Þú hefur verið vondur strákur og færð ekki neinn iPod!

Viðskiptabann skemmir alltaf mest fyrir þeim sem minnst mega sín í viðkomandi löndum.

"Þú hefur verið vondur strákur og færð ekki neinn iPod!"

Uppeldi þar sem börn eru skömmuð í tíma og ótíma er ekkert uppeldi. Og þetta hugarfar með að koma fram við annað fólk eins og smákrakka skilar engu góðu, er reyndar ein ástæða þess að viðkomandi fara í varnarstöðu og jafnvel koma sér upp kjarnorkuvopnum til að geta varið sig. Engin furða kannski, hvað gerir maður þegar maður er umkringdur af forkólfum viðskiptalífsins um heim allann, sem bíða eftir að breyta flókinni persónu manns í eitthvað bara eitt: afarþunnann neytanda.

"Þú færð engann IPod nema þú gerist viðskiptamaður!!"

Og svo er fullt af kjarnorkuvopnum beint að NKóreu as we speak, baby. Annars þykir mér fyndið að banna IPods. Fyrir utan það að 1) iPods eru að sumu leyti frekar tól lýðræðis, eins og prentvélin, eða það að 2) yfirmenn redda sér hvort eð er ipods með því að fara bara í búð í New York eða Peking og fara með nokkra til vina sinna...
...þá þykir mér skrautlegast að banna mest auglýstu munaðarvöruna, eins og það sé svona hryllilega agalegt að vera án iPods. Annað hvort sveltandi NKóreubúar hafi efni á slíku? iPod er fyrst og fremst uppfundin nauðsynjavara, selst af því að hún er vel auglýst. Fólk gegnumsósa í heilanum af auglýsingaskrumi sér því það sem eitthvað voðalegt að fá ekki að kaupa sér iPod. Þegar staðreyndin er að mikill bókalestur hefur allt umfram svona gimmik græju hvað viðkemur persónulegum þroska einstaklinga.

Spurning hvort Steve Jobs hefur álíka mikil áhrif á utanríkisstefnur BNA, og Lee Raymond forstjóri Exxon og Uberskrímsli Bandaríska viðskiptageirans. Sem sagt þetta er auglýsing fyrir IPod! Áróður kemur að sjálfsögðu mestur úr herbúðum auglýsendanna.

Eitt til umhugsunar: Ef trampólín seldust eins vel og iPod er ég viss um að skrípin sem eru ábyrg fyrir þessum dellu-utanríkisstefnum myndu banna N-Kóreubúm að hoppa.

Svona til gamans má geta þess að ég var að kaupa mér iPod. Enda heilaþveginn eins og allir aðrir. Nema hann er BARA eitthvað annað framleiðslumerki.

Halo


mbl.is Viðskiptabann á norður-kóreska valdastétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1916

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband