Nú er að kýla á hafnargerðina.

Hafnargerð í Bakkafjöru.

Herjólfsleiðin er alger hörmung, tímafrek og yfir langt og úfið haf að fara. Herjólfur er auðvitað mikill samgönguþröskuldur fyrir eyjar. En það eru rétt um 5km í land úr eyjum og svifnökkvi færi þetta á örfáum mínútum.

Loksins kæmist maður til eyja án þess að taka hálfann eða heilann dag bara til að ferðast.

Tal um göng er tal um mjög dýra framkvæmd fyrir lítið byggðarlag. Þar til gangagerð hefur náð hagkvæmni er Bakkafjöruhöfn góður, auðveldur og ódýr kostur sem ætti að vera frekar einfalt mál miðað við getu til hafnargerðar á landinu.

Hef skrifað svoldið um þetta á Málefnum.com en það er furðulegt að þessi höfn hafi ekki verið gerð fyrir löngu síðan. Ef þetta gengur upp, þá segi ég bara til hamingju Vestmannaeyjingar.


mbl.is Telja gerð hafnar í Bakkafjöru vel mögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sá sami ??? Já eyjan færist ekki við þetta. ´

Núna get ég farið til eyja, hef ekki getað farið með Herjólfi út af sjóriðu.

Svo seinna verður kannski hægt að gera göng og þá eru vegir að bakkafjöru góðir.

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er Það rétt? Prófum að reikna:

1. Herjólfur 3 klst á sjó + 45 mín keyrsla = 3:45 klst
2. Bakkavör 30 mín á sjó + 1 klst 15 mín keyrsla = 1:45 klst

Svona já miðað við sams konar dall. Bakkavör er ca 1/6 leiðarinnar í Þorlákshöfn. Svifnökkvi í Bakkavör væri mjög snöggur, sennilega varla meira en 15 mín. Ef rúta bíður á Bakkavör, þá er hægt að slappa af og hafa tengingar í Hellu, Hvolsvöll, Selfoss og Hveragerði áður en komið er til Reykjavíkur. Mér líst mjög vel á þetta, nema Þorlákshöfn tapar á þessu. Hef satt að segja aldrei nennt að drolla þetta með Herjólfi sem er með stopular ferðir vegna þess hvað sjóleiðin er löng.

Ólafur Þórðarson, 9.3.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson


Reyndar keyri ég yfirleitt á löglegum hraða. En er ekki ca 1:15 frá Reykjavík að Markarfljótsbrú? Eða 1:30?
Veit ekki hversu margar ferðir falla út vegna veðurs á Bakkafjöru, hvað telur þú það vera, og er það eitthvað sem hægt er að minka með réttri hafnargerð?

Með stopulum ferðum á ég við:

frá Eyjum  kl. 08:00 og 16:00
frá Þorlák kl. 12:00 og 19:30

Bakkavör væri meira svona með samsk dalli, ef ég skil dæmið rétt:

Frá Eyjum   Kl. 08:00, 11:00, 14:00, 17:00, 20:00
Frá Bakkav Kl. 09:30, 12:30, 15:30, 18:30, 21:30

Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 15:25

4 identicon

Hvernig er það herra veffari, ertu Eyjamaður eða einn af þeim sem aldrei hefur komið til Eyja???? Má ég þá benda á nokkur atriði. Núverandi Herjólfur er 2 tíma og 45 mínútur til Þorlákshafnar. Hann hefur þjónað okkur Eyja mönnum og öðrum ferðamönnum á þessari leið nú í 16 ár. Maður nokkur, að nafni Gísli Viggósson hannaði og breytti innsiglingunni í Þorlákshöfn sem gerði það að verkum að innsiglingin er mun hættulegri fyrir stærri skip álíka og Herjólf. Hönnun hafnargarðanna er þannig að skipið verður, þegar kemur að hafnar mynninu að taka mjög krappa beygju og sigla svo meðfram hafnargarðinum með ölduna á hliðina á skipinu til að komast inn í höfnina. Þessi breyting hefur orðið til þess, að þegar slæm veður eru, er innsiglingin verulega hættuleg og skipstjórarnir hræddir við að missa skipið upp í hafnargarðana. Þar af leiðandi hafa verið felldar niður ferðir Herjólfs. Og get ég sagt þér það að í Nóvember og Desember síðast liðinn féllu niður jafn margar ferðir og frá því að Herjólfur kom nýr til Eyja fyrir 16 árum síðan. Punkturinn með þessu innslagi er sú, að maðurinn sem hannaði breytingar þessar í Þorlákshöfn er sami SNILLINGURINN og hannar Bakkafjöru höfn. Ég veit hreinlega ekki hvort Gísli Viggósson vill sjá á eftir flestum okkar Eyjamönnum í HAFIÐ, en hann virðirt vera að reyna sitt besta í því, mann greyið. Ég gæti haldið áfram endalaust, og þá sérstaklega þegar kemur að Bakkafjöru höfn sjálfri, en ætla að láta nægja að segja að Gísli Viggósson er búin að skila LOKA SKÝRSLU um Bakkafjöru höfn, en þó segir hann í kynningu sinni hér í Eyjum ekki alls fyrir löngu að rannsóknum sé nú reyndar ekki nærri lokið.....    Hvaða vit er í þessu?????    Og, jú, þetta á allt að vera klárt og hægt að sigla þarna uppeftir eftir 3 ár..... JÁ 3 ÁR TAKK FYRIR..... við sjáum til ;-) 

I DON´T THINK SO

Bibba (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta er mjög áhugavert að lesa. Við skulum vona að kanturinn og garðarnir í Bakkafjöru reynist betur en grjótið í Þorlákshöfn. Mér hefur heyrst á eyjafólki að það sé svartsýnt á Bakkafjöruna, án þess að ég hafi heyrt nein ákveðin rök í því sambandi. Ef menn eru með skeptík varðandi útfærslu á þessari nýju höfn myndi ég halda að hægt sé að kalla til aðra sérfræðinga í hafnargerð til að meta tillögu þessarar nýju hjá snillingnum eins og þú nefnir hann.
Ég sé ekki betur en að hugmynd sem slík að höfn í Bakkafjöru sé prýðisgóð og rétt 1/6 af volkinu til Þorlákshafnar.

Ef þú telur þetta bara ófært, þá myndi ég þó halda að þetta mannvirki væri sáralítið verkfræðiafrek (og kostnaður) miðað við göngin sem óneitanlega væru Ídeal. En hvað er það við Bakkafjöru sem gerir hana tortryggilega?

Ég bý í langtíburtistan, sem kemur málinu svo sem lítið við. 

Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband