemdir við þetta mál allt:

1. Hvers vegna lækkar sælgæti og óhollur matur svona miklu meira en hollur matur? Hverjum er verið að þjóna? Varla bættri/fyrirbyggjandi heilsugæslu?

2. Hvernig fer ríkið að ná endum saman þegar svona mikið minna fer í ríkiskassann? Hvað kemur í staðinn og hvað missa þjóðfélagsþegnar fyrir vikið? Minni heilsugæslu? Verri skóla? Hvað gefur?

Bon apetit.


mbl.is Fjármálaráðherra: Vonbrigði að veitingahúsin hafi ekki lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband