Hrafn Gunnlaugsson vs. Reykjavík.

Ég hef farið þarna framhjá umhverfi Hrafns og þótt ég hafi öðruvísi smekk fyrir list, þá þótti mér nokkuð gaman að þessu útisafni/skúlptúrum. Auðvitað er Hrafn í miðju kafi að gera sitt eigið umhverfislistaverk.

Það er merkilegt hvernig má malbika upp um allar sveitir og stórskemma borgina og náttúruna, t.d. eyðilegja hlíðar Úlfarsfells eða gefa leyfi á Bauhaus kassamonster við Korpúlfsá eða forljótan Háskóla Reykjavíkur á kolröngum stað þar sem löng saga er lögð undir malbik og skógrækt til margra áratuga er gefin fingurinn. Braskararuslið milli Höfða og Kringlumýrarbrautar má líka vel rífa. Við verðum nú að forgangsraða. Heilu hverfin eru lýti á borginni og  braskarahverfið er minnisvarði um þá fádæma heimskugryfju sem landinn féll í á síðasta áratug síðustu aldar. Svo á að taka til hendinni hjá einhverjum skrýtnum kalli sem er búinn að dunda við að fá útrás fyrir sköpunargáfur sínar. Og það á að gera í laganna nafni og með íslenskum fána og einhverjum embættismannablæ. Svo þegar borgin verður búin að rífa "draslið" munu líða einhver ár þar til sögusálfræðingar rýna í hvaða veikleiki býr að baki því að vilja eyðileggja allt það sem menn með sköpunargáfur hafa lagt mikið í að búa til.

Þó sumt sé vel gert, er Reykjavíkurborg ekki endilega til fyrirmyndar um að vernda það sem vernda ber. Reykjavíkurborg má vel losna við svolítið af þessari kerfisbundnu stórkarlalegu gerilsneyðingu síðustu áratuga. Það er nefnilega þetta litla skrýtna og persónulega sem er svo oft það áhugaverða í lífinu og gefur því gildi.

Það bara getur tekið tíma að læra að meta það að verðleikum. Og þar til fólk lærir að meta þetta verk tel ég skynsamlegast að leyfa þessu bara að vera í friði og leyfa tímans rás um að meta það. 


mbl.is Dæla úr tjörnum við heimili Hrafns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband