Fjarlægja óstöðugleika?

Ha, að fjarlægja óstöðugleika? Er verið að tala um krónuna enn einu sinni eða er verið að vitna í markaðsdýfurnar sem eru svo oft notaðar til að hækka verð? Hvernig fjarlægja menn óstöðugleika? Fyrst við erum byrjuð, já, hvernig fjarlægjum við þessar leiðinda öldur á úthafinu?

Meiri vextir skila alltaf meiri hagnaði og kannski er trúin á hið nýja trúarhópaprojekt frjálshyggju og einkavæðingarbraskara enn svo sterk að hún haldist jafnblind eftir að nýjabrumið er farið og glansinn rispast, sérstaklega hjá þessum á skítalaununum. Lántökur eru á vöxtum m.a. skv. samningum við þá erlendu aðila, sem verða þá eiginlegir lánadrottnar.

"Bankinn lýtur svo á að samfélagsleg ábyrgð sé sjálfsábyrgð." Góð þessi heimspekilega pæling. Gæti smellpassað inní einhverja auglýsinguna. "Hugsaðu um sjálfann þig og þá ertu að hugsa um aðra." Eða virkar lífið virkilega svona? Bara á Íslandi? Veit ekki betur en að met-hagnaður hafi verið hjá bönkunum og þá vaknar ein spurning: Af hverju hækka þá vextir? "Samfélagsleg ábyrgð" segir okkur að þá lækki bankarnir vexti, enda eru þeir bara í þessu til að deila kökunni, ekki satt?

 Hér er margverðlaunuð og afar áhugaverð heimildarmynd frá síðasta áratug, um alþjóðabankana IMF og er einn póll í umræðuna um hvernig starfað er fyrir aftan leiktjöldin og hvernig samfélagslega ábyrgðin virkar útávið líka.

Hvet stuttbuxnatrúarhópinn til að skoða þetta.


mbl.is Ekki við viðskiptabanka að sakast þótt vextir séu háir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband