Ímynd Landsbankans og krabbamein undir hagræðingatrixum.

Í stað þess að hugsa um ímyndarlógó finnst mér menn eigi að líta í eigin barm og skoða hvað það er sem þeir gerðu svona rangt til.

Öfgamennska réð ríkjum og gerir enn. Sú staðreynd haggast ekki þrátt fyrir breytingar á einhverju lógó sem einkavæðingarhálfvitar hafa gereyðilagt.  Vandamálið liggur ekki í lógóinu, heldur hugarfarinu, sem, dæmigert nokk, vill breyta ímyndinni í stað þess að rífa út sjálft krabbameinið.

Skipta um grímu í grímuballi markaðsorgíu Milton-Friedman heimskunnar, sem enn virðist fá míkrófóninn í opinberum fjölmiðlum.

Breyting á lógói er dæmigert auðvelt hagræðingartrix. Undir niðri kraumar sama bullið og sjálfsagt er best að halda lógóinu sem víti til varnaðar. Menn eiga að vinna sér upp í traust, ekki fá það í gegnum nýjar blekkingar.

Það tekur tíma, eitthvað sem gróðafíklar skilja ekki.


mbl.is Erfitt að starfa undir nafni Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það ætti að sameina alla 3 bankana og gera að einum ríkisbanka. Og ef einkhver vill hafa sjálfstæðan og einkarekin banka, þá getur þann banki komið frá útlöndum eða menn geta bara reist sinn eigin banka.

Ragnar (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 08:53

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er mikið til í þessu. Mér finnst prýðisgóð hugmynd að hafa einkarekna banka samhliða ríkisreknum, þeir sýna hvor öðrum þá smá aðhald.

En að gefa köllum úti í bæ ríkisbankana eru ekkert annað en klár landráð.

Ólafur Þórðarson, 7.9.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband