Lýðræðið, nokkrar spurningar.

Já lýðræðið er skrýtið dýr.

Hér í Ameríku hefur það lengi vel verið byggt á auglýsingafári, mun meira en á innihaldi. Nú er samskonar mál komið á koppinn á Íslandi, verið í einhverjar áraraðir, enda fyrirmynd úr fyrirheitna landinu eins skýr og plaköt bíómyndanna. Þannig að ef fólk fær ekki að heyra mikið af rökum, við að leggja dóm á hvað það eigi að kjósa, hvað segir það um valkostinn? Eru það góðir valkostir eða eru kostirnir falsmyndir? 

Er lýðræðisleg kosning hugsanlega svona eins og að velja um LCD, grísalund úr Bónus eða Jón Jónsson sem brosir svona fallega og er líka með heilsíðu auglýsingu? Frelsi markaðarins og frelsi kjósandans orðið eitt og hið sama? Er þetta í stjórnarskránni? Hvað hefur þetta samsull lýðræðis og markaðsfræða að segja með það að fá að kjósa? Eru þá kosnir þeir sem líta út fyrir að vera með bestu dílana, eða flottustu auglýsinguna? Þeir sem eru með rauð eða blá bindi? Eru þetta kostir? Eru falsmyndir auglýsingabransans góðir valkostir í lýðræði? Eru einnar-línu valtarafrasar hins dæmigerða valkosts til þess fallnir að vera lýðræðislega uppbyggjandi?

Og ef herra eða frú valkostur stendur upp og segist vera frábær, best(ur), með mestu hæfileikana og bestu hugmyndirnar, mun betri en aðrir valkostir áður en umrlðan er einu sinni byrjuð... er virkilega hægt að treysta slíkum einstaklingum? Eru þetta ekki einkenni á þeim sem erfitt er að treysta, gösprurum og yfirgengilegum egóistum sem oftast þvælast fyrir á annars sameiginlegum fundar- og hóp ákvörðunum? Einkenni einstaklinga sem gera meira í að þvælast fyrir en að ræða málin í umræðuumhverfi? Einstaklinga sem eru einmitt ekki að hugsa lýðræðislega, heldur um sjálfa sig og kannski líka þá sem borguðu undir heilsíðuauglýsingarnar?

Til þess er jú lýðræðið að fá hlutina rædda ofan í kjölinn svo hægt sé að taka ákvarðanir sem henta sem flestum. Án pallborðs fyrir ítarlegra umræðu um valkostina og hvað þeir setja sem markmið getum við ekki rætt um eiginlegt lýðræði. Og án þáttöku kjósandans í að hlusta vel á umræðuna getum við ekki rætt um sterkt lýðræði. Heldur ekki þegar gleymist að fara yfir kjörtímabil og fara í saumana yfir gerð verk og hvernig þau samræmdust auglýstum stefnum.

Fréttamiðlar þurfa að hafa ítarlega, drjúga og heiðarlega umræðu um valkostina, einmitt ekki auglýsingar. Með auglýsingum er farið að verða overlapp milli ritstjórnar og valkostsins. Kjósendur þurfa að fá þetta beint fyrir framan sig og á hverjum degi, svo þeir geti dæmt sjálfir, í gegnum útvarpsstöðvar, blöð og sjónvarp. Þannig gerast þeir fyrst þáttakendur og gefst færi á alvöru vali. Og í þessu þarf að vera yfirlit yfir farna slóð, og rétt eins og ef verktaki klárar ekki verk sitt, þá þarf stjórnmálamaður að skýra vel út af hverju hann kláraði ekki sitt djobb, var ósamræmur kosningayfirlýsingum og loforðum. Hvernig öðruvísi fylgjumst við kjósendur með þeim sem eru að taka sér vald í gegnum falsmyndir?

Annars endar Ísland eins og BNA, þar sem nagað er í það fyrir voða shopping díla.

Gleðilegt ár.

Veffari


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 2130

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband