"Hótelrekstur í þinghelginni"

Hótel Valhöll brennur í dag og með því löng saga sem tengist ungu lýðveldi og fornum þingstað ótal uppákomum og mannamótum. Auðvitað á ekki að gera skrum úr Þingvöllum, en við að gera of mikinn helgidóm og heilagleika úr svæðinu ómerkist ýmislegt sem er bara mannlegi þátturinn.

Auðvitað á að vera hótel þarna og auðvitað á að reisa aftur það sem brann.

Mín vegna má reisa sjoppuna aftur líka og gera hlaðið viðkunnalegra og sem mannamótastað. Ekki að stefna að því að einungis safn-gera svæðið. Það er fátt sorglegra þegar menn með fingur á skipulagi strika út mannamótastaði og hefta þar með karakter og eðlilega mannlega notkun á byggingum eða svæðum. Þessi rútusjoppa úti á hrauninu er óviðeigandi fyrir stað eins og Þingvelli nema til að þjónka massa-túrisma og veitir ekki af að hafa einhvern snyrtilegann stað til að snæða á á Þingvöllum sjálfum jú og eða dvelja í yfir nótt á þokkalega smekklegum íslenskum stað, en ekki undir Ármannsfelli eða annars staðar lengst í burtu. Það væri bara ekki að virka, að fjarlægja hótelið, Þingvellir yrðu ansi tómlegir fyrir vikið. Galdurinn er nefnilega að gera Þingvelli að mannastað svo þeir séu aðdráttarafl gerðir af smekkvísi og með smágerða uppbyggingu mannlífs að leiðarljósi.Það er jú mannfólkið sem stendur að baki þinginu og öllu því.

Svona til samanburðar vil ég nefna að þegar Amerískir kunningjar leita ráða hjá mér með að gista í Reykjavík vara ég þá við að gista í úthverfahótelunum Austan við Lönguhlíð. Enda ekki þess virði að ganga langt meðfram hraðbrautarnauði til að komast leiðar sinnar eða verða að taka leigubíl bara til að labba í miðbænum. Hvers vegna ættu menn að fara á hótel á Þingvöllum og dvelja langt frá miðju svæðisins? Ég skil ekki praktísku hliðina á þessum rökum. Hef aðeins einu sinni dvalið í Valhöll og það er ósköp eðlileg staðsetning á hóteli finnst mér.

Nei Valhöll má byggja aftur í svipaðri mynd á sama stað, jafnvel "af vanefnum" mín vegna. M.a. má nota efni úr þessum bölv. trépalli ofar í hlíðinni sem minnir mig alltaf á tanngarðs-spangir. Og vonandi verður ekki reist þarna flottheitahótel sem er svo dýrt að það hentar bara fáum útvöldum eða sérhannað til að plokka seðla af erlendum túrhestum með tilheyrandi lyklakippuglingri eða yfirdrifnu montskrani. Þarna á venjulegt fólk að geta farið í rólegheitum og notið umhverfisins, fengið sér snarl, mat eða gist, leigt reiðhjól, árabát eða hvað það vill gera til að njóta hjarta landsins. Í miðjunni eiga að vera leiðbeingar/kort um svæðið og hvernig hægt er að komast um á þar til stikuðum leiðum og allt það. Eftir góðann labbitúr er gott að fá smá kaffisopa í Valhöll miðpunkt þess mannlífs sem sækir staðinn heim.


mbl.is Hótelrekstur á ekki að vera í þinghelginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Algjörlega sammála þér.  Björn Bjarnason og fleiri stjórnmálamenn hafa markað þá stefnu í gegnum tíðina að það megi helst enginn vera á Þingvöllum, nema koma þangað í rútu, stoppa stutt og hypja sig svo.  Enda hafa Þingvellir enga séstaka merkingu í huga almennra íslendinga.

Hvumpinn, 11.7.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég held þetta mál snúist ekki nema að litlu broti til um persónuna Björn Bjarnason, hann er ábyggilega bara að vilja það sem hann telur vera rétt, við höfum jú öll ólíkar skoðanir, mis-skynsamar. En á ferðum mínum um landið sé ég að sl. áratugi hafa áhugaverðir staðir orðið að plast risaeðlubeinagrind bakvið glerbúr. Það er vel meint og oft veitt góðu fjármagni í hluti en mannabústaðir þurfa að ganga af eigin vélarafli. Þá þarf "nefnd" að hafa skynsemi sem er í takt við gæði staðarins og vilja þeirra sem koma að spóka sig og skoða og halda plássinu smurðu.

Hinn hlutinn er þegar stöðum eins og Skaftfelli er breytt í túristaglingursjoppur í staðinn fyrir að þjóna göngugörpum og útivistarfólki. 

Ólafur Þórðarson, 11.7.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband