Jákvæð frétt hér í BNA

Nauðsynlegt er að muna að þetta frumvarp er ekki komið í höfn enn.

En öll viðleitni til að koma heilbrigðiskerfinu yfir til hins opinbera er af hinu góða. 

Braskarar einkageirans hafa blóðmjólkað heilbrigðisgeirann og þegna landsins. 

Það að verða alvarlega veikur þýðir svo oft að líka sitja uppi með svimandi reikninga.

Fólk fær krabbamein, og svo eru tryggingargjöldin snarhækkuð sem refsing.

Ef þú ert aðeins seinn að greiða mánaðarreikninginn, sem er mjög hár fyrir (í okkar tilfelli 3ja manna fjölsk. um 150,000kr/mán) þá er þér refsað á ýmsann máta með hærri tryggingargjöldum eða neitun á þjónustu. 

Auðvitað er hægt að fá afbragðs þjónustu. En það er svo mikið að í pappírsfargani og kerfissvindli að það er alger nauðsyn að byrja að vinna á að leiðrétta kerfið. 

Obama fær prik frá mér.


mbl.is Sigur fyrir Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Humm en a moti eru skattarnir lika toluvert laegri, t.a.m. er soluskattur ad jafnadi einungis 6% a moti 25% heima, thad er lika ekki augljost hvernig a ad borga fyrir thetta. Mer finnst eiginlega magnad hversu oskilvirkt ameriska alrikid er, eg held theim vaeri naer ad byrja a ad straumlinulaga kerfid, haetta thessu stridsbrolti OG SVO geta their borgad fyrir heilbrigdiskerfid.

Humm (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 07:05

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta skattatal er oft á villigötum. Hér í New York er söluskattur 8.25%. Og hér í New York er tekið af þér ca 30-34% af launum. Þ.e. launaseðill upp á $3000- verður undir $2000- útborguðum. Þar að auki borga atvinnurekendur  sjúkratryggingar, sem er mikill aukakostnaður fyrir fyrirtækin. Það eru svo margir fletir á þessu að þó þú borgir 35% tekjuskatt á Íslandi ertu samt betur staddur, einmitt af því hið opinbera er skilvirkara í að þjóna almenningi en sjálf-útvaldur hópur braskara"hetja."

Besta leiðin til að straumlínulaga kerfið er að auka hlutdeild hins opinbera, því öll einkavæðingin síðan á Reagan tímabilinu er ekki að skila því sem var lofað. Og jú, herbröltið hefur geigvænlegann kostnað í för með sér, bæði í stríðstólum og tilgangslausu herdeildauppihaldi eins og í Keflavík, skeri í ballarhafi,  en líka flóknar þjóðfélagslegar afleiðingar vegna sálfræðilegrar forgangsröðunarflækju.

Ólafur Þórðarson, 9.11.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband