Óbreytt ástand? Og kamarinn?

Við fórum þarna um ca 2005 við hjónin með ömmu og barni. Þá leit þessi vegur nákvæmlega eins út, ég hélt ég ætlaði að eyðileggja bílinn á þessum bíl-eyðandi vegi.

Ekki bætti úr skák þegar ég ætlaði á kamarinn við Dettifoss. Ég hélt ég hefði upplifað margt um æfina, en þessi kamar er mér ógleymanlegur. Ég komst u.þ.b. 2 metra frá hreysinu þegar úldinn skítafnykurinn feykti mér í burtu eins og brún loftbylgja og mér varð flökurt. Mér datt í hug þá að best væri að veita ánni í allri sinni tign á þennan óskapnað og sópa draslinu ofaní  gljúfur sem fyrst. 

Ég gerði þó aðra atlögu og hélt ég kæmist að með vindáttinni en þá kom á daginn að ég hafði farið MEÐ vindáttinni. Geri ráð fyrir að 100 metra fjarlægð dygði minnst ef maður nálgaðist kamarinn undan vindi. Og þarna stóðu 5-10 rútur uppfullar af túrhestum að skoða náttúruundrið. Hversu margir með niðurgang, veit ég ekki. 

Svo áðan rakst ég á þetta í tölvupósti frá einhverju útrásarliði:"Iceland is one of the most pristine and magical places on our planet."

Allavega, sko, þá er náttúran tignarleg og stundum ógurlega mikil viðureignar.


mbl.is Dettifossvegur eystri lélegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband