Hlægileg Las Vegas-forsjárhyggja.

Málið er auðvitað að auðlindaskiptingin eins og hún stendur í dag gengur þvert á rétt einstaklinga í sjávarplássum víðs vegar um landið. Menn sem vilja fara að fiska þurfa að greiða himinhátt verð áður en fiskurinn er veiddur af því braskarar fá forgangsrétt fram yfir alla. Af hverju eru dellingar að verja rétt freks og yfirgangsmikils minnihlutahóps fram yfir rétt margfalt fleirri einstaklinga um land allt? Þetta bara gengur ekki upp.

Þessir jólasveinar í kjallaranum á Háaleitisbraut 1 gefa oft frá sér svipaðar yfirlýsingar, svona eins og þegar Páfinn segir það glæp gegn Guði að nota smokka. Eða þegar Páfi sagði jörðina ekkert vera hnöttótta. Fyrirsjáanlegt blaður og forsjárhyggja komin beint frá bröskurum í Las Vegas. Það er nefnilega síst ríkið sem er með forsjárhyggju, heldur áhangendur peningaræðisins, og þeir eru jú líka óvinir lýðræðisins þegar upp er staðið.salesman

Þessi er líka svoldið fyndinn frasi: "Þjóðnýting hafi hvarvetna leitt til sóunar og lakari lífskjara." Sko, ef ekki væri fyrir ríkið sem sterkt afl og tól fyrir landsmenn, þá væru Íslendingar mjög misskipt þjóðfélag. Með ríkið sem skipuleggjanda hefur verið lagður hringvegur, hafnir byggðar og ýmsir flugvellir, skólakerfi sem við megum sannarlega vera stolt af, nemendir sendir um heim allann til að mennta sig, spítalar í háum kaliber og heilbrigðisþjónusta sem fæstir vilja sjá af. Bara svona til að nefna sumt sem tekist hefur með þessu "hræðilega ríki." Sambland ríkisins og fyrirtækja og einstaklingsdugnaðar hefur reynst bara ágætlega, enda Ísland komið með velferðarþjóðfélag í kringum 1970-1980. Langt fyrir daga þessarar einkavæðingardellu.

Það er erfitt að kyngja þessum trúaröfgarfrösum að ríkið sé einhvern veginn þetta vonda og illa afl. Enda eru þessir óvinir ríkisins í raun óvinir lýðræðis Íslands. Hef búið í USA í rúm 23 ár og djö maður, margir Íslendingar vita ekki hvað þeir hafa það gott, einmitt vegna sterks ríkis og dugmikilla eintaklinga. Stundum finnst mér eins og andstæðingar lýðræðisins og ríkisins séu svona eins og tímabundið afvegaleiddir gelgjukrakkar sem halda foreldra sína svo vonda, án þess að sjá jákvæðu hliðarnar fyrr en þeir eignast sjálfir krakka.


mbl.is SUS andvígt auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1957

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband