Siðferðileg hnignun.

Nú veit ég ekki hvers lags aragrúa af Amerískum blöðum ég hef verið áskrifandi að, en það er í raun bara eitt blað sem ég hef haldið mig við sl. 5 ár.

Hef sagt upp áskrift af New Yortk Times 3x í gegnum árin, Washington Post sagt upp líka, USA Today er drasl og eilífar tilvitnanir í New York Post er einkenni á þessum algerum skorti á gagnrýni á þessa auglýsinga- og stríðsáróðurs-ruslmiðla sem flest blöðin eru.  Það er alveg út í hött að kaupa þykt blað dýrum dómum þegar stærstur hluti þess er auglýsingasorp. Ef hægt væri að fá blöðin án auglýsinga þá tæki ég í mál að vera áskrifandi, en að kaupa auglýsingar er bara eitthvað sem ég geri ekki. 

Engann skal undra að Bandarísk blöð eru á stóru hnignunarskeiði sem byrjaði fyrir daga netsins og hefur meira með peningagræðgi að gera en nokkuð annað. Heimting á fáránlega háum gróða á ári fyrir einhvern trúflokk "fjárfesta" er undirrót síðasta vandamálakaflans. Dæmisaga Aeops um Gullgæsina er sjálfsagt torskilin fyrir þá sem þjást af græðgisýkinni, en ætti að vera fyrsta og síðasta kennslubókin í öllum viðskiptaskólum.

Og svo má byrja á því að setja blöðin aftur í hendurnar á alvöru blaðamönnum.


mbl.is Enn minnkar upplag bandarískra blaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það væri afleitt ef virt tímarit yrðu fljótlega gjaldþrota.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Heirru kallinn viltu segja mér frá því þegar þú sást turnana falla.

Var það hendi guðs ?

Engar sprengjur ?

Ekkert plott.

Vilhjálmur Árnason, 28.4.2009 kl. 03:00

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Vilhjálmur.

Plott þarf til að ræna farþegaþotum og fljúga á turna, myndi ég halda.

Lexía þessa dags er að byggingar hrynja, rétt eins og byggingarverkfræðingar segja skýrt og fyrirbyggja í sínu starfi dags daglega. Þetta var kennt skýrt og lagott strax á 1-2 ári í mínu arkitektúrnámi. Brunavarnir hafa án efa skánað mikið eftir 911. En fyrir þá daga sá ég í starfi mínu að almennt er mikið ábótavant með viðhald á brunavörnum á stáli og að efnin sem notuð eru standast engann veginn farþegaþotusprengingar. Enginn skal draga úr þeim sprengimætti, það voru engar smá bombur, þessar flugvélar, þú "finnur" ekki hljóðið á þessum vídeóum. En hljóðið er helsta ptsd einkenni hjá mér, og er stór hluti að skilja hvernig vélin fór inn og hvernig burðurinn gefur sig.

Ég horfði á burðinn gefa sig, í ca 300m fjarlægð. Horfði beint upp í staðinn þar sem hann klárlega veiktist og gaf sig. Mér leist ekkert á blikuna einhverjum augnablikum áður en allt fór af stað. Það er ekki séns að það hafi verið sprengjur, heldur gaf strúktúrinn sig á hæðinni þar sem flugvélarnar fóru inn og eldurinn veikti hann nóg til að hann gaf sig. Ég get vel lýst því í þokkalegum smáatriðum. 

Hver plottaði með vélarnar? Nú er ég ekki maðurinn til að svara. Gore Vidal er með skemmtilega vinkla á það, en fræðilegar útskýringar skálda ber að lesa með miklum fyrirvara. Hvort hendi Guðs hafi verið nærri? Nú skal ég bara segja að áhrifin að sjá hrunið eru eins "biblical" og ég hef upplifað. Þarna skeði "hið ómögulega" og er sjálfsagt rót samsæriskenninga um bombur og slíkt.

Ólafur Þórðarson, 28.4.2009 kl. 06:39

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já Hilmar, græðgisvæðingin er ekki sér íslenskt fyrirbæri. Þessi Amerísku blöð voru nefnilega alveg stórgóð. Fyrir einhverjum áratug(um). Og ef hægt væri að skilja hysmið frá kjarnanum myndu þessi blöð fara í sókn aftur.

Ólafur Þórðarson, 28.4.2009 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband