Hrapa að ályktunum...

"Barack Obama varaði við því í dag að fólk hrapaði að ályktunum um hvað olli því að 39 ára gamall geðlæknir í hernum framdi fjöldamor.."

Google þýðingarvélin kemur sér vel. 

Það er nú oftast með svona byssumenn sem ganga berserksgang, að þeir hafa verið undir álagi frá þeim sem þeir snúast gegn. Sem múslimi hefur hann sjálfsagt verið tekinn fyrir og þurft að heyra ýmislegt vegna eigin uppruna og trúarskoðana. Látið mig þekkja "arabahatrið" hér.

Fréttastöðvarnar eru á "klikk" stillingu í allann dag á kafi í þessum morðum. 

Hitt er merkilegt en dæmigert að þeir 9 afganir sem myrtir voru í dag af NATÓ þ.á.m. 3 börn hafa lítið verið í fréttum. Þá erum við að tala um tvær tragedíur svo til sama daginn. 


mbl.is Bandaríska þjóðin syrgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Reyndar er þetta orðatiltæki, "að hrapa að einhverju" viðurkennt í íslensku máli. Að hrapa að einhverju þýðir að gera eitthvað í flýti.

Smári Jökull Jónsson, 7.11.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Aha. Áhugavert. Eins og bloggið mitt þá hrapar að orðavali fréttarinnar...

Einhvern veginn las ég úr þessu "don't jump to conclusions" sem ég hrapa að hafi verið það sem þýtt var úr erlendu fréttinni. 

Ólafur Þórðarson, 7.11.2009 kl. 01:42

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Nú horfði ég á fréttina og það er rétt, Obama sagði "...not to jump to conclusions..."

Ólafur Þórðarson, 7.11.2009 kl. 01:48

4 identicon

Ég verð nú að segja það að ég hálf vorkenni þér fyrir að búa í þessu landi. Ég þekki mann sem var snúin í jörðina og fékk svo byssu í gagnaugað af lögregluni fyrir að vera með opna bjórdós úti á götu! Ég þekki fleiri svipuð dæmi. Ef að bloggið þitt verður þítt af sendiráðinu hér heima þá verður þú í besta falli færður í hand og fótjárnum út á völl! Kúpa eða e h fjarlæg herstöð næstu árin er svo annar möguleiki!

óli (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 08:12

5 identicon

Umræðan  á  CNN  í  gær  er  hér.

Þar  eru  ræddir  margir  fletir  á  málinu.

Helga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 09:35

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er við og við sem einhver flippar út og drepur fullt af fólki í kringum sig. Og það er ekki bundið við Bandaríkin. Að baki eru mismunandi og sjálfsagt flóknari útskýringar en við þurfum að vita; engin þeirra réttlætir morðin. Engin þeirra réttlætir frekari blóðsúthellingar. Og með arabahatrið er það eis og með annað,  svona ákveðinn hópur innan þjóðfélagsins, stærsti hluti þessa hóps myndi aldrei viðurkenna það.  Einhvers staðar læra þeir þetta.

Ólafur Þórðarson, 7.11.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband