Heilsuverndarstöðina þarf að varðveita í gerð og nýtingu.

Furðuleg þessi blinda sölugleði á sameiginlegar eignir landsmanna. Það er e.t.v. ekki ósvipað og ef frændi manns færi að selja fínu bækurnar og frímerkjasafnið úr bókahillunni í stofunni hjá manni.

Það fólk sem setur peningana sem forgang fram fyrir allt annað er í raun fyrir okkur hinum sem viljum fyrst og fremst gæði þar sem peningar eru einn hluti af mörgum. Þetta sést líka í byggingarbransanum þar sem verktaki hugsar fyrst um peningana og svo um djobbið. Svo kannski um djobbið. Svo kannski um plötur sem fjúka af húsi, pípulagnir sem leka og hurðir sem passa ekki í falsinn. Svo lengi sem verktaki og sölumaður fær peninginn.

"Peningana takk fyrir og svo fúska ég í restina eða þykist vinna." Þetta virðist vera mottóið í dag og er auðvitað ábending á þjóðfélagshnignun. Vinnusiðferði er á niðurleið og virðist skipta meiru að vera með bindi trix og yfirgang á fundum en að vinna.

En að selja eina fallegustu byggingu Íslands og selja á almennum markaði eins og hvern annann banana hlýtur að teljast til land-lista-ráða. Byggingin virtist fúnkera ágætlega fyrir og er að auki ein áhugaverðasta formkönnun frumherja Íslenskrar byggingarlistar. Hún er jafnmikilvæg varðveislu í gerð og notkun og alþingishús og þjóðleikhúsið. Við Íslendingar eigum að eiga hana, ekki einhverjir kallar úti í bæ, hvað ef þeir selja hana öðrum köllum, sem sjá fyrir sér verslunarmiðstöð með blikkandi auglýsingaskiltum og bílastæðum á grasflötinni? Eða hafa peningar ekki forgang, eins og hver annar verndaður persónuréttur?


mbl.is Húsnæðisvandi LSH kemur niður á sjúklingum og starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband