13.10.2012 | 14:05
Spítali í miðri borg.
Hægt er að deila fram og aftur hvar miðja höfuðborgarsvæðisins er. Mér sýnist ein aðferðin setja hana akkúrat hjá kanínupabbanum í Elliðaárdal.
En...er þar borg? Nei, þar er ekki borg. Svæðið er umkringt fjarlægum úthverfum sem í raun eru dreifbýli innan um hraðbrautarflækjur. Örfáir stoppa eða nenna að horfa út frá akreinalínunum. Ef við setjum stóra stofnun þar, eyðileggjum við bæði Elliðarárdalinn (eða annan blett þar sem "miðja" finnst með reglustiku) og möguleika þess að spítali tengist nærliggjandi byggð á annan máta en með bíltengingu.
Það góða við að setja vinnustað í borg er að þá er hann hluti af byggða umhverfinu. Ef rétt er að staðið. Þá t.d. getur starfsfólk farið út í sínu vinnuhlé og sest niður á veitingastað eða kaffihús án þess að setjast upp í bílhylki til að komast eitthvað lengst í burtu. Sama gildir um gesti sem í heimsóknir koma. Almenningssamgöngur liggja mun betur við og kannski jafnvel hægt að sleppa því að keyra. Sem er dásamlegt. Nema í skítakulda og slabbi.
Hitt er svo spurning hvað eigi að gera við þann spítala sem nú er við Hringbrautina, ef byggt væri ofan á kanínupabba. Ef samnýta á þann húsabúnað liggur beinast við að byggja þar við.
Skipulagsmál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2012 | 01:22
Nefnifallssýki.
"Ólafur notar nú Facebook á Íslenska."
Lækjarhvammur (Facebook) er með nefnifallssýki. Eins og aðrir tungumálavírusar mun sýkin með tíð og tíma breiðast út. Fyrst mun þessi notkun teljast fyndin, fólk hermir eftir nefnifallsnotkun og svo venst það og mun naga skarð í íslenskuna. Fallbeyging gæti orðið óþörf, jafnvel ókúl að margra mati og talist til fornaldarmáls.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2012 | 02:17
Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
Hér á loftmynd sést flugvöllur sem Bandaríkjamenn byggðu 1942 í Keflavík. Eða það sem eftir er af honum. Hann var kallaður Patterson Field og notaður fyrir orrustuvélar. Stærðin á honum er ekki ósvipuð Reykjavíkurflugvelli eins og hann var fyrst.
Seinna byrjuðu Bandaríkjamenn á stóra vellinum sem dugði fyrir stórar langdrægar sprengjuvélar. Sá er svo völlurinn sem íslendingar nota í dag fyrir millilandaflug. Á meðan hefur Patterson field gleymst, þó hann hafi sögulega séð gegnt mikilvægu hlutverki og spurning hvort ekki eigi að vernda hann sem stríðsminjar.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 02:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2012 | 15:05
Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
Hlemmur er miðpunktur í Reykjavík sem í göngufæri þjónar stóru og afar fjölbreyttu svæði. Það nær austur að Höfðatúni og upp Holtin. Í suðri tengir Hlemmur Rauðarárstíg og Norðurmýri. Í SV og vestri tengist áhrifasvæðið vel inn á Snorrabraut að Domus Medica og Austurbæjarskóla (560m) og þar niður Njálsgötu, Grettisgötu, Hverfisgötu og inn í hluta Skuggahverfis.
Þetta er blönduð og þétt byggð sem er sérstæð, þó skipulag í svipuðum dúr megi finna á svæðinu vesturúr, allt að að Framnes- og Seljavegi.
Tenging Hlemms er sérstaklega mikilvæg því ás liggur niður Laugaveg niður á Lækjartorg ásamt hinum samhliða götunum neðan og ofan. Þessi ás þjónar gangandi vegfarendum og borginni nokkuð vel og er krítískur til að miðbærinn haldist lifandi og að Reykjavík sé með alvöru miðbæ. Hlemmur er því einn endi þessa áss en einnig miðpunktur mikilvægs borgarsvæðis, sem er ekki endilega talið í hausum á einsleitum vinnustöðvapunktum, heldur því borgarmynstri sem mótast af fjölbreyttri og þéttri byggð. Þetta borgarmynstur er að töluverðu leyti okkar arfur frá tíma samheldnari skipulagshugmynda og nær utan um þann kúltúr sem kallast eiginleg borg. Sá kúltúr sem er á þessu svæði breytist með tímanum eins og í öðrum borgum og með réttu átaki er hægt að reka stoðir undir velgengni hans. Með röngum áherslum er hægt að skemma miðpunktinn.
Strætómiðstöð gegnir þarna miðjuhlutverki í að dreifa gangandi til og frá svæðinu og er krítísk til að framtíðar uppbygging svæðisins geti farið fram, m.a. í að laga þessar skipulagsvillur síðan upp úr 1960.
Síðustu ár hafa strætisvagnar tekið yfir sístækkandi svæði í kringum Hlemm. Sem miðstöð má segja að Hlemmur hafi orðið stórkarlalegt strætóbílaflæmi sem er úr takti við æskilegt fíngerðara mynstur umhverfisins. Húsið, sem upphaflega átti að veita skjól í bið eftir strætó gerir það einungis að hluta til og nokkrir stopppunktar eru í hefðbundnum útiskýlum.
Vandinn gæti falist í því að bið farþega og bið vagnstjóra eru ekki sami hluturinn. Spurningin er hvort allir þessir strætóar eigi að bíða þarna og rýra gæði svæðisins. Eða hvort að strætóar eigi að bíða annars staðar og farþegar þá þar líka. BSÍ er á berangurslegu svæði og fátt þar við 1) en kannski er rétt að eitthvað af strætóbiðinni fari þangað, þar er aðstaða fyrir svona stóra bíla og góð biðstaða inni í sal. Ekki er verra að með því fæst betri tenging í rútuferðir.
Vel heppnaður Hlemmur felst að stóru leyti í hvernig smækka má þetta fyrirkomulag en að flestir strætóar stoppi á punktinum. Hvernig sem þetta verður gert er mikilvægast í lausninni að farþegar skynji Hlemm sem mikilvægann bið- og miðpunkt farþegaþjónustu. -Í hreinu aðlaðandi húsnæði með þægilegri og góðri þjónustu og nálægð við annað það sem skemmtileg borg hefur upp á að bjóða.
Þetta eru nú svona almennar hugleiðingar um mikilvægi Hlemms hvað snýr að strætó.
1) Háskólatorg er í 1100m labbi í vestur frá BSÍ (svipað og Hlemmur-Lækjartorg). Í fæðingardeild Landspítala eru rúmlega 300m en í bensínstöðina eru um 230m.
Skipulagsmál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2011 | 15:16
Lausnin felst í minnkuðum hraða.
Ég er sammála því að umferð er um alla borg of hröð. Það væri fínt að setja 15-20km hraðatakmarkanir á Hofsvallagötu eins og þarf að gera með mikið af borginni.
Ég bara vona að menn fari ekki að breyta þessari gamalgrónu götu líka í botnlangagötu, sem væri almennt séð hin versta skemmd á gatnamynstrinu.
Sumir segja of mikla umferð um götuna. Ég veit ekki hvað það á að þýða... umferð verður að fara einhvers staðar og ef hún væri snarminnkuð þarna þá eykst hún að sama skapi annars staðar, eins og t.d. á Hringbrautinni.
Kannski er einmitt aðal-málið að fá hraða minnkaðan á Hringbrautinni sjálfri, það myndi ósjálfrátt minnka hann á götunum sem eru inn af henni.
Ég mæli með 35km/klst á Hringbraut og 20km/klst á Hofsvallagötu. Þessi hraði er eðlilegasta þróunin og ódýrasta lausnin, svona til að byrja einhvers staðar. Fleiri stopp merki hjálpa heilmikið til og svo mætti löggan gefa fleiri hraðasektir.
Og þegar búið er að þjálfa ökumenn í að þeir megi ekki keyra eins hratt og þá langar til, þá að sama skapi eykst öryggið fyrir gangandi og hjólandi.
Vilja breyta Hofsvallagötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2011 | 16:01
Og svo er það... RÚV vefsíðan
Það er eitt ef menn deila um útsendingu tónlistarviðburðar.
Hitt er annað mál að hin mikilvæga vefsíða RÚV virkar sjaldan fyrir mig og heldur ekki svo marga sem ég tala við. Oftast þegar ég fer til að horfa kemur eitthvað Plugg-in vandamál sem er orðið svo krónískt og þreytandi að ég er hættur að nenna að standa í þessum RÚV-vefsíðum. Hér á heimili eru notuð 3 stýrikerfi með Chrome, Firefox og Safari. Og sjaldnast að ég geti stólað á að RÚV vefsíðan virki, þ.e. að maður geti bara horft á sjónvarpið eins auðveldlega og menn horfa á YouTube.
Það virðist sifellt þurfa einhverjar uppfærslur eða það bara virkar ekki.
Svo ég held að umræðan ætti að snúast um mikilvægasta mál RÚV, sem er vefsíða með góðu aðgengi og vandamálalausu fyrir alla. Efni sem nær langt aftur í tímann og geti þjónað sem eins konar fjölmiðlasafn.
Einnig vil ég benda á að þegar Íslendingar eru með börn erlendis munar mikilu að RÚV hafi góðan netaðgang að Íslensku barnaefni. Bara upp á að börnin nái Íslenskri tungu og skilji eigin menningu. Er er það mjög takmarkað á vefsíðunni og myndi ég glaður borga eitthvað smá til að fá aðgang að barnaefninu.
Vil benda á að vefsíður RÚV mættu taka sér til hliðsjónar hvernig YouTube fer að því að birta efni, eins og hvernig Netflix er með prógram þar sem maður greiðir eitthvað smáræði til að fá aðgang að ýmsu myndefni.
Útvarpsstjóri svaraði bloggara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2011 | 18:36
Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
"Stjórnvöld í Svasílandi hrintu í dag af stað átaki til þess að fá karlmenn til að láta umskera sig til þess að reyna að berjast gegn útbreiðslu HIV-veirunnar."
Ef þetta er áherzlan, þá verður maður að spyrja hvað er í gangi. Í Swazilandi er hildarleikur í gangi þar sem stór hluti þjóðarinnar er smitaður af HIV. Nú á að taka á þessu með umskurði karlmanna sem skv. ransókn á að hafa áhrif á smitleiðir.
Mig langar mikið til að vita hvers vegna í umskornum Bandaríkjunum er HIV smit SEX SINNUM hærra en í ó-umskorinni Svíþjóð. Þarf einhverjar frekari kannanir við en þessa?
Er ekki málið að AIDS forvarnir hafa bara sáralítið ef eitthvað með forhúðir að gera? Er ekki málið að stórar forvarnar áherslur felast í öllu öðru en að umskera karlmenn í massavís?
Maður spyr sig hvort hér séu læknar og lyfjafyrirtæki í "forhúðarbransanum?" Eða, er ég að missa af einhverjum sérstökum upplýsingum? Einhver er jú að græða á þessu eins og venjulega.
Umskurn gegn HIV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2011 | 19:53
Dómsmál
Twitter gert að afhenda öll skilaboð Birgittu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 04:54
Dow Jones lækkar.
" Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,02% í bandarísku..."
Núll-komma-núll-tvö... takk fyrir að láta mann vita!
Hækkanir og lækkanir vestra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2010 kl. 04:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2010 | 14:05
Það áhugaverðasta er...
...að "Pentagon biðlaði til fjölmiðla að auðvelda ekki dreifingu leynigagna um Írak og reyna að forðast að fjalla um málið..."
Leyfum sólinni að skína.
Nató segir WikiLeaks ógna mannslífum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2010 | 14:24
Algrími, orðskrípi?
Ég er nú eiginlega sammála sumum að "algrími" hljómar eiginlega sem óttalegt orðskrípi, hvort sem menn telja það löglegt eður ei skv. orðabók eða ámóta formlegum eða óformlegum lagasetningum.
Er orðið innantómt hljóðlíkis-afskrælmi á Enska orðinu? Bara svona "djók?" Spurningin er hvað "al" og "grími" þýðir á Íslensku, eða "alg" og "rími."
Eru þetta orð?
Í fljótu bragði mætti halda að á Ensku sé orðið samsett af "Algo" og "rithm."
En í ljós kemur að orðið byrjaði endur fyrir löngu með Persneskum stærðfræðing sem hét Al Kwarizmi. Í gegnum latínu breytti hann sínu nafni í titil á verki sínu "Algoritmi on the numbers..." Hann skrifaði líka ritið "algebra" sem hefur með tímanum komið til með að þýða "decimal number system" eða "Algorism."
"Algorithm" er skylt orðinu "logarithm." Þar sem orðið arithmetic" mætti kannski bara þýða sem reikning eða reiknilist.
Taka skal fram að "rithm" er ekki sama og "rhythm."
Þá er spurning hvort "algrími" sé ekki álíka gott íslenskt orð og "elliveitidda" væri fyrir "lyftu."
Spurningin er hvort algrímur sé einfalt djók frekar en orð sem lýtur reglum Íslenskrar tungu.
Jæja, nú ætla ég að "meika einn OSOM kaffi" og fara að vinna!
Hrunið rakið til algríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2010 | 19:12
Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
Mér dettur nú helst í hug að alvöru íþróttamenn skokka eða hjóla á leikinn. Eða ef erfitt er að fá bílastæði við dyrnar, þá prófið að leggja í Síðumúlanum eða hjá Ármúlaskóla og labbið 150m.
Ég veit það er langt, en allt í lagi að reyna. Og ekki sakar að fá smá ferskt loft fyrir og eftir spenninginn.
Að óseku má líka byrja að sekta almennilega fyrir að leggja á hjólreiðastígum, hraðakstri og þegar ökumenn gefa ekki stefnuljós. Ég vil sjá lögguna taka svolítið á í þessum málum og ekki sakar að fá peninga í kassann hjá borginni.
Sjötíu fengu sekt á leiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2010 | 17:54
1+1=1
Virkjun árinnar er kannski ágætt mál. En færsla vegarins út úr bænum er bara tóm della fyrir Selfoss. Eins og ég hef reyndar skrifað um síðan hugmyndin dúkkaði upp.
Með minnkandi gegnumflæði koma minnkandi tekjur. Bílar geta vel hægt á sér þennan eina kílómeter eða hvað það er sem tekur að fara í gegnum Selfoss.
Ef þeir geta það ekki, er máski spurning um að gefa ferðalöngum rítalín á brúnni.
Skoða rennslisvirkjun í Ölfusá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2010 | 23:29
1300 ár.
Elstu vísindamælingar um byggðir á Páskaeyjum benda á landnám Páskaeyja um 700-1100, svo eitthvað er aldurinn á svipuðu reiki og Íslensku landnámi.
Stytturnar eru því ekki eldri en 1300 ára og þá líklegast mun yngri.
Fagnaðarlæti á Páskaeyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.7.2010 kl. 03:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2010 | 12:54
Akureyringar missa af Desparate Housewifes
Athugasemdir hafa borist frá fjölda Akureyringa um að þjóðveginum verði breytt nærri Blönduósi og að grösug tún verði malbikuð fyrir þá, helst í rauðum lit, svo þeir geti komist 10 mínútum fyrr í að horfa á sjónvarpið. Einnig á að byggja eitt stk. nýja brú yfir Blöndu fyrir þá. Endursýningar á Desparate Housewifes eru að fara að byrja og hreinn ógerningur að ná í þættina nema lagt sé fyrr af stað.
Allt vegna þess að keyrt er rétt utan í Blönduósi.
Sumir jafnvel slysast inn í sjoppuna til að ná sér í pylsu og ís handa börnunum.
"Þá missir maður jaFnvel af hálFum þætti!" Kveður í einum.
Vilja styttri þjóðveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2011 kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 22:43
Þú mátt ekki vera lúser.
Þetta hefur verið stór hluti í uppeldi okkar allra, sl. áratug(i). Reyna að snapa sér hærri laun. Lélegustu stjórnendurnir komast í stjórnun, eiga stærsta ruslahauginn. Launasamanburður eins og að tékka hvort epla-lógó sé á tölvu hins.
Börn á fermingaraldri eru meðvituð um þessa lífs-heimtingu og skal engann undra ef óánægja og þunglyndi neytandans felst í litlum skilningi á nægjusemi.
Launasamanburður leiðir til óhamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2010 | 13:18
Vitlaus hola!
Að hella vodka í augun? Ég hlýt að vera eitthvað lengi að fatta. Drekk koníak og ýmis vín bragðsins vegna, enda mörg bara hreint afbragð.
Maður á að drekka vín með munninum, ekki augunum, eyrunum eða rassinum.
Hættulegur drykkjuleikur nær vinsældum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2010 | 03:08
Sammála ESB
Sammála framkvæmdastjórn ESB og ég efast líka sko.
Hef alltaf efast stórlega um ESB aðild.
Nú er lag að spara og draga umsóknina til baka.
Þetta er klárlega tímasóun, peningasóun og truflar landsmenn við þarfari verk.
Að lokum legg ég til að braskarar á alþingi verði sendir á plankann hið snarasta.
ESB efast um umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2010 | 14:32
Þjóðnýtingu strax.
"Seljum okkur sem 3 tommur í stað 5." Bla bla. "45 ár í stað 60."
Helvítis kjaftæði er þetta. Að selja gróðafíklum orkuverin.
Hvernig væri að þjóðnýta þessa orkuveitu komplett og hætta þessu helvítis braski með fjöregg þjóðarinnar?
Vilja viðræður við Magma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Einkavæðing
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Fréttablogg
- Heilbrigðismál
- Hjólablogg
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lilja Anna Ólafsdóttir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Manhattan
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Skipulagsmál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Nýjustu færslur
- Spítali í miðri borg.
- Nefnifallssýki.
- Patterson Field, litli flugvöllurinn í Keflavík
- Hlemmur: Miðpunktur í Reykjavík.
- Lausnin felst í minnkuðum hraða.
- Og svo er það... RÚV vefsíðan
- Skrýtin frétt: Umskurðarherferð í Swazilandi.
- Dómsmál
- Dow Jones lækkar.
- Skattgreiðslur auðkýfinga.
- Það áhugaverðasta er...
- Algrími, orðskrípi?
- Eðlilegar sektir fyrir bíla-yfirgang.
- 1+1=1
- 1300 ár.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- arh
- robertb
- nimbus
- hehau
- soley
- gmaria
- tulugaq
- andreaolafs
- katanesdyrid
- ingibjorgelsa
- skodunmin
- varmarsamtokin
- joiragnars
- lextalionis
- gbo
- malacai
- floyde
- skarfur
- reykur
- fsfi
- gudmunduroli
- hallgrimurg
- veravakandi
- drum
- hlekkur
- haddih
- prakkarinn
- kreppukallinn
- krilli
- liljabolla
- magnusthor
- manisvans
- sgj
- huldumenn
- svarthamar
- palmig
- pjetur
- pjeturstefans
- ransu
- raudurvettvangur
- robertthorh
- runarsv
- lovelikeblood
- sivvaeysteinsa
- fia
- stefans
- stjornuskodun
- midborg
- sveinnolafsson
- torfusamtokin
- vest1
- steinibriem
Tenglar
MIKILVÆGIR TENGLAR
Gegnumgangur-Passage
- Á FACEBOOK
- Skrýmsli í ráðhúsinu! Sýning 2007
- EILÍFÐARDRAUMURINN Listaverk mitt nú í smíðum á Seyðisfirði
- Gegnumgangur nýja bókin mín Nýja bókin um verk mín
- Miðbær á Akureyri Hugmynd mín að nýjum miðbæ á Akureyri
- EGGIN, rit um stjórnmál og samfélag.
Bækur
Lesnar á allra síðustu árum (hálflesið og ýmislegt drasl undanskilið)
-
Ágætt samansafn, góðir textar, verkin svona þokkaleg.
: Sanctuaries-The last works of John Hejduk -
Er að lesa, merkilegt hingað til. Ekki fyrir áhangendur Reaganismans, gæti skemmt brothætta heilastarfsemi í einstrengislegum einkavæðingarsinnum.
: The Disposable American -
Saga olíuvinnslu- og sölu. Frábær doðrantur um einn af mikilvægari hliðargöngum mannkynssögunnar 1860-1990. Þræðir vel inn í áberandi og minna áberandi viðburði á þessu tímabili. Meira "neutral" í málflutningi fyrri partinn en þann seinni. Samt ágætt rit fyrir kommúniskt-sjúka til að skilja mikilvægi markaðsins og hlutverk fyrirtækja almennt. Frábær bók.
: The Prize -
(ISBN: 9979-66-141-0)
Afar ítarleg nálgun á ýmis viðfangsefni nær og fjær í tíma og rúmi. Stefán flokkar bókina í skoðun á hinu sanna, hinu góða, hið fagra og að auki með viðbót sem tekur sértaklega fyrir gildi íslenskrar tungu. Stefán dregur saman efni víða að, frá Platón til Bob Dylan og er reyndar líka mjög gott heimildasafn fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa bók sem er gluggi inn í hinn víða heim heimspekinnar.
: Ástarspekt -greinar um heimspeki -
(ISBN: 0-674-55775-1)
Tekur skýrmerkilega á viðfangsefninu og hefur góða stjórn á þeim vinkli sem hann setur fram. Fer kerfisbundið í gegnum glansmyndirnar og hvað í raun bjó að baki þeim.
: The meaning of Hitler -
Snilldarbók sem dregur fram rannsóknir með hvað Ameríkuindíánar hafa í raun búið lengi í álfunni: Voru farnir að byggja samfélög fyrir tíma Mesópótamíu. Mæli sterklega með þessari.
: 1491 -
Þessi bók er frá 1968 og ég fann fyrir rúmum áratug orginal útgáfuna, notað eintak. Var að klára hana aftur. Titillinn að vísu barn síns tíma og hefði mátt vera annar, t.d. superhighway and big business fraud-eitthvað. Einkavæðing á massívum skala. Uppbygging hraðbrautarkerfis Bandaríkjanna uppúr seinni heimsstyrjöld og útrýming almenningssamgangna. Af sömu aðilum. "Fjárfestum." Sannarlega er bíllinn Monopoly og ekki það frjálsræði sem auglýst er. Þessi bók er frekar þurr lestrar enda endalausar blaðagreina- og fundatilvitnanir. En góð er hún og gott uppflettirit ef verið er að velta þessum málum fyrir sér. Spilling einkavæðingarinnar í mínum ástkæru Bandaríkjum á fullu þegar Íslendingar voru á öfugri keyrslu.
: Superhighway-Superhoax -
Einstaklega áhugaverð lesning. Sýnir hvernig vísindarannsóknir eru háðar duttlungum vísindamanna og er í stöðugri þróun.
: 1491 -
Bjóst við meiru. Sumt er alveg ágætt en höfundur fer oft út í einhverja la di da sálma sem þjást af endurtekningarsýki og fullyrðingum sem ekki standast fyrir alla.
: The Architecture of Happiness - : Bréf til Maríu
- : America Besieged
-
Mæli sterklega með þessari, nokkuð ítarleg lýsing á atburðarásum sem eru flestum hulin. Áhrifarík og varpar einhverju ljósi á stöðu mála í dag.
: All The Shah´s Men-An American Coup and the Roots of Middle East Terror - : In Search Of Fatima
- : JIHAD-The Rise of Militant Islam in Central Asia
-
Þunnt. Ekki þess virði að lesa. Gitlin hefur gert góða hluti en þetta er tannlaust kvikyndi og gangslaust í að skilja pressuna.
: Media Unlimited -
Þrátt fyrir gott approach í heimildarsöfnun þykir mér bókin leka svoldið þeirri staðreynd að kannski þurfi höfundurinn ekki að vinna og sé þess vegna með svoldið undarleg gleraugu fyrir lesandann að skoða efnið í gegnum. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma þarna í gegn, samt sem áður.
: Nickel and Dimed-On (Not) Getting By in America -
Þessi bók er afar áhugaverð því hún snertir á svo mörgu sem er í gangi hvað varðar svindl og svínarí. Hún er helst til "höll undir Demókrata" en ætti að vera hlutlausari greining á þessum vandamálum.
: The Cheating Culture -
Borgarskipulag, einn góður og ítarlegur flötur sem allir ættu að lesa.
: The Death And Life of Great American Cities - : The Catcher in The Rye
- : Age of Reason
- : The Republic
- : How To Read A Book
- : Alkemistinn
- : Manifesto For a New World Order
- : The Fabric of Reality
- : The Order of Things
-
Gríðarlega fallega skrifuð bók. Gríp í hana (Enska þýðingu) við og við og það er eins og maður droppi inn í lifandi heim hennar á augabragði.
: The Conquest of Plassans - : The Web Of Life
-
Frjálshyggjumaður: Lestu þessa bók tvisvar. Sláandi efni um raunveruleika stórs hluta Ameríkana. Þessa hluta sem ekki er samdauna Hollywoodsjóinu. Gamli frasinn um "Land tækifæranna" fær aðra merkingu.
: The Working Poor-Invisible in America - : The GOD Delusion
-
Afar áhugaverð bók, skrifuð af blaðamanni sem hefur dekkað fullt af stríðum. Mæli sterklega með henni, sérstaklega ef þú heldur að Ísland eigi að stofna her.
: What Every Person Should Know About War - : WAR is a force that gives us meaning
- : Crime Control as Industry
-
Óheyrilega leiðinleg bók, en mikilvæg sem pólitískt bakbein. Hér koma fram upplýsingar um hvað var vitað fyrir þessa klikkuðu inn/árás á Írak sem hefur breytt landinu í helvíti. Saga Íraks rekin meira og minna með tilliti til Persaflóastríðs 1991 og síðan.
: Iraq Confidential - : Poverty in America
- : The Singing Life of Birds
-
Mjög góð, gott innlegg í þessa þjóðfélagsvöltun sem er að eiga sér stað í gegnum nafnlaus risaapparöt.
: Fast Food Nation - : The Basis of Morality
-
Bók sem tekur fyrir skólamál í USA. Ójöfnuð og opnar augu manna við hvernig kerfisgallar viðhalda rasisma og fordómafullum forsendum. Vara við að þessi lesning er ekki fyrir hvern sem er og er frekar heavy. En góð er hún og fræðandi um hvað ójöfnuður í aðgengi skóla getur þýtt.
: Savage Inequalities -
Las þessa fljótlega eftir að hún kom út og fannst hún þá frekar scary. Hún batnar með aldrinum og holl lesning ef menn vilja skilja meira í heimspólitíkinni. Hana mætti lesa með hliðsjón af bók sem skýrir pólitíkina út frá stöðu Rússa, bara svona sem balans.
: The Grand Chessboard -
Að venju beittur stíll og hvetjandi til dáða. En hvort hann talar í staðreyndum eða taki sér leyfi skáldsins er oft erfitt að sjá án þess að þekkja viðfangsefnin vel.
: Dreaming War -
Þessi bók er svo illa skrifuð að hún kemst ekki framhjá "beinagrindarformatinu." Ég þyrfti að skrifa heila bók til að útskýra hvers vegna þessi bók er svona hálfvitaleg eins og raun ber vitni. Aðra bók um af hverju vanvitar lesa og taka TRÚanlega. Sannarlega ein af vitlausustu bókum sem ég hef lesið. Hlátursköll á hverri blaðsíðu. Uppfull af fullyrðingum sem standast ekki raunveruleikann og gleyma hinum einföldustu mannlegum þáttum. Ég giska á að þetta sé bara venjuleg áróðursbók, tilkostuð af einhverjum bröskurum.
: Economics in One Lesson -
Þessi bók kemur mér fyrir sjónir sem áróður greiddur af einhverjum sem græða á svona útgáfum.
: A Long Short War - : Rogue States
-
: Against all enemies -
Afar áhugaverð bók. Lestu hana.
: Nuremberg Diary -
Afar áhugaverðar póetískar vangaveltur um ýmis þjóðþrifamál og hluti sem oft eru afgreiddir billega.
: Upside Down: A primer for the looking-glass world