Neytendur náms.

Ég hef fengið neitanir allt mitt líf þ.á.m. um skólavistir á mínum skólaárum. Fékk ekki inni í skólum sem ég vildi komast inn í og sótti þá aftur um árið eftir og vann á meðan "í einhverjum djobbum." Komst inn í skólann sem ég vildi og tel mig bara hafa verið heppinn. Leit aldrei þannig á að ég ætti einhvern "rétt" á að komast inn.

En neitanirnar halda áfram í dag. Ég sendi beiðnir og umsóknir um hitt og þetta og held að í langsamlega stærstum tilvika fái maður einfaldlega nei. Eitt við skóla lífsins er að læra að eiga við neitun á uppbyggilegann máta.

Og það þarf ekkert að vera að skólastjóri eða kennari vilji nemendum illa, það er held ég oft afsökun á einhverju sem ekkert þarf að vera að afsaka og umtal um vonda kennarann eða vonda skólastjórann gæti þess vegna flokkast undir níð á fagfólki sem er bara að stunda vinnu sína. Sú vinna felst mikið í því að skilja hysmið frá kjarnanum samkvæmt leikreglum skólakerfisins eða fagsins. Ef hægt er að benda á klíkuskap eða ámóta spillingu gegnir það öðru máli. En nám á ekki að vera eitthvað sem menn kaupa sér gráðu eða fara í til að hampa titlum. En því miður er það svona með marga skóla að þeir eru eins og búð þar sem þú kaupir þér gráðu, eins og nemendur séu ekki lengur nemendur heldur neytendur. Sumir nemendur telja sig eiga rétt á að fá A sama hvað á bjátar.

Í Arkitektaskóla var okkur sagt að "90% ykkar munu aldrei vinna í arkitektúr." Og það er bara þannig umhorfs á þeim slóðum þar sem ég fór í háskóla. Sumir nemendur brugðust reiðir við þessum ummælum og seinna meir þegar þeir (og ef þeir) útskrifuðust, gerðu þeir svo eitthvað allt annað en vinna í arkitektúr. Fyrir utan lítinn hóp.

Koma tímar, koma ráð, allar breytingar í lífinu geta verið erfiðar. Maður verður að spyrja sig ef nemendur þurfa einhverja áfallahjálp vegna þessa, hvað gera þeir þá seinna í lífinu þegar mun stærri áföll dynja yfir. Hvað gera þeir þegar þeir útskrifast úr "fína skólanum" og fá enga vinnu? Eða fá vinnuna og stunda leiðinda vinnu í 20 ár áður en þeir átta sig á að þeir eru á rangri hillu? Það er langur listi yfir það sem fer úrskeiðis og eitt af mörgum svörum er að neitun verður að áfalli vegna óraunhæfra væntinga. 

Mér skilst líka að Menntaskólinn við Sund sé ágætur skóli og glæsilegt að fá að stunda nám þar.  Og þó, það gæti reynst erfitt ef nemandi telur það ekki passa við ímyndina. En nemandinn mun eignast góða ævilanga vini þar og njóta námsins og læra að læra, svo lengi sem viljinn er fyrir hendi.


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég hef fengið fjöldamörg nei, síðasta nei var frá Listaháskóla Íslands... það var í lagi þar sem mappan sem ég skilaði inn var unnin á 2 dögum, ég komin með nokkra tugi ára.  Ég átti svo sem ekkert endilega skilið að komast inn.  Hef aldrei unnið við söng þó svo ég hafi lokið löngu söngnámi - en skóli lífsins hefur kennt mér margt og þ.m.t. að njóta dagsins í dag og vera þakklát fyrir það sem ég hef.

Ólöf de Bont, 23.6.2009 kl. 13:22

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mikið rétt, Ólöf. Lífið er of verðmætt og nauðsynlegt að kunna að meta það sem við höfum. Og það er ekki lítið sem við höfum dags daglega og tökum ekki einu sini eftir. Sem sagt, "syngdu af því þú nýtur þess." Það er eina rétta leiðin.

Ólafur Þórðarson, 23.6.2009 kl. 13:39

3 identicon

Mikið er ég sammála ykkur, hvernig í ósköpunum er ungt fólk alið upp í dag, að það skuli, og það af foreldrum talið þurfa áfallahjálp, þó að það komist ekki inn í einhvern ákveðinn skóla. Ég man nú svo langt að mér var neitað og neitað, þannig að mín gana er skóli lífsins, -en þá var ekki búið að finna upp þetta snilldar- starf-´( áfallahjálparstarfið, sem mér þykir gert lítið úr að tengja það við það að komast ekki inn í einhvern ákveðinn skóla )Mín tilfinning núna er sú að það verði að snúa blaðinu við og herða ungt fólk upp í  það, að  þó að það fái höfnun  á því sem það ( eða eru það foreldrarnir ) vill þá bara að taka því sem býðst og gera það besta úr hlutunum..mér dettur ekki í hug að halda að það sé svo mikill munur á kennslu skólanna ( eru vitaskuld mismunandi áherslur) að það eigi að gera  gæfumuninn.

Margrét (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 14:15

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sko til. Var að fá þetta hér bara áðan:

"Unfortunately, your application has not been selected... "

Þessi ákveðna umsókn hefði breytt miklu og skiptir miklu máli fyrir mig. Ekki geri ég meira mál úr því en að nota sem dæmi.

Ólafur Þórðarson, 23.6.2009 kl. 21:10

5 identicon

Umsókn í framhaldsskóla er til dæmis kjörið tækifæri til að fá krakkana til að hugsa um hvað þau ætla að gera ef fyrsta planið gengur ekki upp. Hvert er plan B? "okkur datt ekki í hug að hún kæmist ekki inn" segir meira um fjölskylduna en skólana. Auðvitað átti að ræða þann möguleika! Nýta tækifærið til að undirbúa stelpuna, þó þau hafi ekki trúað öðru en að hún kæmist inn í fyrsta val! Hver er stefnan? hvað vill hún gera? Velja skólana með því hugarfari að val 2 og 3 sé líka í samræmi við hennar óskir um framtíðina. Ef það er viðskiptanám, hvar er þá "næst besti" viðskiptaskólinn! (pottþétt ekki MR skal ég segja ykkur).  Nú hefur stelpan fengið fyrstu (og öðru) höfnunina sína í lífinu. Að sjálfsögðu er hún svekkt og sár og í rusli yfir því! En hvað er móðirin að gera til að hjálpa stúlkunni í gegnum þessi særindi með því að hlaupa öskureið í fjölmiðla og tala um óréttlæti heimsins! Þá væri lærdómsríkara fyrir stúlkuna að setjast niður í rólegt spjall um plan B, hvað gerum við nú?

Sólveig (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 01:20

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mikið rétt, Sólveig.

Ólafur Þórðarson, 24.6.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband