Villtum kindastofni nær útrýmt?

Hvernig er það.  Ef féð í Tálkna er búið að vera þarna frá miðri síðustu öld, hvers vegna í ósköpunum ekki bara láta það í friði??

50-60 ár sjálfbjarga, allt ómerkt, greinilega sérstakt fyrirbæri sem ætti að vera fylgst með af líffræðingum.

Þetta fé hefur nefnilega ekkert með haustsmölun að gera. Stundum finnst manni að mannfólkið búi yfir einhvers konar grunnhyggni sem erfitt er að skilja.

Kannski er þetta bara drápsfýsn sem þarf í sjálfu sér líka að útrýma. Tilgangslaus dráp eru akkúrat tilgangslaus og heimsk.

Man eftir frétt af albínó lunda í Vestmannaeyjum fyrir ca 15 árum. Hann var umsvifalaust drepinn.  Já það er eftir öðru. Um að gera að taka fyrir það sérstaka og drepa það strax!

Horfði nýlega á Iwo Jima. Mér varð við lestur fréttarinnar hugsað til Japanana sem hentu sér fyrir björg frekar en lenda í klónum á  óvininum.

Svo segir í fréttinni í dag að kindurnar hafi búið við harðræði.

Það er þá "mannúðin" að enda í sláturhúsinu eða vera hrakinn fram af björgum. Eitthvað mikið er að í rökfræðinni. 

Ætli þurfi ekki lagabreytingar til að vernda þetta villta sauðfé frá þeim sem gerðu þessa aðför. 

Manni er spurn eins og svo oft áður: Hvar eru náttúruverndarsamtökin núna? Eða er ekki nóg PR í þessu?


mbl.is Nítján kindur heimtar af Tálkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hið sorglegasta mál. Féð sem um ræðir er útvalið bæði líkamlega og andlega séð af náttúrunni. Þetta hefði getað verið stór þáttur í ferðamennsku á svæðinu. Það er alltaf verið að gera ný lög um hitt og þetta. Hefði ekki verið hægt að bæta smá klausu í lög um verndun villtra dýra. Geta menn virkilega ekki hamið veiðieðlið í sér þegar um er að ræða slíkar hetjukindur. Ég mótmæli svona framgöngu, hún er til háborinnar skammar!!!

Helena (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:03

2 identicon

alveg sammála ykkur, mér finnst þetta frekar asnalegt.  Sauðféð búið að vera þarna síðan 1950 og kominn upp þessi ágæti stofn. Þetta fé þarna á Tálka ætti nú að vera búið að læra hvar hættan er, enda eru þessar rollur survival of the fittest

Rökin sem þessir menn færa fram, afhverju ætti að drepa féð, eru ekki alveg að gera sig.

Afhverju má ekki vera eitthvað "Öðruvísi" hérna á Íslandi? Eins og þessar rollur?  Alltaf þurfa íslendingar að drepa allt sem þeir sjá.

ERB (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

1) Spurning hvað fæst fyrir 19 rolluskrokkana þegar "hetjurnar" hafa "heimt" féð úr sláturhúsinu.Svo er rangt að tala um að menn hafi "heimt" féð, því það er villt fé og tilheyrir ekki lengur haustsmölun.

2) Spurning hvað er fólk eiginlega að pæla á Patreksfirði? Það á að beita sér fyrir umsvifalausri friðun fjársins og bjóða aðkomufólki upp á göngu/bátsferðir að líta villta sauðféð augum. 

Ólafur Þórðarson, 28.10.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hver segir að féð hafi verið þarna síðan 1950 ? Dreg það stórlega í efa.

Get alveg keypt að þarna hafi gengið fé úti annaðslagið en að það hafi þróast "sérstakur stofn" - dreg það stórlega í efa.

En auk þess er erfitt að sá samkv. myndum að margar kindur geti lifað þarna að vetrarlagi.  Ja, eg vil þá fá að sjá það landsvæði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband