Auðu húsin á uppboð sem fyrst!

Hvernig væri að skikka braskara sem sitja á tómum húsum í miðbænum til að setja húsin á uppboð, þar sem fjölskykdufólk (sem ætlar að búa í húsunum) fær kaupsforgang. Það er orðið ekkert lítið þreytandi að horfa upp á tóm hús grotna niður í miðbænum, ekki nokkurri borg til framdráttar.

Þetta stórskaðar ímynd allra. Og síst af öllu ber að kenna útigangsfólki um hvernig málum er háttað!

Á uppboð með þessi hús sem fyrst, komum alvöru fólki fyrir í þeim og virðum söguna sem fólgin er í þeim. Niðurrif á gömlum húsum er ekkert annað en bókabrennur í formi arkitektúrs!


mbl.is Enn kveikt í Vatnsstíg 4
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aliber

Þetta hús og nokkur önnur eru óíbúðarhæf og sem slík má ekki búa í þeim. Flest þeirra eru komin yfir það stig að hægt sé að standsetja þau á mannsæmandi hátt án þess að rífa þau og byrja frá grunni. Eigendur hússins vilja rífa það og byggja nýtt en borgin getur ekki gert upp við sig hvort eigi að friða það eða ekki.

Réttast væri að setja borgarstjórnina á uppboð...

Aliber, 6.8.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Og af hverju eru þau ó-íbúðarhæf?

Ólafur Þórðarson, 6.8.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband