Undarlegt.

Nú veit ég ekki alla aðdraganda hér, en undarlegt þykir manni að hrossaeigendur hafi hross á útigangi á eldgosasvæði þar sem öskufall er líklegt. Er svona erfitt að nálgast hrossin eða varla er mönnum sama?
mbl.is Flytja þarf hrossin í burtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll,

Ég hef grun um að flestir eigendur séu af suðvesturhorninu og það hefur ekki verið vegasamband þar sem vegurinn við Markárfljót var lokaður. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 17.4.2010 kl. 21:17

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta hlýtur að vera hægt að gera í samvinnu við almannavarnir og koma hrossunum yfir á gömlu brúnni, eða fá að koma þeim í hús á svæðinu.

Ólafur Þórðarson, 17.4.2010 kl. 21:27

3 identicon

Þegar bændur eiga tugi hrossa, jafnvel hundruði er erfitt að koma þeim öllum á hús og hvað þá að koma þeim öllum í burtu frá öskufallinu.

Maja (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég segi eins og Arnór, þetta eru hobbíistar af suðvesturhorninu sem ekki eru að standa sig. Þeir hafa þó haft nokkra daga til að bjarga hrossunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 22:29

5 identicon

Ætli menn hafi nokkuð getað ímyndað sér þær hamfarir sem í dag gengu yfir Eyjafjöll og sofnað á verðinum.... en til hvers eru menn að eiga öll þessi hross

Reynir (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 22:29

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fáir fjár og kúabændur eiga tugi hrossa eða hundruði

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 22:31

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru of mörg hross sem eru til af því bara!

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 22:45

8 identicon

Tetta er otrulegt madur er ad fylgjast med frettum og madur skilur ekki hvad menn eru i miklu moki.Tad ætti ad vera longu buid ad flitja blessud dyrin burtu.Ad horfa a tetta fra utlondum er enn verra madur getur ekkert gert.Eg vona bara ad menn fari ad atta sig a tvi ad tad er farid ad gjosa.Tetta er tad sem menn sejas vera bunir ad fara marg oft yfir og æfa.En menn hafa alveg gleimt ad taka blessud dyrin inn i dæmid.Tetta er skomm.Ef eg ma vera svo ordljotur.

Sigurdur Bang (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:18

9 identicon

Mjög margir bæjir á þessu svæði eru hrossaræktabú þar sem atvinnumenn vinna við tamningar, ræktun, sölu og reiðkennslu. Vissulega eru mörg hross sem eru til af því bara en lítið er um "hobbíista" í landeyjum og undir eyjafjöllum. Suðurlandið er einmitt, ásamt Skagafirði, mekka hestamennskunnar. Bændur þar eiga því fleiri tugi hrossa og mörg hross eru í hagagöngu allt árið, því er ekki nægilegt pláss innandyra fyrir þau öll.

Maja (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 23:24

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar þú talar um "bændur", Maja, þá ertu væntanlega að tala um hrossabændur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 23:45

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bændur sem eru í hefðbundnum búskap með myndarbrag, eru í fullu starfi við það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 23:46

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt að allir bæir undir Eyjafjöllum, væru "hefðbundin" bú

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 23:49

13 identicon

Var eingöngu gerð rýmingaráætlun fyrir mannskepnuna sjálfa?

Ragnheiður S. (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband