Maður spyr: Hvar liggur eiginlega ábyrgðin?

Ef rétt er sem Davíð segir, þá skiptir öllu máli hér hvort Íslenska ríkið sé ábyrgt fyrir þessum skuldum.  Burtséð frá öllu tali um manninn sjálfann, og ég efast ekki um að margir dreifi þessari umræðu yfir á persónuna Davíð, þá er aðalatriðið hér hvort ríkið eigi að gangast í ábyrgð sem getur knésett þjóðfélagið alveg, bíræfnir alþjóðlegir auðhringar eignast stoðir efnahgslífsins eins og þær leggja sig. Þær yrðu þá ekki endanlega nagaðar niður handa Íslendingum.

Það myndi vera smiðshöggið á einkavæðingarferlinu sem hefur gerbreytt landinu og snaraukið spillingu, svindl, komið á stéttarskiptingu og nagað að rótum samfélagsins.  Lénskerfi hið síðara eins og kallað hefur verið, myndi hugsanlega komast á og rústa Íslandi eins og við þekkjum það. 

Það þarf að skýra línurnar og fá á hreint hvað ríkið er ábyrgt fyrir og hvað ekki. Ef ríkið er ábyrgt, þá er Davíð ruglustrumpurinn. Ef ríkið er ekki ábyrgt, þá er núverandi stjórn að sigla skipinu fram af fossi.

Einn bullustrumpurinn við Austurvöll talar um í dag að óvissa sé verri en (ofviða) skuldir... En ef það að skrifa undir ofviða skuldir eru ekki öruggur lykill inní hámarks óvissu, þá veit ég ekki hvað er. Svo ég held að menn séu farnir að elta hundsskottið sitt í rökstuðningi og slá met í bulli og þvaðri. Menn sem eru með stórar ábyrgðir eiga að geta haldið sér saman ef þeir vita ekki hvað þeir eru að segja.

Ég vil fá þetta á hreint með ábyrgðina: Er ríkið ábyrgt fyrir þessum skuldum eða ekki -og hvernig rökstyðja menn þá ábyrgð?


mbl.is Gerði ekki kröfu um greiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband