Framdekkja-syndróm.

Ein helsta hættan við reiðhjól er held ég einmitt að framhjólið stoppi. Menn eiga líka að hugsa aðeins áður en þeir nota frambremsuna um of. Best að halda sig við afturbremsuna og vera vægur á þá fremri.

Ég þekkti samnemanda í mid-west háskóla fyrir 25 árum. Sá missti hluta af andlitinu þegar framdekkið festist á ferð og hann steyptist fram fyrir sig. Hann var illa útleikinn og það varanlega, eiginlega óþekkjanlegur eftir slysið. Annar maður sem vinnur fyrir mig var fyrir um ári að hjóla með plastpoka á stýrinu, þegar pokinn flæktist í teinana, framhjólið stoppaði og hann beint á ennið. Enn einn kunningi hjólaði með dekkið í rist, það blýfestist og sama sagan... beint á hausinn, þ.e. ennið ofarlega.

Það er nú aðallega þetta sem gefur mér ástæðu til að vera með hjálm: Framdekkið.


mbl.is Svandís: Heppnari en ég á skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Vel athugað.

Birnuson, 19.6.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég var alltaf að detta af hjólinu þegar ég bjó í Hollandi.  Þoli ekkert nema afturbremsur og hætti mér ekki út á Reykvískar götur.

Ólöf de Bont, 23.6.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já eiginlega á frambremsan bara að vera varabremsa.

Minni á að gott er að tékka á hvort framdekkið sé vel fest. 

Ólafur Þórðarson, 23.6.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband