Hörmulegar já, það er greinilegt.

"Afleiðingarnar mistaka munu vera hörmulegar og þeirra mun víða gæta,“ segir í stefnuræðu forsetans" í kvöld.

Já það ber ekki á öðru. Afleiðingarnar segja til sín, og Írakar hafa það víst verra en undir Saddam. Vel mælt hjá Bush. 90% Íraka vill bandaríska herinn út og það strax.  Eða heyrðu, var hann ekki að viðurkenna mistökin?

Whistling


mbl.is Bush kallar eftir samstöðu varðandi hernaðarátökin í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara, sem vel hugsandi manneskja við Bush..............viltu ekki bara læra að skeina þig og hætta að kalla á mömmu !

Erla Magnúsdóttir

Erla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 04:51

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Elsku "Vel hugsandi manneskja við Bush": Takk fyrir að benda á þetta með klósettpappírinn.  Um að gera að dreifa umræðuefninu inn á klósett.

Mér er slétt sama um einhver pólitíkus. Þessi sem þú hugsar vel til hefur komið af hryllingsástandi í landi sem gerði BNA ekkert illt. Þar hafa hundruðir þúsunda farist og á hverjum degi eru fréttir um tugi eða hundruð manns sem eru drepnir einmitt af því þessi maður "sem þú ert vel hugsandi til" tók lokið af bensíntanknum og henti eldspýtu ofaní. Þar fyrir utan er fólk drepið sem kemst ekki í fréttirnar. Spurningin er ekki þessi eini maður sem var að bulla í ræðunni, heldur öll fórnarlömbin í Írak sem bein afleiðing af gjörðum þessa manns.

Þar fyrir utan hrinti hann af stað þessari innrás á upplognum forsendum, og í tráss við 90% íbúa jarðarkringlu og í samblandi við áróðursherferð gegn S.Þ. því þær voru á móti innrásinni.

Get haldið áfram en læt þetta nægja. Vil bara bæta við að sem skattgreiðandi í USA lít ég svo á að mikilvægara er að líta á hvað er gott fyrir BNA og heiminn, og þar hefur Bush misfarist heldur betur. Já fokkað hlutunum heldur betur.

Ólafur Þórðarson, 27.1.2007 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband