Valdið talar!

Já valdið á bakvið stjórnmálamennina segir það sem verður gert. Krónunni hent út fyrir erlenda gjaldmiðla. Valdið talar svona, fjölmiðlarnir eru gegnumsósa af tali um getuleysi ríkisins og hvernig Íslenskt ríki sé einhvern veginn orðið erkióvinur fólksins. Lýðræði, einhver? Er verið að spyrja landsmenn eða eru þetta bara "ákvarðanir" viðskiptamanna á bakvið tjöldin?

Áhugaverð og skyld málefni:

Hver borgar fyrir auglýsingar stjórnmálamannanna í komandi kosningum? 

Hvers vegna eru auglýsingar ráðandi þáttur í kosningum? Er verið að selja banana með innantómu gjálfrinu?

Hverra máli tala stjórnmálamennirnir í raun? Einkaklíkum "fjárfesta" eða máli almennings?

Er Íslenska ríkið tól almennings til lýðræðis, eða er það óvinur landsmanna? Hvað köllum við menn sem tala um ríkið sem óvin? Eru þeir talsmenn lýðræðis eða að svíkja lit?

Mun markaðsfrelsið ryðja lýðræðinu til hliðar með tilheyrandi persónulegu ófrelsi þeirra sem vinna á skítalaununum?


mbl.is Segir íslensku krónuna munu hverfa með tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Evran og ESB myndu eyða allri ákvarðana töku og gera íslensk stjórnmál marklaus. Við myndum ekki vera lengur sjálfstætt ríki heldur einungis hérað Í USE. Það er talað um það að land án hers sé í raun ekki sjálfstætt. Hvað er þá land sem er án hers og sjálfstæðra utanríkisstefnu. Sem betur fer er það bara 1 flokkur og hverandi afl í öðrum sem vilja evru og ESB. Enda voru það þeir sem töluðu fyrir Sovét hérna áður. 

Fannar frá Rifi, 9.2.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband