Pervismi fjárriðlanna skilur eftir sig grýttann veg.

 Afleiðing og fyllerís-spýja frjálshyggju-fjárriðlanna er nú að koma fram í allri sinni tign. Mér flaug einmitt þetta orð í hug í morgun þegar ég sá frétt um viðloðandi ofurlaun og peningaskjól, að "fjár-riðlar" væri mest viðeigandi þegar við lítum yfir farinn veg.

Menn eignast fyrirtæki til þess eins að kreista úr því allar mögulegar undirstöðu fjárfestingar og veðsetja allt upp í topp. Til þess að skaffa sér "arð" og kaupa sér enn önnur fyrrtæki til að endurtaka leikinn. Aðrir setjast svo í stjórnarstöður til þess að mjólka fyrirtækið eins og þeir frekast geta með því að heimta fáránleg laun, jafnvel fyrir það eitt að hætta að vinna hjá fyrirtækinu eftir stutta viðkomu!

Hugarfar loddara!

Vanhæfnin eykst nefnilega eftir því sem launin eru hærri. Tilgangur svona perra er að knésetja fyrirtækið, ekki að vinna fyrir það og styrkja til lengri tíma.

Afleiðing þessa fjár-pervisma kemur fram í hruninu.

Að halda að hugmydafræði byggð á græðgi og lögleysu geti virkað er firring á háu stigi, jafnvel bara heilabilun. Og skólabókardæmi hvað við mannfólkið getum verið úti að aka.

Það sem þarf er að setja afturkræf lög sem snúa við þessu "fjárriðlafrelsi." Þeir hafa verið að nota fallegri orð um þetta fyrirbæri.

Stuttbuxnadrengir eru í svo mikilli afneitun að kenna um vinstri stjórn, þegar tölurnar eru birtar fyrir 2008!

Hlægilegt og grátlegt hvað lygin og sjálfsblekkingin er viðloðandi.


mbl.is Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband