Helvíti er staðreynd.

Ég hef nokkrum sinnum farið í kaþólska kirkju og alltaf (nema einu sinni) heyrt hótanir um tortímingu og eilífa pyndingu í helvíti djöfulsins ef... (eitthvað bla bla). Síðast í fermingu hjá dreng, ættingja konu minnar. Presturinn hótaði honum og jafnöldrum hans líkamsmeiðingum, tortímingu og eilífri hryllingsvist hjá kölska, ef stundað væri kynlíf utan hjónabands, samkynhneigð eða farið í fóstureyðingu. Eða frumuklasafjarlægingu eins og ég kýs að kalla það.

En að segja börnum að þau fari til helvítis? Heilabilun, klárlega.

Ég er á þeirri skoðun að helvíti sé til, en bara á jörðinni. Það er skapað af heimsku fólki sem heldur að það sé að gera rétt til en í hálfvitaskap mótar aðstæður annara svo hörmungar verði ofan á. Verstu dæmin eru stríðin, massífur heilaþvottur eða allskonar eitranir í líkama fólks og þar fram eftir götum.

Svo má nefna önnur klárleg dæmi eins og að heill her manna í svörtum kuflum gefi út alþjólega  fyrirlitningu á 9 ára stúlku sem fer í fóstureyðingu eftir nauðgun.

Annað dæmi má nefna líka um helvíti á jörð, sem er að vera fastur einn á eyðieyju með kaþólskum presti.

En að helvíti sé til eftir dánardag? Ég verð að leyfa mér að stórefast um slíka óskhyggju. En svona eru skoðanir okkar ólíkar og lífssýn mismunandi.


mbl.is Vatíkanið tekur undir fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir þessa færslu veffari. Ég er sammála að í kaþólsku kirkjunni þrífast öfgar og eru þeir líklegast einkum komnir frá Vatíkaninu. Ég tel brýnustu nauðsyn á því að lögreglan rannsaki hvað fer fram í kaþólsku kirkjunni á Íslandi og hvort þar sé mögulega verið að brjóta lög t.d. með hatri í garð samkynhneigðra.

Við skulum þó ekki gleyma því að fjölmargir kaþólikkar eru gott fólk en trúin hefur í gegnum árin verið mjög mistúlkuð af hatursmönnum.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 03:02

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill.

Ég ætla ekki að segja mína skoðun á heilabiluðum í Vatikaninu, enn þetta er ekki neitt annað enn glæpasamtök í prestbúningum. JVJ gæti kvartað einu sinni enn í MBL.

Er ekki helvítið bara í Vatikaninu? Subbugangurinn þar alveg ótrúlegur. Bara lesa um hvað Vatikanið er að gera á Filipsseyjum er nóg fyrir mig. Ógeðslegt pakk sem forsvarsmenn kaðólikka eru að gera um allan heim.

Ætli Páfin þurfi ekki þennan asnalega hatt til að fela hornin. 

Óskar Arnórsson, 10.3.2009 kl. 03:13

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

100% sammála þér, óþolandi hræðslu áróður og heilaþvottur, hvar stendur barnaverndarnefnd í þessum málum ???

Sigurveig Eysteins, 10.3.2009 kl. 03:23

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæll Hilmar, því miður er mikil tilskipun að ofan innan Kaþólsku kirkjunnar og ég verð að bæta við að reynsla mín af Kaþólsku kirkjunni byggist á nokkrum heimsóknum mínum í slíkar og aragrúa vina sem hafa farið í gegnum uppeldi í Kaþólskum kirkjum, auk umræðu í fjölmiðlum um yfirhylmingar vegna glæpa innan hennar. Eins og við vitum eru miklar trúaröfgar hér í BNA og margir sem ég hef kynnst og eru með of mikla trúarsannfæringu eru sannarlega ekki fólk sem ég kýs að eyða tíma með.

Einn besti vinur sem er með mikla trúarsannfæringu einstakur maður og hef ég á honum mesta dálæti því hann lifir samkvæmt því sem gott er úr trú sinni og miðlar út frá sér jákvæðri uppbyggilegri orku án þess að minnast einu orði á sínar kirkjuferðir nema maður inni hann eftir því. Stundum velti ég því fyrir mér hvort góðmennska hans sé komin úr kirkjunni eða bara góð gen, -hann sé bara af svona einstaklega góðu fólki kominn. Mér finnst síðari útskýringin líklegri. 

Svo má bæta við að eitt vandamálið hjá Kaþólikkum er einmitt það að tilskipanir koma "að ofan." Páfinn er ekki fátækur og allslaus eða án atvinnu, né er hann 9 ára ófrísk stúlka sem hefur verið nauðgað. Þarna er einmitt BIL mannlegs skilnings sem er ekki hægt að brúa og undirstrikar nauðsyn þess að leyfa fólki að ráða sér sjálft og vernda frelsi þess til að breyta skv. eigin siðferðisvitund.

Þð er enginn vafi á að "ritningarnar" bera með sér mikinn fróðleik og visku. Spurningin er með túlkunina og hverjir græða á að vera nær "Guði" en aðrir.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2009 kl. 03:29

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir kommentin, Sigurveig og Óskar.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2009 kl. 03:36

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir þetta veffari. Að mestu leyti erum við sammála um þessi mál.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 17:29

7 identicon

Grínistinn George Carlin tók þetta mál fyrir manna best, að mínu mati, í stand-upinu "Pro-life is anti-woman". http://www.youtube.com/watch?v=V9iY8Std8nQ

Segir í raun allt sem segja þarf. Ég sakna Carlin sárlega (hann dó í fyrra).

Mér er svo sama hvað þið segið, kardinálinn er bara fokkíng krípí á þessari mynd.

Og hvað er málið með Benedikt/Ratizinger? Maðurinn minnir mig iðulega á keisarann í Star Wars. "Everything is proceding as I have forseen..."

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Ólafur Þórðarson

Þetta er blogg frá Manhattan.  Þetta blogg er sambland af faglegu blaðri og ýmsum skoðunum á þjóðfélagslegum hlutum.Ég hef til langs tíma verið gagnrýnandi í arkitektúr-, hönnunar- og borgarskipulagsdeildum ýmissa ágætra háskóla á austurströnd BNA. Þar fyrir utan reyni ég að lesa bækur um ýmis samfélagsmál og tengja saman í stærri heimsmynd.

Öll skynsamleg komment eru velkomin og vel þegin og gætu fengið ítarlegt svar.

Varðandi nafnleysingjaparanoju, þá heiti ég Ólafur Þórðarson. Bú!

Allt efni er höfundarvarið, en má dreifa ef getið er hvaðan það kemur.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband