Braskarar eyðileggja borgina.

Já maður bara spyr. Fylgir ekki ábyrgð því að eiga hús og viðhalda því skikkanlega með íbúum og þjónustu í miðborg bæjarins?

Svo standa "fjárfestingarnar" auðar svo árum skiptir og eru lýti á borginni þrátt fyrir að eigendurnir, sem búa annars staðar, máli framhliðina eins og Mussolini eða nemendur komi fyrir gluggaskreytingum til málamynda.

Hús eru til þess að mannfólk noti þau. Ég er ekki bara að meina þetta eina hús heldur fullt af húsum í miðbænum sem hafa verið á útrýmingarskrá manna með sem oftar en ekki byggja af vanviti. 

Hús í miðborg þurfa að vera notuð. Minni enn og aftur á að það er ekki húsinu sjálfu að kenna að þar er útigangsfólk, heldur eigenda, sem sneiða hjá samfélagslegri miðbæjarábyrgð með því að leyfa eignum sínum að grotna niður þrátt fyrir að mörg húsanna hafi sér einhverja merkilega sögu. 

Ef eigendur hafa ekki efni á að eiga þessi hús á að skikka þá til að selja þau eða setja bara á uppboð þar sem íbúðabyggðarvænt fjölskyldufólk eða grasrótarsamtök hafa forgang umfram aðra kaupendur.


mbl.is Náðu tökum á eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aldrei planið hjá þessum köllum að rífa húsin og byggja ný. Þeir kaupa lóðina , láta húsin grotna niður og vonast svo til þess að borgin kaupi allt heila klabbið á uppsprengdu verði.

Hemmi Gunn (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 04:38

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Í fyrsta lagi eiga þessir menn ekki neitt. Í öðru lagi er það meðvituð stefna þeirra að láta ,,eignirnar" drabbast niður til að fá að rífa og rústa enn frekar.

Þorri Almennings Forni Loftski, 1.8.2009 kl. 04:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband