Dóttirin er ekki faðirinn

Dæmigerð rugl frétt. Dóttir Joe Bidens er fíkniefnasjúklingur og þá er það notað í áróðursskyni til að reyna að sverta/stjórna manninn. Sagt er að myndband með henni að fá sér í nebbann hafi verið boðið New York Post, en gleymdist að segja að New York Post er ómerkilegur skítasnepill í eigu Murdoch, trompetblásara sjálfs andskotans fyrir Íraksinnrásinni.

Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Joseph Bidens. En réttara væri að segja eins og er að þetta er ómerkileg smáfrétt, þetta með að dóttir hans sé fíkniefnasjúklingur og þurfi að fá ráðgjöf eða fara í meðferð.

Á meðan talar Rupert Murdoch-fasistinn auðvitað ekkert um að 2% barna í Bandaríkjunum eru heimilislaus. 

Það hentar ekki þeim útrásar-og sjálftökusjúklingum sem hann þjónar, í beinu mótvægi við þarfir lesenda sinna hér í Bandaríkjunum. Nú er Obama stjórnin að undirbúa auknar herferðir í Afghanistan og með sama framhaldi munu þær enda með ósköpum á stærðargráðu sem fæst okkar gera okkur grein fyrir. Það má fastlega gera ráð fyrir að þung undiralda vopnaframleiðenda pressi á með þessar herferðir og að Murdoch sé einn af þeim sinnusjúklingum sem eru að míga í kvöldsúpuna okkar allra af því vinir hans græða einhvern veginn á því.

M.ö.o. gott að geta "þrýst á varaforsetann" ef hann hlýðir ekki, og um að gera að nota til þess lúalegar aðferðir sem flestir sjá ekki í gegnum. Aðferðir sækópata sem stjórna miklu.

(MBL "Myndband sem sagt er sýna Ashley Biden, dóttur John Biden varaforseta Bandaríkjanna, neyta kókaíns er nú til sölu. Hefur myndbandið m.a. verið boðið blaðinu The New York Post")


mbl.is Ashley Biden mynduð við kókaínneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nákvæmlega ég held að ég væri bara meira á móti eiturlyfum og mun róttækari ef börnin mín ættu við eiturlyfja vandamál að stríða.

Steina (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband